Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ
175
Inngangur: Scleroderma er sjaldséður sjúkdómur. Auðvelt
er því að rannsaka sjúkdóminn á íslandi. Útbreiðsla,
klínísk og ónæmisfræðileg einkenni sjúkdómsins voru
könnuð.
Aðferðir: Haft var samband við lækna og
heilsugæslustöðvar, sjúkraskrár sjúkrahúsa kannaðar. Allir
sjúklingar með þessa greiningu voru skoðaðir og blóð
dregið.
Niðurstöður: Nýgengi sjúkdómsins er 0.4 á 100.000
íbúa á ári, algengið er 6.4 á 100.000 íbúa. Fimm
sjúklinganna reyndust hafa dreifðan sjúkdóm en hinir
ellefu höfðu takmarkaðar húðbreytingar, á útlimum og í
andliti. Meirihluti sjúklinganna hefur einkenni frá innri
líffærum. Kjamamótefni eru mjög algeng og mótefni gegn
æðaþelsfrumum sjást í helmingi sjúklinga. Undanfarin 10
ár hafa fimm sjúklingar með scleroderma látist.
Alyktun: Scleroderma virðist sjaldséðari á Islandi
en í nágrannalöndunum. Ekki hefur áður verið gerð
kerfisbundin athugun á mótefnum gegn æðaþelsfrumum
í sclerodermasjúklingum. Þýðing þessara mótefna fyrir
þróun þessa sjúkdóms verður könnuð nánar.
ÆÐABÓLGA f FYLGJUVEF SEM ORSÖK
ENDURTEKINNA FÓSTURLÁTA HJÁ KONUM
MEÐ ANTI-CARDIOLIPIN MÓTEFNI
Höfundar: Kristján Erlendsson, Kristján Steinsson, Reynir
T. Geirsson, Jóhann H. Jóhannsson. Lyflækningadeild,
ónæmisfræðideild og kvensjúkdómadeild Landspítalans,
rannsóknastofa Háskólans í meinafræði
Endurtekin fósturlát eru verulegt vandamál hjá konum
með lupus og virðist meðganga oft fara verr heldur en
virkni sjúkdómsins að öðru leyti gæti sagt fyrir um. Þá er
einnig hópur kvenna sem ekki uppfyllir skilmerki lupus
en missir fóstur á svipaðan hátt. Ymislegt bendir til þess
að tilvist anti-cardiolipin mótefna geti hindrað eðlilegan
fósturvöxt sennilega vegna áhrifa á æðarfylgju. Það er
ýmist talið að um sé að ræða æðastíflur (thrombosu)
vegna aukinnar samloðunar blóðflagna, æðabólgur vegna
bólguvaldandi áhrifa mótefna á æðavegg eða afbrigðileg
myndun prostaglandína vegna beinna áhrifa á endothel
frumur.
Við lýsum tveimum meðgöngum tveggja kvenna með lítið
virkan lupus, en anti-cardiolipin mótefni, sem fengu litla
meðferð í fyrri meðgöngu, með óeðlilegum fósturvexti og
fósturdauða. Sýni úr fylgjubeði sýndu miklar vasculitis
breytingar. I seinni meðgöngu beggja þessara kvenna
var meðhöndlað með barksterum og acetylsalicylsýru.
Anticoagulant og anti-cardiolipin mótefni féllu, ekki sáust
æðabreytingar í fylgjubeði og báðar fæddu eðlileg böm.
MAT Á HEILSUFARI SJÚKLINGA MEÐ HÆKKUÐ
MÓTEFNI GEGN GLÍADÍNÞÆTTI GLÚTENS
Höfundar: Hallgrímur Guðjónsson, Jón A. Ámason,
Ingileif Jónsdóttir, Jóna Freysdóttir, Helgi Valdimarsson.
Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði,
lyflækningadeild Landspítalans
Inngangur: Nokkur hluti 200 einstaklinga, sem valdir
vom af handahófi úr þjóðskrá, reyndist hafa mælanlegt
magn IgG og IgA mótefna gegn glíadíni. Ákveðið var
að athuga hvort heilsufar þessara einstaklinga væri að
einhverju leyti afbrigðilegt miðað við þá sem ekki höfðu
mælanleg mótefni í þessu úrtaki.
