Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ
179
NOTKUN GEILSAVIRKRA AU-198 KORNA
ÁSAMT YTRI GEISLUN f MEÐFERÐ
ÓSKURÐTÆKRA LUNGNAKRABBAMEINA í
STÓRUM BERK.JUM. FYRSTU NIÐURSTÖÐUR ÚR
SLEMBAÐRI RANNSÓKN
Höfundar: Steinn Jónsson, Sigurður Ámason,
Eysteinn Pétursson, Þorsteinn Blöndal, Magni Jónsson.
Lyflækningadeildir Landakotsspítala, Borgarspítala og
Landspítala
Ytri geislun er hefðbundin meðferð við staðbundnum,
óskurðtækum illkynja æxlum í stórum berkjum. Nýiega
hafa ýmsar aðferðir við staðbundna geislameðferð
verið reynar til að lina þjáningar, en áhrif þeirra á gang
sjúkdómsins og horfur era lftið þekktar. Til að kanna,
hvort bæta megi árangur með notkun Au-198 koma
umfram ytri geislun hófum við slembaða rannsókn, þar
sem sjúklingum er skipt í tvo hópa. Hjá sjúklingum í hópi
A er Au-198 komum komið fyrir í æxlinu í berkjuspeglun
með sérstaklega hannaðri nál, en eftir þriggja vikna
biðtíma er reynt að gefa fullan skammt (60 Gy) af ytri
geisiun. í hópi B er einungis gefinn fullur skammtur af
ytri geislun.
Á tæpum fjóram árum hafa 14 sjúklingar hlotið meðferð,
þar af 11 eftir að slembun hófst. Tíu hafa hlotið meðferð
samkvæmt áætlun hóps A og fjögur samkvæmt áætlun
hóps B. Um er að ræða sjö konur og sjö karla á aldrinum
50-85 ára. Enginn munur er á meðalaldri hópanna né
lífsgæðastuðli (Zubrod index) við upphaf rannsóknar, sem
var 2.5 + 0.3 í A og 2.225 + 0.5 í B. Heildarskammtur
ytri geislunar var einnig að meðaltali svipaður eða 50.4Gy
í hópi A og 55Gy í hópi B.
Af 10 sjúklingum úr hópi A eru tveir á lífi 26 og
fjóram mánuðum eftir upphaf meðferðar, og af fjórum
sjúklingum í hópi B era einnig tveir á lífi 14 og fimm
mánuðum eftir upphaf meðferðar. Miðgildi lífslengdar
fyrir alla sjúklinga í hópi A er 38 vikur og 22 vikur fyrir
hóp B. Staðtölulegur samanburður á lífslengd er ekki
marktækur. Þegar borin var saman lengd sjúkrahúsdvalar
hjá hópunum tveim kom í ljós að meðallegutími á spítala
sem hlutfall af heildarlífsiengd var mun minni hjá hópi A
18.5 + 5.8, en B 59.2 + 15.4 (p=0.0093).
Þessar fyrstu niðurstöður benda til að meðferð með Au-
198 komum ásamt ytri geislun leiði mögulega til lengra
lífs og meiri lífsgæða meðal sjúklinga með staðbundin
óskurðtæk lungnakrabbamein í stóram berkjum heldur en
ytri geislun eingöngu.
CARSINOMA BASOCELLULARE Á AUGNLOKUM
Höfundar: Bjarni A. Agnarsson, Haraldur
Sigurðsson. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði,
augnlækningadeild Landakotsspítala
Athuguð vora öll tilfelli af carcinoma basocellulare
á augnlokum, sem greinst hafa á Islandi á áranum
1965-1990 samkvæmt Krabbameinsskrá og skýrslum
rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Alls greindust
á tímabilinu 106 tilfelli. Athuguð var tíðni greininga eftir
áram, staðsetning á augnlokum, undirflokkun æxlisgerðar
og tíðni endurkomu æxlis (recidiv). Athugað var hversu
rækileg upphafleg skurðaðgerð hafði verið, það er
aðgerðunum var skipt í 1) aðgerðir þar sem æxlisvöxtur
var f skurðbrún (intralesional aðgerð), 2) aðgerðir þar
sem æxlið var að fullu brottnumið án þess að nokkur
eðlilegur aðlægur vefur væri fjarlægður (marginal aðgerð)
og 3) aðgerðir þar sem æxlið var brottnumið ásamt með
aðlægum eðlilegum vef (radical aðgerð).
