Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 56

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 56
LÆKNABLAÐIÐ 292 Fjöldi sjúklinga Mynd 1. Árlegur fjöldi hryggdeyfinga á árunum 1980-86. Eingöngu eru taldar með deyfingar fyrir aðgerðir, en fyrir utan þennan fjölda eru deyfingar við barnsfceðingar og deyfingar eftir aðgerðir til verkjastillingar. % Mynd 2. Hlutfallslegur fjöldi hryggdeyfinga, af samanlögðum fjölda deyfinga og svœfinga árin 1980-86. Vo Mynd 3. Þróun í notkun »hryggdeyfingarleggja«. O-E. beinaaðgerðir (orthopaediskar) án leggs, A-E: aðrar aðgerðir án leggs, O-L: beinaaðgerðir, leggur notaður og AL: aðrar aðgerðir, leggur notaður. Sjá nánari umfjöllun í meginmáli. mg deyfilyfs Mynd 4. Meðalnotkun deyfilyfs í hverjum aldurshópi. 95% vissumörk eru teiknuð inn á Unuritið (95% confidence interval). »*« táknar marktœkan mun (p < 0,01) á meðalnotkun miðað við nœsta aldurshóp fyrir ofan. (Magn deyfilyfs í mg). tölur þetta varðandi segja næsta lítið, enda ábendingar fyrir notkun lyfjanna mjög mismunandi. Þau lyf sem hér um ræðir eru diazepam og fentanyl. Upplifi sjúklingur enn óþægindi þrátt fyrir þessi lyf þurfti stundum að grípa til kröftugri svæfingarlyfja, með eða án berkjuslöngu (intubation). Hér er átt við pentothal eða midazolam. Hefði sjúklingurinn legg, var að sjálfsögðu byrjað á því að bæta á deyfingu. Við tölfræðiútreikninga og samanburð var notað »student’s t-test« og »chi-square« til útreikninga á »t« gildum. NIÐURSTÖÐUR Svæfingar og deyfingar á S.A. á árunum 1980-86 voru alls 9663, þar af 2446 hryggdeyfingar (mynd 1 og 2). Notkun hryggdeyfingarleggja hefur farið vaxandi, sérstaklega í sambandi við beinaaðgerðir á ganglimum (mynd 3). Á árunum 1984-5 voru hryggdeyfingar alls 708 talsins. Tafla I sýnir skiptingu eftir aldursflokkum og kynjum, en þar má sjá að konur eru i miklum meirihluta í flestum aldurshópum. Mynd 5. Meðalblóðþrýstingsfall aldurshópanna. (Sjá texta). Á myndina eru teiknuð 95% vissumörk (95% confidence intervals). »*« táknar marktækan mun (p<0,01) á meðalblóðþrýstingsfalli miðað við nœsta aldurshóp fyrir ofan. Ef reiknuð erfylgni blóðþrýstingsfallsins við aukinn aldur, fæst aðhvarfslínan með r = 0,98, sem undirstrikar fylgnina. % Mynd 6. Falltíðni aldurshópanna borin saman. Hér er einungis marktækur munur á milli aldurshópanna 30-44 og 45-59. (»*« táknar marktækan mun (p<0,01) á falltíðni miðað við næsta aldurshóp fyrir ofan).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.