Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 24
270 LÆKNABLAÐIÐ tegundum spendýra og ýmsum fuglategundum víða um heim, en ekki í manni fyrr en árið 1923 (1). Toxoplasma er hér íslenskað með orðinu bogfrymill. Nafnið eiturdoppa hefur stundum verið notað á þennan sýkil, en er óheppileg þýðing, þar sem aldrei hefur sannast, að hann framleiði nein eiturefni. Fjölgun bogfrymla fer fram inni í frumum með kynlausri skiptingu í öllum tegundum hýsla nema dýrum af kattaætt. í þeim verður bæði kynlaus skipting og kynjuð fjölgun. Kynlausa skiptingin er hröð i nýsýktum hýsli og er sýkillinn þá sagður vera í hraðfjölgunarformi (tachyzoit, trophozoit). Þegar frá líður hægir á skiptingunni og blöðruveggur myndast utan um sýktar frumur í vefjum hýsils. Kallast þetta form hægfjölgunarform (bradyzoit) eða vefjablöðruform (cystozoit). Við kynjuðu fjölgunina i þörmum kattdýra myndast karl- og kvenfrumur (gamet), sem sameinast og mynda frjóvgunarform (zygot) með tvöfaldri himnu, þolhjúp, utan um. Þetta form kallast frjóhylki (oocyst). Bogfrymill hefur því þrenns konar þróunarform (14-16, 41). 1. Hraðfjölgunarformið er hið virka form í hýsli með frumsmit. Aðalsmitleiðin er um meltingarveg, en talið er, að fyrst og fremst vefjablöðru- og frjóvgunarformin komist lifandi gegnum meltingarsafa magans, þar eð þau hafa utan um sig verndandi himnur. Á leið niður smágirni meltast himnurnar í sundur og hefst þá innrás bogfrymla í slímhúðarfrumur þarmsins. Við hina hröðu fjölgun sýklanna fara hýsilfrumur fljótlega að springa og afkvæmin ráðast inn í næstu frumur, þar á meðal stóru átfrumurnar í blóði og með þeim berast sýklarnir út í hin ýmsu líffæri. Um tíma er hinn sýkti því með lifandi bogfrymla í blóði. Vefjasækni bogfrymla er ekki sértæk, heldur geta þeir fjölgað sér inni í kirndum frumum af hvaða vefjategund sem er. í rauðum blóðkornum og utan lifandi fruma geta þeir hins vegar ekki fjölgað sér. 2. Hcegfjölgunarformið í vefjablöðrum kemur fram, þegar ónæmiskerfi hýsils fer að virkjast og hægja á skiptingu sýklanna. Sumar blöðrur haldast litlar, en aðrar stækka smám saman og geta sýklar í þeim skipt hundruðum eða þúsundum. Mest ber á þessum vefjablöðrum í heila og vöðvum. Springi blaðra í vefjum hýsils, ræður ónæmiskerfi hans niðurlögum óvarinna bogfrymla, svo framarlega sem það er fullvirkt. Komist vefjablaðra óskemmd ofan í hýsil, sem ekki hefur smitast áður af bogfrymli, kemur hraðfjölgunarformið fram í honum. 3. Frjóvgunarformið kemur fram, þegar köttur étur t.d. sýkta mús eða fugl. Nokkrum dögum eftir smit fara frjóhylkin að ganga niður af kettinum í milljónatali og halda því áfram í tvær til þrjár vikur. Þessi hylki eru aflöng, 10-12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.