Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 48

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 48
286 LÆKNABLAÐIÐ Tafla I. Yfirlit yfir helstu atriði hvers sjúkratilfellis. Sjúkl Kyn Aldur Sj.hús Ár Eink. Húöpróf (§) TBC Avium Marin Scrof Vefjaskoðun Sýruf. Útlit stafir Ræktun Aðgerö Lyf i... kk 9 Lkt >79 6 mán + 40 + * granulom já * brottnám - 2 ... kvk 1,5 Lkt ’85 1 mán 7(0) 16 (20) 14(0) (22) ósérh. nei scrofulac brottnám - 3 ... kk 2,5 Lkt ’85 5 mán 10 (10) 14 (16) 10 (18) (22) granulom nei _ brottnám _ 4 ... kvk 2 Lsp ’73 1 mán - * * * granulom já scrofulac brottnám já 5 ... kvk 3,5 Lsp ’82 1 mán + * * * ósérh. já avium S + F 6 ... kvk 5 Keflav ’80 2 mán " * * * granulom nei avium S + F brottnám já § Tölur stærð húðsvars (herslis) í mm. - Neikvætt. (tölur í sviga stærð svörunar ári síðar). * Ekki framkvæmt. + Væg svörun án herslis. S + F Skurður og fráveita. ástungum. í einu tilfelli (nr. 1) myndaðist sjálfkrafa fistill með stöðugri útferð, þar til fyrirferðin var fjarlægð með skurðaðgerð skömmu fyrir innlögn. Hafði eitlaberði verið sent i vefjaskoðun, án þess að sýni væri tekið í ræktun. Fyrirferðaraukningin hafði staðið í 1 til 6 mánuði hjá börnunum áður en sjúkdómsgreining var gerð. Blóðhagur barnanna var eðlilegur við innlögn fyrir utan væga sökkhækkun hjá fjórum börnum. Lungnamynd var eðlileg hjá öllum. Rcektun og vefjaskoðun: Hjá fjórum börnum byggðist greiningin á ræktun sýkilsins frá eitlasýni. Hjá tveimur var greiningin byggð á húðprófum og dæmigerðu berklaútliti á vefjasýni, ásamt með sýruföstum stöfum í öðru tilvikinu. Húðpróf: Gert var Mantoux berklahúðpróf hjá öllum börnunum, ýmist í sjúkrahúslegunni eða síðar, og var það jákvætt hjá fjórum en svörunin (herslið) þó aldrei meiri en 10 mm. Hjá börnum nr. 1, 2 og 3 voru strax við innlögn framkvæmd húðpróf fyrir tveimur tegundum frábrigðilegra berklasýkla, M. avium og M. marinum, en efni til húðprófa fyrir fleiri tegundum var þá ekki til í landinu. Hjá öllum þremur börnunum var svörunin við frábrigðilegum berklasýklum sterkari en við M. tuberculosis (Tafla I, mynd 1). Hjá fyrsta sjúklingnum þar sem húðpróf voru hvað mest óyggjandi, sáust sýrufastir stafir við vefjaskoðun, sem einnig var að öðru leyti dæmigerð fyrir berklasýkingu. Hjá barni nr. 2 fékkst greining staðfest með jákvæðri ræktun á M. scrofulaceum. Hjá sjúklingi nr. 3 var greiningin hins vegar ekki eins augljós, þar sem ræktun var neikvæð og fulllítill munur milli húðprófa. Tæpu ári eftir aðgerð voru húðprófin endurtekin hjá börnum nr. 2 og 3, en þau höfðu verið einkennalaus allan tímann. í þetta sinn var einnig gert húðpróf fyrir M. scrofulaceum, og var nú mismunur húðsvara mun meira afgerandi en í fyrra skiptið. Meðferð: Öll börnin voru meðhöndluð með skurðaðgerð, þó aðeins fjögur með brottnámi sýkts eitils strax í byrjun. Barn nr. 5 hafði viðvarandi fistil með útferð í 6 mánuði eftir aðgerð en hann lokaðist síðan sjálfkrafa. Hjá barni nr. 6 var einnig fistill með útferð í 3 mánuði en þá var gerð aðgerð og öll fyrirferðin fjarlægð á sjúkrahúsi í Svíþjóð og er ekki vitað frekar um afdrif barnsins. Öllum hinum börnunum virðist hafa farnast vel eftir skurðaðgerð og engin merki endursýkingar komið í Ijós. Börn nr. 1, 2, 3 og 5 voru ekki meðhöndluð með berklalyfjum en börn nr. 4 og 6 fengu berklalyfjameðhöndlun. Barn nr. 6 var meðhöndlað með ísoníasíði og rifampisíni en ekki er vitað hve lengi. Barn nr. 4 var meðhöndlað með ísoníasíði og streptomysíni í einn mánuð. UMRÆÐA Aldur þessara sex sjúklinga, tímalengd einkenna fyrir greiningu og staðsetning fyrirferðaraukninga á hálsi, eru um allt dæmigerð fyrir eitlabólgu af völdum frábrigðilegra berklasýkla. Af öllum frábrigðilegum berklasýkingum hjá börnum, tengjast um 90% eitlum (7, 9). í yfir 90% tilvika er um eitla á hálsi að ræða (8) og nær alltaf er sýkingin aðeins öðru megin. Langflest tilfellin, 80-92%, eru börn milli eins og fimm ára, miðað við fimm athuganir, sem greindu frá alls 1293 börnum með frábrigðilegar berklasýkingar í eitlum (3, 7, 8, 10, 11).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.