Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 7

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 173 VÍXLBINDING EINSTOFNA MÓTEFNA VIÐ SAMEINDIR í STREPTÓKOKKUM OG HÚÐ Höfundar: Ingileif Jónsdóttir, Ingibjörg H. Halldórsdóttir, Karl Kristinsson, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, sýkladeild Landspítalans Sýkingar af völdum /3-hemolýtískra streptókokka geta komið af stað sjálfsofnæmissjúkdómum, sem taldir eru orsakast af víxlverkandi (cross-reactive) ónæmisviðbrögðum. Mögulegt er að sameindaskyldleiki milli streptókokka og húðar orsaki á sama hátt sóraútbrot sem koma í kjölfar streptókokkasýkinga. Framleidd voru einstofna mótefni gegn streptókokkum af flokki A, og reyndust 10/39 bindast heilbrigðri húð. Fjögur þessara mótefna (IEl, IIFl, IF3 og IC4) bundust keratíni og aktíni, þrátt fyrir að þau sýndu mismunandi litunarmynstur á húð. Tvö (IC2 og IB2) bundust engri þeirra sameinda sem prófaðar voru: keratíni, myósíni, aktíni, kollageni og DNA. M-prótín streptókokka hafa líka þrívíddarbyggingu og keratín og myósín. Mótefnin fjögur sem bundust keratíni og aktíni bundust fyrst og fremst streptókokkum af flokkum A, G og C. Hin tvö mótefnin (IC2 og IB2) bundust streptókokkum af flokkum A og G en ekki flokkum C og B. IC2 og IB2 bundust sameindum sem hverfa ef streptókokkamir eru meðhöndlaðir með trypsíni, sem fjarlægir M-prótín. Hugsanlegt er að ónæmisvirkni gegn M-prótínum beinist einnig gegn keratíni og valdi þar með sóraútbrotum. SAMANBURÐUR Á VÆGI MISMUNDANDI ÁHÆTTUPÁTTA KRANSÆÐASJÚKDÓMS MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA - NIÐURSTÖÐUR ÚR RANNSÓKN HJARTAVERNDAR Höfundar: Guðmundur Þorgeirsson, Davíð Davíðsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon. Rannsóknarstöð Hjartavemdar, lyflækningadeild og rannsóknastofa í meinefnafræði, Landspítala Faraldsfræðilegar rannsóknir undangenginna áratuga hafa aflað ítarlegrar vitneskju um helstu áhættuþætti kransæðasjúkdóms meðal karla. Miklu minna er vitað um hlutverk hinna ýmsu áhættuþátta meðal kvenna og sumar rannsóknir hafa bent til þes að allt aðrir áhættuþættir skipti máli fyrir kransæðasjúdkóm kvenna og karla. f rannsókn Hjartavemdar liggja fyrir upplýsingar um afdrif 8001 karls og 8468 kvenna sem hafa komið að minnsta kosti einu sinni til skoðunar og hafði í árslok 1985 verið fylgt í 3-17 ár. Þá höfðu 1140 (14.2%) karlanna og 537 (6.3%) kvennanna látist. Skipting dánarorsaka var mjög ólík meðal kynjanna. Þannig stöfuðu 43% dauðsfalla meðal karla af kransæðasjúkdómi, 27% af illkynja sjúkdómum og 7% af heilablóðfalli. Illkynja sjúkdómur var algengust dánarorsök meðal kvenna (42.3%), kransæðasjúkdómur var orsök 19.4% dauðsfalla og 6.9% stöfuðu af heilablóðfalli. Sjálfstætt vægi hinna ýmsu áhættuþátta var metið með tölfræðilegri fjölþáttagreiningu Cox. Áldur, kólesteról í blóði, reykingar, þríglyceríðar í blóði og blóðþrýstingur í slagbili vom allt tölfræðilega marktækir, sjálfstæðir áhættuþættir þess að deyja úr kransæðasjúkdómi. Hins vegar vom hvorki sykurþol, hlutfall líkamsþunga og líkamshæðar, né fyrri saga um reykingar sjálfstæðir áhættuþættir kransæðadauða. