Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 39

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 279-84 279 Kristín E. Jónsdóttir, Þorgerður Árnadóttir MÆLINGAR Á MÓTEFNUM GEGN BOGFRYMLUM í NOKKRUM HÓPUM ÍSLENDINGA INNGANGUR Frá því um 1950 hafa mælingar á mótefnum gegn bogfrymlum (Toxoplasma gondii) verið gerðar á hópum fólks víða um lönd til að meta algengi bogfrymlasmits og líkur á fóstursýkingum. Varanleg aðstaða til slíkra mælinga hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi en það hefur lengi verið ósk lækna sýkladeildar Landspítala að koma þeim á fót. Ekki er gerlegt að taka upp það próf, sem elst er og þykir hvað næmast, þ.e. Sabin Feldman litarpróf, en til að framkvæma það þarf m.a. aðstöðu til dýrahalds. Á síðari árum hafa komið fram handhægari próf, sem nálgast litarprófið hvað næmleika snertir og geta þau auk þess mælt bæði IgG og IgM mótefni. Þau próf, sem einkum hefur komið til greina að taka í notkun hér eru: 1. Mælingar með hvatatengdum mótefnum (enzyme-Iinked immunosorbent assay: ELISA) (1-4). 2. Mælingar með glitmerktum mótefnum (immunofluorescent antibody technique: IFAT) (1, 4). í hvort tveggja þessara prófa er hægt að kaupa bogfrymlamótefnavaka ásamt hjálparefnum til greiningar bæði á IgG og IgM mótefnum. Aflestrartæki þurfa að vera til, ljósgleypnimælir fyrir fyrrnefndu aðferðina og glitsmásjá fyrir þá síðarnefndu. Árið 1984 fékk annar höfunda (K.E.J.) styrk úr Vísindasjóði Landspítala til efniskaupa í mælingar með ELISA-aðferð í þeim tilgangi að prófa hvernig gengi að nota þessa aðferð, hversu hagkvæm hún væri og til að mæla mótefni i nokkrum hópi kvenna á barneignaskeiði hér. Ljósgleypnimælir var þá ekki til á sýklarannsóknadeild Landspítala en á rannsóknastofa Háskólans í veirufræði var slíkur mælir og þar tók annar höfunda (Þ.Á.) mælingarnar að sér. Blóðsýni til mælinga á mótefnum gegn Frá Sýklarannsóknadeild Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. Barst 03/11/1987. Samþykkt 10/05/1988. bogfrymlum hafa annars verið send héðan til Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn. Sýni frá legudeildum Landspítala hafa yfirleitt verið útbúin til sendingar á sýklarannsóknadeild Landspítalans og hefur þannig myndast skrá yfir þau þar. Hér á eftir verða birtar niðurstöður úr ofangreindum mótefnamælingum á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði og úr mælingum á tæplega 450 sýnum, sem send hafa verið undanfarin sjö ár frá Landspítala til Statens Seruminstitut. Einnig verður skýrt frá leit að bogfrymlasótt (toxoplasmosis) i sjúkdómaskrám Landspítalans. Loks verður getið áður birtra niðurstaðna úr mælingum á bogfrymlamótefnum í blóðsýnum frá íslensku fólki, gerðum í Bandaríkjunum, Danmörku og Bretlandi. 1. Mælingar á rannsóknastofu Háskólans í veirufræði 1985 Aðferð. Fyrir áðurnefndan fjárstyrk frá vísindasjóði Landspítala voru keyptir tveir kassar með holuplötum frá Labsystems, Helsinki til mælinga á IgG mótefnum í 276 sýnum auk meðfylgjandi viðmiðunarsýna. í hverri holu á plötunum er bogfrymlamótefnavaki. Sé bogfrymlamótefni í sermi, sem dreypt er á plötuna, festist það við mótefnavakann. Hvert sermi er tvíprófað, þ.e. dreypt í tvær holur í þynningunni 1:200. Til að kanna hvort mótefni séu í holunum er því næst dreypt í þær hvatatengdu mótefni gegn IgG eða IgM mannamótefni, eftir því hvort niæla á. Sé ekkert mótefni gegn bogfrymlum í holu, geta hvatatengdu mótefnin ekki bundist heldur skolast burt við þvott. Síðan er hvarfefni hvatans bætt í holurnar og breytir hvatinn því í litað efni. Því meira mótefnamagn sem er í serminu þeim mun sterkari verður liturinn og er styrkleikinn mældur með Ijósgleypnimæli. í holum, þar sem engin bogfrymlamótefni eru verður engin litarbreyting. Til viðmiðunar eru einnig prófuð hájákvætt, lágjákvætt og neikvætt sýni.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.