Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 20

Læknablaðið - 15.11.1989, Page 20
344 LÆKNABLAÐIÐ Geödeildir Aörar deildir Mynd 1. Súluritið sýnir hvaöa meöferð gaf bestan á- rangur aö mati sjúklinga og aöstandenda. Fjöldi sjúklinga og aöstandenda | Sjúklingar || Aöstandendur Mynd 2. Skoöun sjúklinga og aöstandenda þeirra á meöferð. Tafla I. Mat sjúklinga á gagnsemi innlagnar. Telur þú þig hafa haft gagn af innlögninni? Geödeildir Aörar deildir MikiÖ........................... 11 23 Eitthvert....................... 22 13 Ekkert........................... 4 - Samtals......................... 37 40 Þrír sjúklingar á geödeildum og fjórir á öörum deildum svöruöu ekki. (rannsóknir, greiningu, meðferð, eftirmeðferð og horfur)? NIÐURSTÖÐUR Á mynd 1 eru lyf og aðgerðir lækna talin sér. Með samtalsmeðferð er átt við meðferð lækna eða annars fagfólks. Með hjúkrun er átt við bæði almenna hjúkrun og geðhjúkrun. Með annarri meðferð er átt við sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Myndin sýnir að aðeins 16 sjúklingar (43,2%) á geðdeildum en næstum helmingi fleiri eða 28 sjúklingar (77,7%) á öðrum deildum töldu að lyf og aðgerðir lækna gæfu bestan árangur (p<0,02). Svipaða afstöðu höfðu aðstandendur sjúklinga á geðdeildum, en nokkuð færri, eða 23 aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum. Fleiri sjúklingar á geðdeildum, eða 7 á móti 4, töldu hjúkrun gefa bestan árangur. Fleiri aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum, eða 12 á móti 8 töldu almenna hjúkrun gefa bestan árangur. Tveir sjúklingar á geðdeildum fengu raflostsmeðferð og töldu hana gefa bestan árangur. Aðstandendur þeirra voru sama sinnis. Þrjátíu og tveir sjúklingar (86.5%) á geðdeildum og 35 (97,2%) á öðrum deildum töldu að ekki næðist betri árangur með annarri meðferð en þeir fengu (p>0,10). Aðstandendur voru sammála eða 31 aðstandandi sjúklinga á geðdeildum og 36 aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum. Aðrir vildu önnur lyf eða aðgerðir, eða höfðu enga skoðun á meðferð. Flestir sjúklinganna fengu lyfjameðferð, 33 á geðdeildum og 34 á öðrum deildum. Af þeim töldu jafn margir eða 10 sjúklingar á geðdeildum og á öðrum deildum að lyfin hefðu neikvæð áhrif. Mynd 2 sýnir að 28 sjúklingar (75,7%) á geðdeildum og 35 sjúklingar (94,4%) á öðrum deildum voru sáttir við þá meðferð sem þeir fengu (p<0,01), en 34 aðstandendur sjúklinga á geðdeildum og 37 á öðrum deildum. Tafla I sýnir að allir nema fjórir sjúklingar á geðdeildum töldu sig hafa haft mikið eða eitthvert gagn af innlögninni. Sjúklingar á öðrum deildum kváðu sterkar að orði um gagnsemi innlagnar. Við spumingunni um bót töldu aðstandendur sjúklinga á geðdeildum að einn sjúklingur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.