Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 65

Læknablaðið - 15.09.1988, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 301 Torbjörn Mork. bæði er um fastráðningar að ræða og einkastofur. Sveitarfélögin ráða lækna en hafa einnig samninga við lækna á einkastofum og kaupa þjónustu af þeim. Að stærstum hluta eru læknar samningsbundnir sveitarfélögunum. Tekjur þeirra skiptast þannig að sveitarfélögin greiða 40% allra útgjalda þar með talinn kostnað vegna aðstoðarfólks. Almannatryggingar greiða 25% og fer það eftir unnum verkum. í hlut sjúklings kemur að greiða 35%. Sérfræðingar sem ekki eru samningsbundnir fá 25% greitt frá tryggingunum og sama gildir fyrir sérfræðinga á einkastofnunum eins og Ringcentret, hin 75% koma í hlut sjúklings. Sjúklingar geta ekki tryggt sig með því að kaupa tryggingar hjá einkatryggingafyrirtækjum, en hins vegar hafa fyrirtæki gert samkomulag við einkatryggingafyrirtæki vegna starfsfólks. Einkavæðingin hefur haft lítil áhrif og fyrri áætlunum stjórnvalda um aukningu hennar hefur verið ýtt til hliðar. Almennt er litið á þessa tilraun sem mistök. Flestar einkastofnanirnar hafa farið á hausinn og Ringcentret hefur átt við fjárhagsvandræði að stríða. Þegar á heildina er litið hefur einkavæðingin ekki hafa nein afgerandi áhrif innan norska heilbrigðiskerfisins. AUKIÐ VINNUEFTIRLIT Lbl.: Þú nefndir vinnueftirlit áðan. T.M.: Já, það hefur aukist mikið. Vinnuverndarlögin gera ráð fyrir tvenns konar fyrirkomulagi á vinnueftirliti: Fyrirtæki þar sem starfsfólk býr við heilsufarslega áhættuþætti eru skyldug að bjóða læknisþjónustu á vinnustað, önnur geta ráðið því sjálf. Mörg stórfyrirtæki hafa ráðið lækna og hjúkrunarfólk, minni fyrirtæki hafa aftur samvinnu sín á milli um að kaupa þessa þjónustu og lítil fyrirtæki, t.d. við sjávarsíðuna í norðurhluta landsins, kaupa þjónustuna frá sveitarfélögunum. Vinnueftirlit er skipulagt í samráði við Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. Vinnueftirlit er frádráttarbært til skatts hjá fyrirtækjum, þannig að af hagkvæmnisástæðum borgar sig að skipuleggja það á vinnustað. Þótt skipulegt vinnueftirlit sé í góðu lagi á mjög mörgum vinnustöðum, þá er víða pottur brotinn og fyrst og fremst í frumatvinnugreinunum - fiskvinnslu og landbúnaði. Það verður ekki leyst nema með opinberum afskiptum og nauðsynlegt að sveitarfélögin komi þar til aðstoðar. Lbl.: Hefur einhver umrœða verið í gangi um fóstureyðingar og breytingar á gildandi lögum? T.M.: Þar eru engar breytingar fyrirhugaðar. Lögin eru þannig að konur hafa sjálfsákvörðunarrétt til fóstureyðinga upp að 12 vikna meðgöngu. Kristilegi þjóðarflokkurinn

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.