Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 20

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 20
182 LÆKNABLAÐIÐ Visna og mæði eru hæggengir veirusjúkdómar sem gengu 1 íslensku sauðfé á árunum 1935-1965. Visna er sýking í miðtaugakerfi en mæði er lungnabólga. Sama veiran er talin valda báðum þessum sjúkdómum. Bæði faraldsfræðilegar athuganir og sýkingartilraunir benda til þess að munur sé á vefjasækni veirustofna, þannig séu sumar veirur líklegri til að valda visnu en aðrar, og á sama hátt valdi aðrar veirur frekar mæði. Einnig hafa verið einangraðir visnustofnar sem valda bráðari skemmdum en aðrir. Okkur þótti forvitnilegt að kanna hve mikill erfðamunur væri á visnu- og mæðiveirum, og hvort hægt væri að finna þann breytileika í erfðaefni sem lægi að baki mismunandi vefjasækni og meinvirkni veirustofna. Erfðaefni úr þesum veirustofnum var klónað og greint með skerðikortlagningu og raðgreiningu. I ljós kom 5-7% munur á basaröð mæðiveira og visnuveira. Við höfum klónað og raðgreint hluta úr env geni veiru sem var einangruð snemma, og borið saman við basaröðina í veiru sem var einangruð eftir níu ára ræktun í kindum, og lagt þannig mat á stökkbreytingartíðnina í þessum veirum. Stökkbreytingatíðnin reyndist um það bil 10-3 basaskipti á núkleotíð á ári, en sú tíðni bendir til þess að visnu- og mæðistofnamir hafi greinst að um það leyti sem þessar veirur bárust til landsins. MEINVIRKT VISNUVEIRU DNA Höfundur: Olafur S. Andrésson. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, Keldum A Keldum hefur verið valinn stofn af visnuveiru (K1772), sem veldur bráðari skemmdum á miðtaugakerfi en áður hefur þekkst. Mjög áhugavert er að greina hvaða breytingar á erfðaefni veirunnar auka getu hennar til að valda heilaskemmdum, einkum með hliðsjón af svipuðum skemmdum, sem eyðniveiran (HIV) veldur oft á tíðum. Lykilatriði í frekari greiningu á þesum eiginleikum visnu er að einangra meinvirkt erfðaefni (DNA) veirunnar. Eftir viðamikla leit í rúmlega 10 milljón genaferjum, tókst að einangra um 100 genaferjur með visnuerfðaefni, en það gefur til kynna, að í hverri sýktri frumu séu að meðaltali tvær forveirur. Aðeins tókst að greina fjórar genaferjur með erfðaefni úr báðum endum visnuveiru, og voru þær athugaðar nánar með skerðikortlagningu og raðgreiningu (sjá erindi Valgerðar Andrésdóttur). Jafnframt var reynt að framkalla starfhæfar veirur af hinu ferjaða DNAi. Enda þótt engin genaferjanna innihaldi fullgerða forveiru, þá gefur eitt DNAið (KV72) af sér meinvirka veiru (sjá erindi Guðmundar Péturssonar). Til að auðvelda frekari vinnu með einangrað, meinvirkt visnu DNA, hefur fullgerð forveira verið endurreist í plasmaíðinu pBR322. KLÓNUÐ DNA FORVEIRA VELDUR VISNU f KINDUM Höfundar: Guðmundur Pétursson, Ólafur S. Andrésson, Elsa Benediktsdóttir, Guðmundur Georgsson, Roger E. Lutley, Páll A. Pálsson, Björg Rafnar, Valgerður Andrésdóttir. