Læknablaðið - 15.04.1988, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 155-8
155
Gylfi Ásmundsson
UMFERÐ OG ÁFENGI
ÚTDRÁTTUR
Það eru einkum tveir þættir, sem gætu varpað
ljósi á áhrif áfengisneyslu á umferðina. í fyrsta
lagi hvernig fjölda umferðarslysa, sérstaklega
áfengistengdra slysa, ber saman við þá aukningu
sem hefur orðið á heildarneyslu áfengis. í öðru
lagi má styðjast við tíðni ölvunaraksturs í landinu
og hvernig henni ber saman við tíðni
umferðarslysa annars vegar og heildarneyslu
áfengis hins vegar.
Til að kanna þessi tengsl hefur tiltækum
tölfræðilegum gögnum varðandi umferðarslys og
ölvun á tímabilinu 1966-1980 verið safnað og þau
borin saman við fólksfjöldatölur, heildarneyslu
áfengis og fjölda bifreiða í landinu.
Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi hlutfallslega
heldur farið fækkandi, einkum ef miðað er þá
miklu aukningu sem hefur orðið á fjölda
ökutækja, benda niðurstöðurnar til þess að
áfengistengdum umferðarslysum fari fjölgandi og
hamli verulega gegn þróun að öðru leyti til
fækkunar slysa. Finna má samsvörun á milli
heildarneyslu áfengis, ölvunaraksturs og
umferðarslysa á þessu 15 ára tímabili.
INNGANGUR
Umferðarslys og áfengismisnotkun eru hvort um
sig meðal mestu heilbrigðisvandamála á íslandi í
dag eins og reyndar í flestum vestrænum löndum.
Enginn vafi er á því að nokkur orsakatengsl eru
þarna á milli þannig að áfengisneysla eigi drjúgan
og sennilega vaxandi þátt í umferðarslysum,
einkum þegar um alvarleg líkamsmeiðsli og
dauðaslys er að ræða. Þetta kemur fram í tölum
(tafla I) um áfengistengd umferðarslys. Dæmi eru
tekin frá Kaliforníu og Finnlandi (1), og eftir
skýrslum Umferðarráðs (2) fyrir ísland, en
skrásetning áfengistengdra umferðarslysa hófst
hér á landi 1976.
í þeirri athugun, sem hér er greint frá, er reynt að
finna að hve miklu leyti breytingar á
heildarneyslu áfengis, tíðni ölvunaraksturs og
Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt
04/01/1988.
tíðni umferðarslysa tengjast yfir tiltekið árabil.
Þetta er lítill hluti af umfangsmikilli samnorrænni
könnun á skaðlegum afleiðingum áfengis í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og
íslandi, sem enn er ekki lokið. Tekur hún til
árabilsins 1930-80 og byggist á gögnum um
dánartíðni ýmissa sjúkdóma, sem hugsanlega má
rekja til áfengismisnotkunar, svo og slysa,
afbrota og innlagna vegna alkóhólisma. Skoðuð
eru tengsl þessara þátta við
heildaráfengisneysluna og ýmsa þætti eins og
neysluvenjur, áfengislög og stefnu.
EFNI OG AÐFERÐ
Hvað ísland snertir eru nothæf gögn um
úmferðarslys og ölvunarakstur, sem ná til
landsins í heild, ekki fyrir hendi fyrr en eftir 1966
og í sumum tilfellum gætir jafnvel nokkurs
misræmis eftir það. Hér verður því eingöngu
fjallað um tímabilið 1966-80. Á þessu tímabili
hefur einmitt orðið athyglisverð þróun í
áfengisneyslu, heildarneysla áfengis hefur aukist
verulega, neytendum hefur fjölgað og þá fyrst og
fremst meðal unglinga og kvenna, og sjá má
nokkrar breytingar á drykkjuvenjum, eins og
fram hefur komið í niðurstöðum úr könnun á
áfengisneysluvenjum íslendinga, sem hófst 1972
(3). Á sama tíma hefur orðið gífurleg aukning í
bílaflota landsmanna og ökumönnum hefur
fjölgað, mest einnig úr hópi ungs fólks og
kvenna.
Tafla I. Hlutfall áfengistengdra umferðarslysa af öllum
umferðarslysum eftir tegund slysa.
1960 1975*) 1980
Kalifornía:
slys m. meiðslum . .. .. 12% 13%
dauðaslys .. 21% 34%
Finnland:
slys m. meiðslum ... .. 8% 15%
dauðaslys .. 15% 23%
ísland:
slys m. meiðslum ... 14% 18%
dauðaslys 11% 25%
*) 1976 fyrir ísland.