Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 50

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 50
288 LÆKNABLAÐIÐ Tafla II. Ýmis samanburðaratriði við eitlasýkingar af völdum frábrigðilegra berklabaktería og M. tuberculosis. Frábrigðilegar berklabakteríur M. tuberculosis Aldur 1-5 ára (80%) > 12 ára (90%) Staður Submandibular/ Posterior/ tonsillar supraclavicular Mantoux próf < 10 mm > 15 mm Fb. húðpróf . > 15 mm < 10 mm Lungnamynd Samneyti við Eðlileg (98%) Óeðlileg (15-70%) berklasjúkling Árangur Sjaldan Oft lyfjagjafar ... Enginn/lítill Góður en eitlasýkingar af völdum M. tb. sjúkdómur fullorðinna. Af 176 börnum með eitlasýkingar vegna mýkóbaktería í yfirliti Margileths frá 1985 voru 86% af völdum frábrigðilegra berklabaktería en 14% af völdum M. tuberculosis. Af þeim 152 börnum, sem höfðu frábrigðilega berklasýkingu voru 97% innan 12 ára aldurs (8). Sömuleiðis reyndust i rannsókn Lai og samstarfsmanna frá Boston 92% af 60 sjúklingum með hálseitlasýkingu af völdum frábrigðilegra berklabaktería vera yngri en 13 ára, en 97% af 152 sjúklingum með eitlabólgu vegna M. tuberculosis voru eldri en 12 ára (10). Saga um snertingu við berklaveika er algeng meðal sjúklinga með sýkingu vegna M. tuberculosis, en mjög sjaldgæf meðal þeirra sem hafa frábrigðilega berklasýkingu, enda aldrei sannast þar smit milli manna. Aðeins 5 systkinapör voru sýkt samtímis meðal 477 barna með eitlasýkingu vegna frábrigðilegra berklabaktería i yfirliti Lincolns og Gilberts 1977 (3). Þá er eitt veigamikið atriði ótalið til aðgreiningar meðan beðið er eftir endanlegri sýklagreiningu, en það eru húðpróf. Sá sem mest hefur rannsakað og ritað um árangur og þýðingu hinna ýmsu berklaprófa er án efa Margileth frá Bethesda, Maryland (8, 9, 17). Hann leggur áherslu á að gera samtimis hefðbundið Mantouxberklapróf og húðpróf með helstu mótefnavökum frábrigðilegra berklasýkla. Enda þótt krosssvörun milli hinna ýmsu mótefnavaka sé tiltölulega algeng, ekki síst milli hinna ýmsu frábrigðilegu berklasýkla, þá hefur hann sett fram vissa viðmiðun sem að hans mati dugar til mismunargreiningar milli frábrigðilegra berklasýkla og M. tuberculosis í 88 til 99% tilvika. Miðar lægri talan við að nota aðeins mótefnavaka frá einni tegund frábrigðilegra berklasýkla, þ.e. M. avium intracellulare. Afgerandi jákvæð húðsvörun er miðuð við > 15 mm herslisstærðar. Ef Mantoux berklaprófið (5 TU) er > 15 mm, en svörunin við frábrigðilegum berklasýklum < 10 mm, þá er fyrrnefnda sýkingin mjög líkleg. Ef minna en 3 mm munur er milli húðsvaranna og ræktanir reynast neikvæðar er talið rétt að endurtaka húðpróf einum til tveimur mánuðum siðar, en þá er munurinn oft greinilegri, gjarnan með minnkandi Mantoux svörun en aukinni eða óbreyttri f.b. svörun, ef um f.b. sýkingu er að ræða. Tveir sjúklinga okkar sýndu afgerandi mun milli húðprófa strax í upphafi, en sá þriðji sýndi mest fjögurra mm mun i byrjun, en við endurtekningu, reyndar heilu ári síðar, var Mantoux prófið óbreytt, 10 mm, aukning á M. avium og M. marinum prófum upp í 16 og 18 mm, en mesta svörun við M. scrofulaceum 22 mm. Siðastnefnda sýkingin er því líklegust, enda þótt sýkillinn hafi ekki ræktast úr vefjasýnum. Þó skal aftur minnt á að töluverðar víxlsvaranir sjást milli mótefnavaka hinna ýmsu frábrigðilegu berklasýkla. Ástæða þykir til að vekja athygli á gildi þessara húðprófa í sambandi við ógreindar langvinnar eitlasýkingar á hálsi. Mótefnavakana (Sensitin 0,1 g/0,1 ml) er hægt að panta frá Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn í gegn um Lyfjaverslun rikisins. Er 0,1 ml sprautað í húð og svörunin lesin og mæld 72 klst síðar eins og við venjulegt Mantoux próf. Ávallt skal einnig Mantoux prófa nánustu aðstandendur, þar sem neikvæð svörun styður greiningu á frábrigðilegum berklasýkingum hjá barni. Við áframhaldandi greiningartilraunir þarf að ná graftar- eða eitlasýni til bakteríulitunar, ræktunar og vefjaskoðunar. Vegna hættu á fistilmyndun er rétt að fara varlega við nálarstungu og fara óbeina leið, þ.e. gegnum eðlilega húð, til hliðar við eitilinn og síðan inn að miðju hans til að afla sýnis. Árangursríkara er að ná í bita úr eitlinum sjálfum oft í tengslum við brottnám. Þessar Tafla III. Áreiðanleikiýmissa rannsókna á börnum með eitlasýkingu af völdum frábrigðilegra berklabaktería. (Samtals 1.456 sjúkratilfelli). Fjöldi Sýruf. Jákvæð Jákvæð Jákvæð Heimild sýkinga stafir vefjask. ræktun húðpróf Lincoln 1972 ... 477 _ 100% 74% _ Ýmsir 1972-1981 447 56% 100% 51% _ Schaad 1979 ... 380 52% 100% 49% 90% Margileth 1984 . 152 46% 94% 41% 88-99%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.