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði, Keldum Tekist hefur að klóna DNA forveiru úr visnustofni K1772 (sjá erindi Ólafs Andréssonar og annarra). DNA úr þessu klóni (KV-72) var sett inn í ræktaðar liðhimnufrumur úr ærfóstri (transfection) og fékkst þannig veiruafleiða KV-72-A2, sem var ræktuð og sprautað í heila fimm kinda. Sýking tókst í öllum kindum og veiran ræktaðist úr miðtaugakerfi, blóðfrumum og ýmsum líffærum. Kindumar mynduðu mótefni gegn veirunni, sem sýnt var fram á með ELISA prófi og vaxtarstöðvandi prófi (neutralization). Þau síðamefndu komu fyrr fram og náðu hærri titer en sést hefur áður í visnukindum. Frumum fjölgaði í mænuvökva allra kindanna. Einni þeirra varð að lóga vegna klínískra visnueinkenna tveimur og hálfum mánuði eftir sýkingu. Hinum var lógað eftir sex mánuði og fundust greinilegar, dæmigerðar visnuskemmdir í öllum og allsvæsnar í tveimur. Þetta er fyrsta klón af erfðaefni visnu, sem sannanlega er meinvirkt (pathogen) in vivo. Slíkt klón má nýta á margvíslegan hátt til betri skilnings á mikilvægi hinna ýmsu gena veirunnar í meinferli (pathogenesis) visnu. MEINFERLI (PATHOGENESIS) VEFJASKEMMDA í VISNU Höfundar: Guðmundur Georgsson, Eygló Gísladóttir, Páll A. Pálsson, Guðmundur Pétursson. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, Keldum Ymsir drættir í vefjaskemmdum í visnu bentu til þess að þær kynnu að vera af ónæmistoga (immune-mediated). Niðurstöður fyrri tilrauna okkar á meinferli skemmda í miðtaugakerfi (MTK), studdu þá hugmynd og bentu til þess að hið skaðlega ónæmissvar beindist gegn veiruvöktum (virus-induced) vækjum. I vefjaskemmdum finnst talsvert af plasmafrumum, sem sýnt hefur verið fram á að mynda mótefni í MTK (intrathecalt) og athugun með einstofna mótefnum gegn undirflokkum eitilfruma hefur leitt í ljós að mikið er af T-4 hjálparfmmum og T-8 bæli-/drápsfmmum í skemmdum. Jafnframt leiddi ónæmislitun með einstofna mótefnum gegn MHC- vækjum af flokki I og II í ljós að visnuveiran veldur aukinni tjáningu á þessum sameindum í MTK. Þannig eru öll skilyrði fyrir ýmsum formum beins ónæmisáverka fyrir hendi. Niðurstöður sambreiskjunar á vef (in situ hybridization) fyrir erfðaefni veirunnar og ónæmislitunar fyrir veimprótínum leiddu hins vegar í ljós vemlegt misræmi milli vefjaskemmda og fjölda sýktra fmmna í MTK, sem bendir til þess að beinn ónæmisáverki geti tæpast verið meginorsök vefjaskemmda. Líklegt er að meira máli skipti óbein áhrif ónæmissvömnar vegna cytokína og annarra skaðlegra efna frá virkum gleyplum (macrophages) og eitilfrumum. Afmýling kann einnig að vera að nokkm vegna röskunar á starfi sýktra fágriplufmmna (oligodendrocyta). Styrkt af líf- og læknisfræðideild Vísindasjóðs. HLUTFALL UNDIRFLOKKA EITILFRUMNA f BLÓÐI HEILBRIGÐRA OG VISNUSÝKTRA KINDA Höfundar: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Eygló Gísladóttir, Guðmundur Georgsson, Páll A. Pálsson, Guðmundur Pétursson. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði, Keldum Mæði/visnu veiran (MVV) tilheyrir lentiveimm og er náskyld eyðniveirunni (HIV) en vitað er að HIV veldur röskun á hlutfalli CD4 hjálpar T-fmmna og CD8 dráps T-fmmna (CD4/CD8) í blóði eyðnisjúklinga. Kannað var hlutfall undirflokka eitilfmmna í blóði íslenskra kinda, heilbrigðra og sýktra með mæði/visnu veim (MVV). Notuð vom einstofna mótefni gegn kinda- CD5, CD4, CD8, T19 (einkennir sérstaka tegund T-fmmna í kindum)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.