Læknablaðið - 15.05.1991, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ
171
RÁÐSTEFNA UM RANNSÓKNIR
í LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
haldin í Odda föstudaginn 2. og laugardaginn
3. nóvember 1990
RANNSÓKNIR Á BOÐEFNUM OG I’ROSKUN f
ÚTTAUGAKERFINU
Höfundar: Kristján R. Jessen, Rhona Mirsky. Department
of Anatomy and Developmental Biology, University
College London, Gower Street, London WCE 6BT,
England
A) Starfi meltingarvegar er stjómað af flóknu kerfi
taugafrumna (tauganet Auerbach og Meissner). Þetta
kerfi liggur falið í vegg meltingarvegarins sjálfs og
er margt enn á huldu um lykilatriði í starfsemi þess.
Við höfum lýst áður óþekktum þætti þessa stjómkerfis,
það er að segja kerfi taugafrumna sem nota boðefnið
GABA (gamma aminobutyric acid). Slíkum fmmum
hefur áður verið lýst í heila og mænu og er GABA eitt
af mikilvægustu boðefnum miðtaugakerfisins. GABAergar
fmmur hafa nú fundist í meltingarveginum endilöngum
og mynda þær þétt net síma, sem liggja einkum til
meginvöðvalagsins, hringvöðvans, sem sér um flutning
fæðu og fæðuúrgangs frá maga til endaþarms. GABAergar
fmmur virðast hafa miklivægu hlutverki að gegna í
stjómun þessa flutnings. Þetta starf vinna þær á óbeinan
hátt, það er að segja þær ráða biðefnalosun frá þeim
fmmum (einkum cholinergum fmmum) sem stjóma
hreyfingarástandi hringvöðvalagsins milliliðalaust.
B) Allir símar úttauga em umluktir Schwann frumum og
er eðlilegur flutningur rafboða um taugar háður þessum
fmmum. Sumar þeirra mynda fituslíður (myelin) um digra
síma en aðrar umlykja granna síma í opnum rennum í
yfirborði sínu. Við höfum kannað þroskaferil þessara
frumna og þá þætti sem ráða sérhæfingu þeirra og starfi
í fullþroskaðri taug. I ljós hefur komið meðal annars
að Schwann frumur þroskast frá forfmmum, sem em til
staðar í taugum snemma á fósturskeiði og eru um margt
ólíkar Schwann frumum.
Myndun Schwann fmmna frá forfmmum gerist ekki
samkvæmt forriti byggðu í frumumar sjálfar heldur
er stjómað af þáttum í umhverfi fmmnanna. Frekari
þroskun Schwann fmmna og myndun fituslíðurs má síðan
lýsa sem röð breytinga í sameindatjáningu, og má nota
þessar upplýsingar til greiningar á stjóm þessa ferils.
Mikilvægasti stjómþátturinn em símar taugarinnar, þar
sem boð frá símum til Schwann fmmna ráða flestum
mikilvægustu þroskaskrefunum. Slfk boð eru einnig
nauðsynleg til viðhalds fituslíðra í fullþroskaðri taug.
Bæði þroskun og starfhæfni úttauga byggjast því á
þessum boðskiptum milli síma og Schwann fmmna.
Líklegt er að boðunum sé miðlað að miklum hluta
með hækkun hringaðs AMP í frymi Schwann fmmna,
og að samspil milli hringaðs AMP og stjómunar
á frumuskiptingartíðni sé lykilatriði í tímasetningu
Schwannfmmuþroskunar.
ELISA GREINING Á MÓTEFNUM GEGN
KJARNAÞÁTTUM
Höfundar: Arni J. Geirsson, Erla B. Gunnarsdóttir, Helgi
Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði,
Landspítalanum
Inngangur: Rafdráttarfellipróf sem notað er til að greina
mótefni gegn kjamaþáttum (RNP, Sm, SSA, SSB, Scl),
skortir líklega næmi, og falskt neikvæðar niðurstöður því
algengar. ELISA tækni er mun næmari til að greina og
mæla mótefni, heldur en fellipróf. Þess vegna er verið að
gera samanburð á næmi og sértækni þessara aðferða til
að greina þá sjálfsofnæmissjúkdóma sem sérkennast af
mótefnum gegn margvíslegum þáttum frumukjama.
Markmið og aðferðir: Athuguð hafa verið 2112
semmsýni, sem komu til ANA greiningar fyrstu níu
mánuði þessa árs. Jafnframt er fyrirhugað að ELISA
- mæla RNP mótefni, auk ofangreindra mótefna, í
sýnum sem em ANA jákvæð, en neikvæð í ENA
felliprófum. Þau 125 sýni sem reyndust jákvæð bæði í
ANA flúrskinsprófi og ENA felliskimprófi voru rannsökuð
nánar. Rannsóknin felst í samanburði á næmi felliprófa og
ELISA tækni til að greina mótefni gegn kjamaþáttunum
Sm, SSA, SSB og Scl. Efri viðmiðunarmörk (1%) voru
ákvörðuð fyrir hvert mótefni með ELISA mælingum á
sýnum úr 113-144 heilbrigðum einstaklingum.
Niðurstöður: 1. Einungis 53 (42.4%) sýnanna
reyndust jákvæð í ELISA fyrir eitt eða fleiri af þeim
kjamamótefnum sem leitað var að. Líklegt er að ELISA
neikvæðu sýnin séu með mótefni gegn RNP eða öðmm
kjamaþáttum, sem ekki hafa ennþá verið skilgreindir. 2.
Þau sýni sem höfðu greinst jákvæð í felliprófum gegn
einhverjum áðumefndra kjamaþátta, mældust yfirleitt lang
hæst í ELISA. Allmörg sýni hafa nú þegar fundist, sem
hafa hækkuð mótefni gegn einum eða fleiri kjamaþáttum
í ELISA, þótt þau hafi greinst neikvæð í tilsvarandi
felliprófi. 3. Ekki hefur með vissu ennþá fundist neitt
sýni sem er jákvætt í felliprófi en neikvætt í ELISA fyrir
mótefnum gegn einstökum kjamaþáttum.
Ályktun: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til
þess að ELISA tækni sé næmari en fellipróf til að greina
mótefni gegn kjamaþáttum. Klínískt mat á sjúklingum