Tíðni endurkomu æxlis eftir intralesional aðgerð var
39%, eftir marginal aðgerð 9.5% og eftir radical aðgerð
2%. Þessar niðurstöður benda til þess að oftast dugi
marginal aðgerð við þessa gerð æxlis á augnlokum og því
sé endurtekin aðgerð yfirleitt óþörf, þó með því skilyrði
að fylgst sé með sjúklingi. Þessar niðurstöður geta skipt
veralegu máli þar sem æskilegt er að sem allra minnst
af eðlilgum vef sé fjarlægt við aðgerðir á augnlokum.
Auk þessa skiptir máli að hugtök sem notuð eru varðandi
lýsingu á skurðbrúnum æxla séu vel skilgreind til að
auðvelda upplýsingastreymi milli meinafræðinga og
augnlækna og/eða handlækna.
NÝGENGI KRABBAMEINA MEÐAL ÍSLENSKRA
BÆNDA
Höfundar: Hólmfríður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur
Rafnsson. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins
lnngangur: Dánarmeinarannsóknir á íslenskum og
erlendum bændum hafa sýnt, að krabbamein almennt
era fátíðari meðal þeirra en annarra karla. Einstaka
krabbamein eru þó tíðari hjá þeim, einkum illkynja æxli
í eitla- og blóðvef, krabbamein í vörum, húð, maga,
blöðrahálskirtli og taugavef. Markmið þessarar rannsóknar
var að bera nýgengi krabbameina meðal bænda saman við
það, sem er hjá öðrum íslenskum körlum.
Efni og aðferðir: Þetta var aftursýn hóprannsókn. í
rannsóknarhópnum vora 5922 bændur, sem greitt höfðu
í Lífeyrissjóð bænda árin 1977-1983. Með samkeyrslu
við Krabbameinsskrána fundust 225 úr þessum hópi,
sem höfðu fengið krabbamein á tímabilinu 1977-
1987. Reiknað var út staðlað nýgengihlutfall og 90%
öryggismörk.
Niðurstöður: Krabbamein vora færri en búast mátti
við, ef frá vora talin: hvítblæði, Hodgkins sjúkdómur,
eitlasarkmein, krabbamein í vöram, húð og taugavef.
Umrœða: Niðurstöðumar vora í samræmi við það, sem
áður hafði fundist í dánarmeina- og nýgengirannsóknum
meðal bænda. I öðram rannsóknum hefur þó
magakrabbamein verið tíðara meðal bænda en annarra
íslenskra karla. Það kemur ekki fram hér. Tíðni
blóðkrabbameina meðal bænda hefur meðal annars verið
tengd notkun illgresiseyða og skordýraeiturs, en ætla
má að þessi efni séu notuð í minna mæli á Islandi en
erlendis. Temprað úthafsloftslag, nær engin komrækt
og blönduð bú einkenna starfsumhverfi íslenskra bænda.
Niðurstöðumar vekja nýjar spumingar. Er eitthvað í
lífsháttum bænda, sem skýrir langlífi þeirra og fátíðni
flestra krabbameina hjá þeim?
SKURÐAÐGERÐIR VIÐ KRABBAMEINI í MAGA
Höfundar: Gauti Arnþórsson, Helgi Sigvaldason, Þorgeir
Þorgeirsson. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Það er álitamál, hvert skuli umfang skurðaðgerða við
krabbameinum. Þótt fiestir muni sammála um nauðsyn
þess að taka æxlið sjálft með hæfilegum jaðri, hafa
menn verið ósammála um gagnsemi þess að nema brott
aðlæga eitla. Svo hefur verið um skurðaðgerðir við
magakrabbameini til skamms tíma.