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þes að helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms séu hinir sömu meðal íslenskra kvenna og karla. Hins vegar eru dánarlíkur kvenna úr kransæðasjúkdómi næstum fimmfalt lægri en dánarlíkur karla og því er áhættan sem tengist hverjum áhættuþætti mun lægri meðal kvenna en karla. BLÓÐFLÆÐIMÆLINGAR í BÖRNUM MEÐ MEÐFÆDDAN HJARTASJÚKDÓM: Samanburöur á niðurstöðum Doppler ómunar og hjartaþræðingar Höfundar: Hróðmar Helgason, Kristján Eyjólfsson, Einar Jónmundsson. Bamaspítali Hringsins Landspítalanum, lyflækningadeild Landspítalans, röntgendeild Landspítalans Frá því í maí 1988 hafa öll böm sem hafa gengist undir hjartaþræðingu vegna samveitu í hjarta (intracardiac shunts) atrial septal defect (ASD n=9), ventricular septal defect (VSD n=6) og partial anomalous pulmonary venous connection (PAPVC n=l), einnig verið ómskoðuð og mælt hversu mikið blóð fer um gaflann til lungna. Með ómun var útfall frá hægri slegli (EQp) mælt þannig að meðalhraði blóðsins í systólu og þverskurðarflatarmál æðarinnar margfaldað með hjartsláttarhraða gaf EQp. Á sama hátt var útfall frá vinstri slegli mælt (EQs). Ómunin var framkvæmd frá einum til 12 dögum fyrir hjartaþræðingu. I hjartaþræðingu var súrefnismettun mæld og mæligildi frá vena cava superior, lungnaslagæð og vinstri atrium notuð til útreikninga á útfalli hjartans frá hægri (CQp) og vinstri (CQs) sleglum samkvæmt aðferð Ficks. Niðurstöður þessara tveggja rannsóknarferða voru svo bomar saman með því að nota »linear regression« og F-test. EQp og CQp gaf línuna y.892x + 1.004, R=0.84, (p=0.0001). EQs og CQs gaf línuna y.75x + 0.825, R=0.76 (p=0.0005). Þegar hlutfallið á milli EQp/EQs var borið saman við CQp/CQs fékkst línan y=826x + .425, R=0.82 (p=0.0001). Við ályktum að notkun Doppler ómunar gefi áreiðanlegar upplýsingar um blóðflæði um op á milli hólfa og geti í mörgum tilvikum komið í stað hjartaþræðingar er þörf á aðgerð er metin. MEÐFÆDDIR HJARTAGALLAR f BÖRNUM Á ÍSLANDI 1985-1989 Höfundar: Gunnlaugur Sigfússon, Hróðmar Helgason, Víkingur H. Amórsson. Bamaspítali Hringsins, Landspítala Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga fjölda bama sem fæðast á íslandi með alvarlegar missmíð á hjarta. Undan voru skildir fyrirburar fæddir með opna fósturæð. Rannsóknin náði til fimm ára, 1985-1989 og allra lifandi fæddra bama á landinu. Á ámnum 1985-89, greindust 95 böm með meiriháttar hjartagalla, 0.5% af lifandi fæddum bömum eða að meðaltali 19 böm á ári. Drengir vom 55 en stúlkur 41 (1.3:1). Skipting gallanna var eftirfarandi: ventricular septal defect, 22 sjúklingar (sj.), atrial septal defect 21 sj., patent ductus arteriosus 12 sj., samsettur flókinn hjartagalli (SFH) 9 sj„ tetralogy of fallot 7 sj„ coarctation of aorta 4 sj„ transposition of great arteries 4 sj„ hypoplastic left heart syndrome (HLHS) 5 sj„ aorta stenosis 5 sj„ pulmonal stenosis 1 sj„ common atrio- ventricular canal defect 3 sj„ total anomalous pulmonary vein connection 1 sj. Ellefu böm vom auk hjartagallans með litningagalla, þar af níu með trisomy 21 og auk þess vom 11 böm

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.