Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 57

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 57
LÆKNABLAÐIÐ 293 Meðalaldur var 42,4 ár; elsti sjúklingurinn var 94 ára kona með brot á lærleggshálsi, og sá yngsti 12 ára stúlka sem fór í aðgerð vegna ökklabrots. Keisaradeyfingar voru alls 55 (7,8%), þar af var 41 kona í aldurshópnum 15-29 ára. Meðallengd aðgerða var 56,7 mínútur. Meðaltimi frá lagningu deyfingar að endaðri aðgerð var 115,2 mínútur. Meðalbiðtími frá lagningu deyfingar að byrjun aðgerðar var því 58,5 mínútur. Magn notaðs deyfilyfs var nokkuð breytilegt. Eins og sjá má á mynd 4, minnkar magnið með hækkandi aldri. Þó virðast aldurshóparnir 15-29 og 30-44, þurfa svipað magn. Fróðlegt hefði verið að sjá magnið með hliðsjón af þyngd eða flatarmáli sjúklinganna, en þær tölur liggja ekki fyrir. Alls féll blóðþrýstingur 523 sjúklinga (74%). Á mynd 5 má sjá samanburð á meðalblóðþrýstingsfalli milli aldursflokka. Greinilegt er að blóðþrýstingur eldri aldursflokkanna fellur meira en þeirra sem yngri eru, en þó er ekki marktækur munur á meðalblóðþrýstingsfalli þriggja yngstu hópanna. Svipaða sögu er að segja um falltíðnina, sem virðist breytast við sömu aldursmörk. (Sjá mynd 6). Samanburður milli hópa fyrir ofan og neðan þetta bil er ekki marktækur miðað við 5% hámarkslíkindi. Með öðrum orðum bæði falltíðni og meðalblóðþrýstingsfall við hryggdeyfingar virðist aukast til muna eftir 44 ára aldurinn. Meðaltími frá lagningu deyfingar að hámarks blóðþrýstingsfalli var 34 mínútur. Eins og fram hefur komið, virðist meðalfall slagþrýstings fara vaxandi með auknum aldri. Þegar litið var á samband milli blóðþrýstings fyrir lagningu deyfingarinnar og blóðþrýstingsfallsins kom fram, að meðal þeirra sem höfðu slagþrýsting 140 mmHg og yfir (N = 149), féll blóðþrýstingur hjá 95%, en hjá 68% þeirra sem höfðu slagþrýsting undir 140 mmHg. Þessi munur er marktækur (P< 0.001). 80% sjúklinganna (N = 559) voru undir 140 mmHg. Áhrif blóðþrýstingslækkandi lyfja á blóðþrýstingsfall eru athuguð sérstaklega og má sjá útkomuna í töflu II. Samtals notuðu 78 sjúklingar blóðþrýstingslækkandi lyf og þar af féll blóðþrýstingur 66 sjúklinga við deyfinguna (84%), en af heildinni féll blóðþrýstingur 74% sjúklinga. Af þessum 66 sjúklingum fengu 27% efedrin, en aðeins 16% þeirra sem urðu fyrir blóðþrýstingsfalli og notuðu engin blóðþrýstingslækkandi lyf. Blóðþrýstingur féll meðal 72,5% þeirra sem engin lyf notuðu. Ekki er að finna marktækan mun á tíðni blóðþrýstingsfalls sjúklinga sem notuðu eingöngu þ-blokka eða eingöngu »önnur blóðþrýstingslækkandi lyf«, annars vegar og þeirra sem engin lyf notuðu, en hins vegar marktækur munur á milli þeirra sem engin lyf notuðu og þeirra sem notuðu þ-blokka ásamt »öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum« (P< 0.025). Með »öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum« er átt við önnur lyf sem valda lækkun blóðþrýstings, s.s. æðavíkkandi lyf, þvagræsilyf o.s.frv. Þegar hins vegar meðalblóðþrýstingsfallið er borið saman milli hópanna, kemur í ljós að notkun blóðþrýstingslækkandi lyfja almennt eykur hættu á umtalsverðu blóðþrýstingsfalli, en ekki virðist skipta máli hvaða lyf eru notuð. M.ö.o. má búast við meira blóðþrýstingsfalli hjá þeim sjúklingum sem neyta blóðþrýstingslækkandi lyfja en þeim sem engra slíkra lyfja neyta, en mestar líkur á blóðþrýstingsfalli meðal þeirra sem nota saman Tafla I. Hryggdeyfingar á árunum 1984-5. Skipting eftir kyni og aldurshópum, 33% karlar, 67% konur. Aldur Karlar Konur Alls °7o 0-14 ................... 4 4 8 1,1 15-29 ................. 72 126 198 27,9 30-44 ................. 55 140 195 27,5 45-59 ................. 49 122 171 24,1 60-74 ................. 43 63 106 15,0 75+..................... 9 21 30 4,3 Samtals 232 476 708 99,9 Tafla II. Áhrif töku blóðþrýstingslœkkandi lyfja á blóðþrýstingsfall við hryggdeyfingar. Allir aldurshópar. Hópar N Fjöldi fellur % Meðal- fall Staðal- frávik Efe- drin % A: Engin lyf 632 457 72,5 22,7 13,44 74 (16) B: p- blokkar 28 22 78,6 36,6 27,66 7 (31) C: p- blokkar + 24 23 95,8 33,3 24,93 5 (22) D: Önnur lyf 26 21 80,7 36,7 20,08 6 (28) Staðtölulega marktækur munur (p<0.05), reyndist vera á milli eftirtalinna hópa: a) Falltíðni: A og C; b) Meðalfall: A og B, A og C og A og D. Ekki var marktækur munur á milli hópa B, C og D innbyrðis. Blóðþrýstingur er mældur i mmHg. (þ-blokkar + = þ-blokkar ásamt öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum (hópur C)).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.