Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 41

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 281 verið tekið í notkun á Statens Seruminstitut til viðbótar hinum. Niðurstöður. Frá kvennadeild fundust svör við 279 sýnum og voru 20 jákvæð eða 7,1170. Tafla II sýnir aldursdreifingu kvennanna. Einstaka sýni, sem bárust úr útlendum konum og börnum (frá Grænlandi og af Keflavíkurflugvelli) eru ekki talin með. Af konunum 20 með mótefni höfðu 19 lág mótefni, þ.e. merki um gamalt smit. Ein 29 ára kona mæld í mars 1981 var hins vegar með há mótefni: SF próf jákvætt í þynningu 1:6.250, glitmótefnapróf fyrir IgG 1:31.250 og IgM 1:50. Benda þessar niðurstöður til, að smit hafi orðið nokkrum vikum eða fáeinum mánuðum fyrir mælingu. Ástæðan fyrir innlögn og mótefnamælingu hjá þessari konu var fósturdauði á 31. viku meðgöngu. I sjúkrasögu kom fram, að hún hafði fengið hita og einkenni, sem líktust inflúensu um tveim vikum fyrir innlögn. Við skoðun fundust stækkaðir eitlar á hálsi og í holhönd. Krufning á fóstrinu leiddi í ljós mikla morknun (maceratio). Stærð samsvaraði 26-28 vikna meðgöngu. Engin vansköpun sást. Við smásjárskoðun á vefjum var ógerlegt að dæma um sjúklegar breytingar vegna morknunar. Vefjarannsókn á fylgjunni sýndi einungis hrörnunarbreytingar af því tagi, sem sjást eftir fósturdauða. Á vefjarannsóknarbeiðni var þess ekki getið, að möguleiki væri á bogfrymlasótt og voru sérlitanir fyrir bogfrymlum því ekki gerðar. í tilefni af þeirri rannsókn, sem hér er sagt frá, voru skornar nýjar sneiðar úr fylgju og fósturlíffærum og gerðar sérlitanir, PAS (periodic-acid-schiff) og silfurlitun (methenamine-silver). í þessum nýju sneiðum fannst langstæð bólga í nokkrum fylgjutotum (villitis chronica). Auk þess sáust á allmörgum stöðum i fylgjusneiðunum litlar blöðrur með örverum, sem litu út eins og bogfrymlar. í fósturlíffærum fundust ekki vefjablöðrur, en á nokkrum stöðum sáust örverur inni í frumum, sem lituðust jákvætt með báðum sérlitunum. Tafla II. Aldursdreifing kvenna sem svör úr bogfrymiamótefnamœiingu voru þekkt um og fjöldi jákvœðra sýna. Aldurshópar Fjöldi Jákvæö svör Hlutfall 16-19..................... 8 20-35 .................. 245 15 6,1 36-43 ................... 26 5 19,2 Alls 279 20 7,2 Niðurstaða af þessari nýju vefjaskoðun var því: Bogfrymlasýking í fylgju og fóstri. Þessi kona varð aftur þunguð í desember 1981 og fæddi heilbrigt barn í ágúst 1982. Bogfrymlamótefni voru mæld hjá henni nokkrum sinnum á meðgöngutímanum og hjá barninu þegar það fæddist. Reyndist barnið hafa SF-próf jákvætt í þynningu 1:1.250, komplímentbindipróf 1:16, IgG 1:1.250, en IgM mótefni mældust ekki. Þetta voru sömu gildi og mældust hjá móðurinni fyrir fæðingu, nema hún hafði IgM mótefni í þynningu 1:10. Mótefni voru enn mæld hjá barninu tveggja mánaða gömlu og var SF þá jákvætt í þynningu 1:250, komplímentbindipróf 1:2, IgG 1:250 og IgM neikvætt. Barnið fæddist sem sé með IgG mótefni úr móðurblóði, sem fljótlega fóru dvínandi, en ekki IgM mótefni, enda kemst sameind þess ekki úr blóði móður gegnum fylgju í fósturblóð. Ef IgM mótefni finnst í blóði barns, þýðir það, að barnið hefur sýkst og myndað sitt eigið IgM. Frá barnadeildum fundust svör víð 79 sýnum og voru fimm jákvæð eða 6,8%. Fjögur barnanna voru nýburar og eitt 7 vikna gamalt. Börnin voru öll með lág mótefnagildi og ekkert þeirra með IgM mótefni. Eitt er barn konunnar, sem greint er frá hér að ofan. Mæður tveggja annarra höfðu sama magn mótefna og börn þeirra. Frá mæðrum tveggja voru sýni ekki send í mótefnamælingu, en allt bendir til, að mótefni þeirra barna hafi einnig verið úr móðurblóði eftir gamalt smit. Engin tilraun var gerð til að kanna búsetu-, utanferða- né atvinnusögu þeirra kvenna, sem mótefni fundust hjá. Vitað er þó, að ein þeirra er upprunnin í Mið-Ameríku og önnur hefur lengi verið búsett í Mið-Evrópu. Er sennilegt, að þær hafi smitast í viðkomandi löndum, en ekki er hægt að álykta neitt um hvar eða af hverju hinar hafi fengið bogfrymlasmit. Það er hins vegar vitað, að bogfrymlar hafa sýkt sauðfé hér á landi og valdið lambaláti (6). Úrtakið, sem fjallað er um, er illa afmarkað. Árlega leggjast um og yfir 300 konur inn á kvennadeild Landspítala vegna fósturláts, en á undanförnum sjö árum hafa aðeins 325 beiðnir borist frá kvennadeild um mótefnamælingar gegn bogfrymlum. Tölfræðileg niðurstaða um algengi fósturláts af völdum bogfrymla hér á landi fæst því ekki úr þessum hópi. Lita verður á þennan efnivið sem úrtak úr hópi þungaðra kvenna á íslandi, þó með þeirri skekkju, að í honum eru konur, sem mótefni eru mæld hjá vegna þess að vitað er, að þau hafa verið jákvæð áður.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.