Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 30

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 30
274 LÆKNABLAÐIÐ hjá við heilasneiðmyndatöku. Aðrir sýklar gætu að visu verið þar að verki, en bogfrymlar eru með þeim algengustu, sem valda slíkum skemmdum hjá alnæmissjúklingum. (25, 40). Greiningaraðferðir Greining eingöngu af einkennum sjúklings er ekki möguleg í neinu formi bogfrymlasýkingar, vegna þess að aðrir sýklar geta valdið mjög svipuðum sjúkdómsmyndum. Margs konar rannsóknaraðferðir hafa þróast til að greina smit eða sjúkdóm af völdum bogfrymla (4, 27-36, 41). Mótefnamælingar af ýmsu tagi hafa mest verið notaðar. Húðpróf eru til. Aðferðir til leitar að mótefnavökum eru í þróun. Vefjaskoðun er hægt að gera á sýktum vefjum eða vökvum. Ræktun bogfrymils er einnig möguleg. Mótefnamælingar Litarpróf (dye test: DT), sem Sabin og Feldman fundu upp 1948, er enn í fullu gildi (4). Það er mjög næmt á bogfrymlamótefni bæði í manna- og dýrablóði, en er ekki framkvæmanlegt nema þar sem hægt er að hafa í gangi stöðuga ræktun bogfrymla í vissum músastofnum. Prófið byggist á því, að serum með bogfrymlamótefnum í, að viðbættu komplímenti, skemmir vegg lifandi bogfrymla og innihaldið lekur út. Þessir skemmdu bogfrymlar litast dauft með methylenbláum lit, en óskemmdir litast sterkt. Þetta próf aðgreinir ekki IgG og IgM mótefni. Magn mótefna í serum er mælt með þynningum (titer). Það var áður gefið upp sem þynning í veldi af 2 og próf talið jákvætt, ef mótefni fundust í þynningu 1:16 eða meira. Nú er það oft gefið upp i einingum (IU), reiknuðum út frá stöðluðu viðmiðunarsermi með 1000 ein/ml. Er þá sýni með <2 ein/ml talið neikvætt. Magnið eykst fyrstu mánuðina eftir smit, (fer oftast yfir 1:1024) helst hátt í marga mánuði, dvínar síðan, en er mælanlegt árum saman, jafnvel ævilangt. Þetta próf hefur mikið verið notað til að athuga hlutfall smitaðra i mismunandi löndum og hópum fólks. Glitmótefnapróf (immunofluorescent antibody techniques: IFA, IFAT) var upphaflega þróað 1962 (Kelen o.fl.) til mælinga á IgG mótefnum og 1968 (Remington o.fl.) til mælinga á IgM mótefnum (41). i þessi próf eru notaðir mótefnavakar úr bogfrymlum og glitmerkt mótefni gegn mannamótefni. Ef mótefni gegn bogfrymlum eru í viðkomandi sermi, tengja þau þessi efni saman og árangurinn sést í glitsmásjá. Mælieiningar (serumþynningar) á IgG mótefnum samsvara einingum litarprófsins. IgM mótefni koma fyrr fram en IgG mótefni, hækka og haldast há í nokkra mánuði, dvína síðan en geta verið mælanleg í ár eða lengur eftir smit. Þessi próf eru mikið notuð og þykja vel næm (27, 31). Hvatatengd mótefnapróf (enzyme-linked immunosorbent assay: ELISA eða EIA) komu fyrst fram 1972 (Engvall og Perlmann) og hafa ýmis afbrigði þeirra verið þróuð siðan. Þau byggjast á mótefnavökum úr bogfrymlum, hvatatengdum mótefnum gegn mannamótefnum (enzyme-linked antihuman globulin) og hvarfefni hvatans (substrate) (31). Ef bogfrymlamótefni eru í sýninu verður litarbreyting á blöndunni, greinanleg með berum augum og mælanleg með ljósgleypnimæli. Gleypnigildi prófsýnis miðast við stöðluð sýni og er gefið upp í einingum. Þessi próf hafa undanfarin ár verið að koma á almennan markað til mælinga á IgG og IgM mótefnum og fer notkun þeirra vaxandi. Kekkjunarpróf (agglutination tests) eru til af ýmsu tagi (27). Það elsta frá 1957 (Jacobs og Lunde) byggist á bogfrymlamótefnavaka tengdum kindablóðkornum (indirect hemagglutination test: IHAT). Kekkjun verður á blóðkornunum, ef mótefni gegn bogfrymlum eru í sýninu. Þetta próf þykir handhægt og hefur mikið verið notað, en verður seinna jákvætt en fyrrnefnd próf. Kekkjunarpróf með heilum bogfrymlum (direct agglutination test: DAT) varð til 1959 (Fulton og Turk) og hefur verið þróað áfram (27). Það er t.d. notað til skimprófana á þunguðum konum í Frakklandi (39). Afbrigði af svona prófi hefur þróast til að greina IgM mótefni gegn bogfrymlum (IgM immunosorbent agglutination assay: ISAGA) og er það sérhæfðara en IgM glitmótefnapróf (29). Þá eru og til próf með latexögnum tengdum bogfrymlamótefnavökum (latex agglutination test: LAT), frá ýmsum fyrirtækjum, en þau þykja misáreiðanleg (41). Komplímentbindipróf (complement fixation test: CFT) varð til 1948 (Warren og Russ) og hafa ýmis afbrigði þess verið mikið notuð (27). Næmi þeirra er misjafnt eftir því hvernig mótefnavakar í þau eru unnir. Þau eru talin jákvæð við svörun í lítilli þynningu, 1:4 eða jafnvel 1:2. Húðpróf þróaði Frenkel 1948 (toxoplasmin cutaneus test: TcT) (41). Hefur það verið notað í sumum löndum til skimprófana og samsvörun við mótefnamælingar reynst góð (17).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.