Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 55

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 291-7 291 Guðmundur V. Óskarsson HRYGGDEYFINGAR Afturvirk athugun frá Sjúkrahúsi Akraness árin 1980 til 1986 INNGANGUR Hér er gerð grein fyrir hryggdeyfingum á Sjúkrahúsi Akraness (S.A.) á árunum 1980-86. Tilgangurinn er ekki fólginn í frásögn af byltingarkenndum nýjungum á sviði svæfingalækninga, heldur að minna á tilvist staða utan Reykjavíkur eins og S.A., þar sem umtalsverð læknisfræði er stunduð, og hefur verið í tugi ára. Greinargerðin varðandi deyfingarnar tekur til notagildis hryggdeyfinga við skurðaðgerðir, notagildis hryggdeyfingarleggja, fjallað er um blóðþrýstingsfall við deyfingarnar og birtar tölulegar niðurstöður sem í ljós komu er svæfingaskýrslurnar voru skoðaðar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Heimildir eru fengnar úr svæfingaskýrslum Sjúkrahúss Akraness á tímabilinu 1. janúar 1980 til 31. desember 1985. Sérstaklega er gerð grein fyrir hryggdeyfingum (epidural-deyfingum) á árunum 1984-1985. Daginn fyrir aðgerð er rætt við sjúklinginn og honum eftir föngum gefnar upplýsingar varðandi aðgerðina, sérlega m.t.t. svæfingar og deyfingar. í flestum tilvikum er sjúklingi leyft að velja þar á milli. Algengasta lyfjaforgjöf fyrir lagningu deyfingar var tbl. flúnítrazepam (Rohypnol) 1-2 mg undir tungu, 30-45 mínútum áður en byrjað var. Deyfingin er lögð í »uppvöknunarherbergi«, sem í flestum tilvikum býður upp á hljóðlátt og rólegt umhverfi, enda lítið um stærri aðgerðir á S.A. sem krefjast umfangsmikillar gjörgæslu eftirá. Sjúklingur er í hliðarlegu á meðan deyfing er lögð, en áður hefur hann fengið nál í æð og Ringer-laktat lausn í dreypi. Sem forvarnarráðstöfun gegn blóðþrýstingsfalli er lausnin látin renna allhratt í byrjun, mæli ekkert gegn því, (magn sem samsvarar hálfum til einum lítra á klukkustund fyrstu 15 mínúturnar). Blóðþrýstingshækkandi lyf er ávallt til reiðu, í þessu tilfelli efedrin í þynningunni 10 mg/ml. Húðin er deyfð með lidókaín l"7o, og síðan er Barst 24/06/1987. Samþykkt 10/05/1988. hryggdeyfingarstungan framkvæmd með 90 mm Tuhoy nál á venjulegan hátt í miðlínu og utanbastsbilið (epidural space) talið vera þar sem viðnám gegn ísetningu nálarinnar minnkar snögglega (»loss of resistance« aðferðin). Án undantekninga var notað saltvatn (0,9%) til þess að finna utanbastsbilið með þessari aðferð, en einnig má nota loft. Venjulegast er L3-L4 bilið notað, en ofar eða neðar eftir aðstæðum hverju sinni. Eftir að utanbastsbilið er fundið, er fyrst dregið til baka í sprautuna og ef ekki kemur mænuvökvi til baka (sem minnkar líkur á legu nálar í mænugangi), er sprautað inn fjórum ml deyfilyfs (»reynsluskammti«). Með örfáum undantekningum var notað 0,5% búpívakaín án adrenalíns. Eftir þetta er beðið í þrjár til fimm mínútur og ef engra taugarótareinkenna verður vart niður í ganglimi eftir þann tíma, er það frekari ábending þess að nálin liggi á réttum stað, og er því öllum deyfingarskammtinum sprautað inn. Heildarmagn er mismunandi, allt frá 10-25 ml. Eftir þetta er lagður leggur gegnum nálina, sé ástæða til, en notkun þeirra hefur aukist mikið undanfarin ár. Blóðþrýstingur er mældur stuttu áður en deyfing er lögð, og eftir það á tveggja til fimm mínútna fresti fyrstu 15 mínúturnar eftir lagningu deyfingar, en strjálla úr því nema blóðþrýstingur breytist verulega. Blóðþrýstingsfall er skilgreint sem fall á slagþrýstingi (systolu) um 10 mmHg eða meira á fyrstu 90 mínútunum eftir lagningu deyfingar. Blóðþrýstingurinn var mældur með hefðbundinni aðferð, með hlustpípu og kvikasilfursmæli. Aldrei var notast við mælitæki sem komið er fyrir innan æða. Því miður var þanþrýstingur (diastola) ónákvæmt skráður, þannig að ekki verður notast við þau gildi hér, og af sömu orsökum ekki við »meðalslagæðaþrýsting« (mean arterial pressure) sem gjarnan er notaður sem mælikvarði. Langflestir sjúklinganna fengu deyfilyf í æð meðan á aðgerð stóð. Lyfjagjafirnar voru ákveðnar af þeim lækni sem sá um sjúklinginn, en

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.