Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 66

Læknablaðið - 15.09.1988, Page 66
302 LÆKNABLAÐIÐ hefur viljað breytingu á lögunum en í raun er það lítill kristinn hópur sem hefur beitt sér í málinu. Einstaklingar úr honum hafa gripið til opinberra aðgerða, ráðist inn á sjúkrahús þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar, sungið sálma og fleira ámóta. En þessar aðgerðir hafa borið meiri keim af fjölmiðlafári en að þær muni leiða til breytinga. Lbl.: Hvernig gengur að fá sérfrœðinga til vinnu úti á landsbyggðinni? T.M.: Það gengur ekki eins vel og æskilegt væri. Sérfræðinga vantar á mörg sjúkrahús úti á landi og er verið að reyna að leysa það núna. í Finnmörk hefur verið gert sérstakt átak og gengið vel. Þar hafa t.d. barnadeildir sjúkrahúsa tekið ábyrgð á barnaheilsugæslu á viðkomandi svæði og verið í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar og hjúkrunarfræðinga. Þetta hefur gefist mjög vel, má þar sérstaklega nefna varðandi fötluð börn. Lbl.: í viðtalinu við Lœknablaðið 1977 kom fram að miklar vonir voru bundnar við kennsluhœtti sem þá höfðu verið teknir upp í Tromsö, en þar stunda lceknanemar sjúklinga frá fyrstu námstíð undir handleiðslu héraðslækna. Hefur þróunin orðið jafn góð og við var búist? T.M.: Tromsötilraunin heldur áfram. Klínísk kennsla fer fram bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Annars staðar hafa læknanemar farið á heilsugæslustöðvar en ekki byrjað strax að sinna sjúklingum. Fleiri skólar hafa sýnt því áhuga að ganga út frá svipaðri hugmyndafræði og byggt er á í Tromsö. Lbl.: Hve margir útskrifast árlega úr lœknadeildum í Noregi? T.M.: Um 350. Áður voru margir norskir læknar við störf erlendis, sérstaklega í Þýskalandi og Hollandi, en þeim hefur fækkað og eru nú innan við 50. Lbl.: íslenskum lœknum sem stunda framhaldsnám í Noregi hefur fjölgað mjög að undanförnu, veistu skýringu á því? T.M.: Skýringar hlýtur að vera að leita á íslandi. íslenskum læknum hefur staðið til boða að koma til Noregs og engin breyting orðið á því. RAUNSÆRRA SJÁLFSMAT Lbl.: í viðtalinu 1977 sagðir þú að litu læknar á sig sem almáttuga lausnara allra vandamála færi illa, er svo í dag? T.M.: Margt hefur farið á verri veg en skyldi. Viðvaranir mínar og annarra voru ekki að ástæðulausu. Ég setti málin svona fram vegna tilhneigingar til að stofnanagera heilbrigðisþjónustu og lækna. Oft setja læknar sig í þau spor að geta leyst öll vandamál eins og prestar eða algóður faðir. Fjölmiðlar eiga einnig sinn þátt í þessu. Mannleg vandamál er sett þannig fram að hægt sé að leysa þau svipað og um gamlan bil væri að ræða. Kröfur eru settar fram um það að hægt sé að kaupa sér heilbrigði eins og hvað annað á markaðnum. Heilsugæsla er ekki álitin á ábyrgð einstaklinganna heldur stofnana. Hægt sé að kaupa nýtt í stað þess sem orðið er gamalt og þreytt. Þetta leiðir til vonbrigða bæði hjá sjúklingum og heilbrigðisstarfsfólki vegna þess að gefnar eru vonir sem ekki er nokkur leið að uppfylla. Síðustu árin hefur orðið ákveðin breyting í þá átt að fólk er farið að taka meiri ábyrgð á eigin heilbrigði og álítur sig þurfa að taka virkan þátt í verndun hennar. Þetta er spor í rétta átt. Samhliða þessu hefur orðið sú breyting, að raunsærra mat er lagt á heilbrigðisþjónustuna, hvaða kröfur hægt er að setja fram og hvers má vænta af henni. Læknar hafa einnig fengið réttari sjálfsmynd. Þeir eru ekki guðsímynd á jörðu, enda er erfitt að uppfylla það hlutverk.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.