Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 63

Læknablaðið - 15.09.1988, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 299-302 299 Birna Þórðardóttir EINKAVÆÐING STRÍÐIR GEGN GRUNDVALLARHUGMYNDUM UM JAFNAN RÉTT TIL HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Rætt við Torbjörn Mork Síðustu misserin hafa islenskir læknar sótt í síauknum mæli til Noregs til að ljúka framhaldsnámi. Okkur þótti því forvitnilegt að rabba við Torbjörn Mork helsedirektör i Noregi, en færi gafst til þess í apríl síðastliðnum á ráðstefnu er landlæknaembætti Norðurlandanna héldu í Bergen um samskipti heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga. Árið 1977 birtist í Læknablaðinu viðtal við Mork, sem þá hafði nýlega tekið við starfi sem helsedirektör. Hverjar eru helstu breytingar í heilbrigðiskerfinu frá 1977, t.d. varðandi hlutdeild fylkjanna í kostnaði við heilbrigðisþj ónustu? T.M.: Framundir 1980 var sá háttur á rekstri heilbrigðisþjónustunnar, að fylkin fengu greiðslu frá ríkinu. Upphæðin sem hvert fylki fékk fór eftir fólksfjölda án tillits til heilsufars íbúanna. Upphæðin var t.d. óháð því hve stór hluti íbúa var fatlaður eða hve langt var í næsta sjúkrahús. Frá 1980 varð sú breyting á, að framlag úr rikissjóði skal mæta 50% útgjalda en 50% sjá fylkin um að greiða. Fylkin hafa skattheimtu á sínum vegum til að mæta þessum og öðrum útgjöldum. Ríkisvaldið hefur hönd í bagga með stjórnun að því leyti að ríkið verður að samþykkja ákvarðanir sem fylkisstjórn tekur, t.d. varðandi staðsetningu og stærð sjúkrahúsa. Þann 1. janúar 1984 gengu í gildi ný lög um heilsugæslu í sveitarfélögunum. Þá varð t.d. sú breyting á að héraðslæknar eru ráðnir af sveitarfélögunum en voru áður ráðnir af ríkinu. Frá 1. janúar 1988 eru hjúkrunarheimili hluti af heilsugæslukerfi sveitarfélaganna og rekin af þeim en voru áður rekin af fylkjunum. Þróunin innan heilbrigðiskerfisins síðustu árin hefur þannig verið í átt til valddreifingar og eykst hún stöðugt. Ríkið tekur minni þátt en áður í stjórnun og fyrst og fremst í tengslum við eigin fjárframlög. Fagleg stjórnun er á vegum Helsedirektoratet. LÆKNASKORTUR Lbl.: Fyrir 11 árum ræddir þú um offjölgun lækna. Eru of margir lœknar í Noregi? T.M.: Spá okkar á þeim tíma hefur reynst röng. Nú vantar lækna og hjúkrunarfræðinga. Forsendur hafa breyst mikið, þar má einkum nefna eftirfarandi: - Vinnutími allra, þar með talið lækna, hefur styst, enda til komin ellefu stunda lögbundin hvíld á hverjum sólarhring. - Áður unnu læknar lengur framá efri ár en aðrir, en hætta nú störfum á svipuðum aldri og aðrir. - Vinnueftirlit hefur aukist mikið og læknar taka sívaxandi þátt í því starfi. - Stöðum hefur fjölgað meira en áætlað var, bæði á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. - Auknar kröfur eru gerðar um heilbrigðisþjónustu. - Þjóðin eldist og aldraðir þarfnast meiri umönnunar fagfólks. - Læknisfræðilegri þekkingu hefur fleygt fram, þannig að nú er unnt að meðhöndla ýmsa sjúkdóma sem ekki var hægt að fást við áður. Þar má nefna t.d. hjartauppskurði og ísetningu liða. Lbl.: Hvernig skipulag er á því hvar lœknar hefja störf? T.M.: Árið 1978 gengu í gildi ný lög þar að lútandi, »EtabIeringsloven«. Var þeim ætlað að tryggja læknisþjónustu á þeim svæðum sem erfiðast er að manna. Þessi lög voru afnumin 1984 þegar sett voru Iög um nýjar heilsugæslumiðstöðvar sem eru á ábyrgð sveitarfélaganna og skulu tengjast sjúkrahúsum á hverjum stað. í Norður-Noregi vantar bæði lækna og hjúkrunarfólk. Það er meðal annars ástæða þess að nú liggur fyrir Stórþinginu þingsályktunartillaga þess efnis, að næstu tvö

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.