Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.09.1988, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 275 Mótefnavakagreiningar Aðferðir til að greina mótefnavaka bogfrymla í sermi, legvökva eða vefjasýnum hafa verið reyndar með hvatamerktum, ein- eða fjölstofna mótefnum, en hafa ekki reynst óskeikular til að greina virka sýkingu (34, 35). Vefjaskoðun í vefjum fóstra og nýbura, sem látast úr bogfrymlasótt er mikið af bogfrymlum i hraðfjölgunarformi, sem litast vel með Giemsa eða Wright litun. Vefjablöðrur sjást best með silfurlitun og sýklarnir inni í þeim með PAS litun. í sýktum fylgjum má sjá bólgu í sumum fylgjutotum (villitis) og vefjablöðrur í öðrum án bólgu í kring (36). Hjá fullorðnum einstaklingum eru vefjasýni oftast eitlar. Sjaldgæft er að sjá bogfrymla í þeim og vefjabreytingar líkjast þeim, sem sjást við sjúkdóma í eitlakerfi, s.s. Hodgkins sjúkdóm og sarcoidosis. Aðallega sést eitilfrumufjölgun (follicular hyperplasia) og samsöfnun stórra átfruma (histiocytosis), einkum yst í eitlunum (27). Hjá vamarskertum sjúklingum er stundum reynt að taka vefjasýni úr öðrum líffærum en eitlum, t.d. úr heila hjá alnæmissjúklingum, en einnig í þessum sýnum er undir hælinn lagt hvort bogfrymlar finnist, þó að sjúklingurinn sé með virka sýkingu (25, 40). Nauðsynlegt er að taka fram á beiðni um vefjaskoðun, að grunur sé um bogfrymlasýkingu, svo að viðeigandi sérlitanir, PAS (periodic-acid-SchifO og silfurlitun séu gerðar. Ræktun Hægt er að rækta bogfrymla i vefjagróðri eða eggjum, en oftast eru þeir ræktaðir í músum. Er þá líkamsvessum (sermi, legvatni, mænuvökva) eða lausn, sem gerð er af krömdum sýnum úr líffærum, sprautað í kviðarhol músanna. Eftir sex vikur eru mýsnar drepnar og gáð að vefjablöðrum í heilavef þeirra og mótefnum í blóði (27). Lyf gegn bogfrymlum Þau lyf, sem mest hafa verið notuð við bogfrymlasótt eru ýmis súlfónamíð (súlfadíazín, súlfamerazín, súlfameþazín, súlfameþoxazól), pyrímeþamín og spiramýsín. Þau verka fyrst og fremst á bogfrymla í skiptingu. Enn eru ekki tiltæk lyf, sem öruggt er, að útrými bogfrymlum í vefjablöðrum. Þegar árið 1941 fundu Sabin og Warren, að súlfónamíð verkuðu við bogfrymlasótt í tilraunadýrum og upp úr 1945 var farið að reyna þau við bogfrymlasótt í mönnum. Verkun pyrímeþamíns á bogfrymla fannst 1952 og nokkru síðar kom í ljós, að súlfónamíð og pyrímeþamín hafa samverkandi áhrif gegn bogfrymlum. Upp úr 1954 var farið að gefa þessi lyf saman (oftast súlfadíazín og pyrímeþamín) við bogfrymlasótt (37). Venjulegir skammtar af súlfadíazíni hjá börnum eru 50-100 mg/kg/dag og 1 mg/kg af pyrímeþamíni, en hjá fullorðnum 4 g af súlfadíazíni og 25-50 mg af pyrímeþamíni. Þessi lyf hafa hamlandi verkun á fólinsýrumyndun, sem leitt getur til fækkunar á hvítum blóðkornum og blóðflögum. Verður því að fylgjast með blóðmynd meðan þau eru gefin og gefa fólínik sýru (leucovorin, rescuvolin) með (16, 17). Sterar eru gefnir með þessum lyfjum í byrjun meðferðar, ef sjúklingur er með augnbólgu eða heilabólgu (16). Um tímalengd meðferðar eru ekki fastar reglur (17). Börn með meðfædda bogfrymlasótt hafa t.d. verið meðhöndluð í allt frá tveimur mánuðum upp í hálft til eitt ár eða enn lengur. Ráðið er frá, að gefa þunguðum konum þessi lyf vegna möguleika á fósturskemmdum. Spiramýsín (macrolide) var fyrst reynt gegn bogfrymlasótt 1954 (37). Það hefur fyrst og fremst verið gefið þunguðum konum, sem smitast hafa af bogfrymlum, í því skyni að hindra fóstursmit. Það er talið safnast sæmilega í fylgjuvef en ekki fara að ráði í fósturblóð. Þetta lyf er ekki á markaði í Bandaríkjunum, en í Evrópu (Frakklandi, Austurríki) telja menn sig hafa fækkað fóstursmitunum með því að gefa það á meðgöngutíma (2-3 g/dag). Það hefur líka verið notað við meðfæddri bogfrymlasótt (50 mg/kg/dag) (16-18). Klindamýsin hefur verið reynt auk framangreindra lyfja við bogfrymlasótt hjá varnarskertum, en hjá þeim er erfitt eða jafnvel ómögulegt, að ráða niðurlögum bogfrymla að fullu. Þeir þurfa þvi stærri skammta og lengri meðferð en fólk með eðlilegar varnir. Hefur til dæmis verið reynt að gefa alnæmissjúklingum með heilaskemmdir af völdum bogfrymla þrjú lyf saman, stóra skammta af klindamýsini (2400 mg/sólarhring), pyrimeþamíni og súlfalyfi eða spiramýsini í nokkrar vikur, síðan lægri skammta um tíma og loks e.k. viðhaldsmeðferð (40).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.