Aðferðir: Valdir voru 32 einstaklingar úrtaksins sem
höfðu hæstu IgG og/eða IgA glíadínmótefnin, og til
samanburðar 20 sem ekki höfðu mælanleg mótefni
gegn þessu fæðuefni. Heilsufar þessara einstaklinga
var metið blint, með tilliti til glíadínmótefna. Þeir voru
kallaðir til skoðunar, sem fólst í stöðluðum spumingum,
líkamsskoðun, og rannsóknum til að meta næringarástand,
einkum jám- og fólínsýruskort.
Jafnframt vom mælingar á glíadínmótefnum endurteknar.
Af 52 mættu 47 til skoðunar. Af 30, sem höfðu verið
hækkaðir í giíadínmótefnum (m.v. 95% viðmiðunarmörk),
mældust 22 aftur hækkaðir, og allir nema einn voru ennþá
yfir 90% viðmiðunarmörkum. I samanburðarhópnum
mældust allir (17) aftur neikvæðir í glíadínmótefnum.
Einkenni frá meltingarvegi og jámskortur reyndust
mun algengari hjá þeim, sem höfðu há glíadínmótefni.
Af 15 þátttakendum sem höfðu einkenni er talin voru
samrýmanleg við coeliac sjúkdóm reyndust 14 hafa
glíadínmótefni.
Alyktun: Þessar niðurstöður benda til þess að vægt form
af glútenóþoli kunni að vera tiltölulega algengt. Þær
réttlæta áframhaldandi rannsókn á gegndræpi og íferð
ónæmisfmmna í gamaslímhúð.
GIGTARÞÆTTIR OG LÍFSLÍKUR
KRABBAMEINSSJÚKLINGA
Höfundar: Þorbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Helgi
Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði,
lyllækningadeild Landspítalans
Inngangur: Mótefni gegn Fc hluta IgG mótefna finnast
í einhverjum mæli í heilbrigðum einstaklingum og
er talið að þau geti tekið þátt í stýringu eðlilegra
ónæmisviðbragða. Magn þessara mótefna eykst hins vegar
vemlega í flestum sjúklingum með liðagigt (RA) og suma
bandvefssjúkdóma. Þessi mótefni hafa því verið kölluð
gigtarþættir (rheumatoid factors/RF). RF hækkanir hafa
einnig fundist í öðmm sjúkdómum, svo sem krbbameini.
Umdeilt er hvort RF magn getur gefið vísbendingu um
æxlismagn eða horfur hjá krabbameinssjúklingum. eykst
hins vegar vemlega í flestum sjúklingum með liðagigt
(RA) og suma bandvefssjúkdóma. Þessi mótefni hafa
því verið kölluð gigtarþættir (rheumatoid factors/RF).
RF hækkanir hafa einnig fundist í öðrum sjúkdómum,
svo sem krabbameini. Umdeilt er hvort RF magn
getur gefið vísbendingu um æxlismagn eða horfur hjá
krabbameinssjúklingum.
Aðferðir: Aðferðir: Árið 1987 var könnuð tíðni
krabbameins, horfur, afdrif og magn RF flokka hjá
493 einstaklingum, sem þátt tóku í hóprannsóknum
Hjartavemdar 1974-83. RF mælingar voru gerðar á
tveimur blóðsýnum úr hverjum þátttakanda, hið fyrra
tekið 1974-83 og hið síðara 1987.
Niðurstöður: Einstaklingar sem greinst höfðu með
krabbamein og voru á lífi 1987 voru marktækt oftar
með hækkun á RF. Þetta gilti þó ekki um IgA RF. Hins
vegar reyndust einstaklingar með hækkun á IgA RF í
upphaflega blóðsýninu hafa aukna krabbameinsáhættu og
heildardánartíðni. Hækkun á IgM RF tengdist hins vegar
betri lífslíkum.
Umrœða: Verri horfur krabbameinssjúklinga með
IgA RF gætu skýrst af vanhæfni IgA mótefna
til að ræsa komplímentkerfið og drápsfrumur