Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 193 Alyktanir: Þessi vinna hefur sýnt, að hægt er að nota einfaldan tölvubúnað við söfnun og úrvinnslu svefnheilarits, ásamt tiltölulega ódýrum viðbótarbúnaði. Vonir standa til að með tilkomu þessara aðferða við úrvinnslu á svefnskráningu megi verða mögulegt að skýra fleiri af þeim svefnvandamálum sem menn eiga við að stríða, ásamt því að auðvelda til muna langtíma skráningu og úrvinnslu EOG, EEG og EMG mælinga. Þennan búnað má einnig nota til langtímaskráningar á heilariti til dæmis greiningu á flogaveiki. MÆLING Á NÝRNA- »CLEARANCE« MEÐ GEISLATALNINGU IN VIVO (YTRI MÆLINGU) OG EINU BLÓÐSÝNI Höfundar: Eysteinn Pétursson, Davíð Davíðsson. Isótópastofa, Landspítalanum »Clearance« -mælingar voru gerðar á 20 sjúklingum 15-79 ára (meðalaldur 39.5, »clearance« -gildi 7.9 - 148, ml/mín/1.73 m2 líkamsyfirborð, meðaltal 71.9). Geislavirkni var mæld yfir hjarta fimm sinnum á 30 mín. fresti á bilinu tvær til fjórar klst. eftir inngjöf á 51Cr- EDTA og 99mTc-DTPA. Blóðsýni vora tekin um leið og talið var yfir hjartanu. 51Cr-EDTA og 99mTc-DTPA »clearansar« voru síðan reiknaðir út frá 10 hlutmengjum in vivo mælinganna (tvær til fimm mælingar í hverju mengi) og einu blóðsýni teknu á mismunandi tíma eftir inngjöf. Þannig fengust 50 mismunandi »clearance« -gildi fyrir hvem sjúkling og hvort efnasambandanna og voru þau gildi borin saman við »clearance« fenginn með staðal 51Cr-EDTA aðferð (fimm blóðsýni tekin á 30 mín. fresti tveimur til fjóram klst. eftir inngjöf. Mjög góð fylgni fékkst milli hverrar og einnar ytri mælingaraðferðar og staðal-aðferðarinnar. Fyrir 51Cr- EDTA var fylgnistuðull frá r=0.931 (fyrir þrjár ytri mælingar á bilinu þrjár til fjórar klst. og blóðsýni fjórum klst. eftir inngjöO til r=0.992 (fyrir tvær ytri mælingar tveimur og þremur og hálfri klst. og blóðsýni tveimur og hálfri klst. eftir inngjöO- Samsvarandi SEE-gildi vora 17.6 og 5.6 ml/mín/1.73 m2. Fyrir 99mTc-DTPA var lægst r=0.943 (tvær ytri mælingar tveimur og hálfri og þremur og hálfri klst. og blóðsýni fjóram klst. eftir inngjöf, en hæst r=0.988 (fjórar ytri mælingar tveimur til þremur og hálfri klst. og blóðsýni tveimur og hálfri klst. eftir inngjöO- Samsvarandi SEE-gildi vora 15.1 og 6.4. Fylgnistuðullinn hafði tilhneigingu til að lækka því seinna sem blóðsýnið var tekið. Nægilega góð nákvæmni fékkst með því að nota aðeins tvær ytri mælingar tveimur og hálfri og þremur og hálfri klst. eftir inngjöf og blóðsýni tveimur og hálfri klst. eftir inngjöf (r=0.981 fyrir bæði efnin, SEE=8.0). Fyrir »clearance« -gildi < 20 var þó talsverð dreifing á EDTA-gildunum. Betri fylgni fékkst þegar ytri mælingamar vora gerðar með lengra millibili (eftir tvær og fjórar klst. fékkst r=0.990 fyrir EDTA, SEE = 6.1 og r=0.984 fyrir DTPA, SEE = 6.8). Dreifing lággilda á »clearance« var hér betri en þegar tími milli mælinga var styttri. Niðurstaða: Mæla má »glomerular filtration rate« (GFR) hjá fólki með lág og eðlileg gildi með nægilegri nákvæmni með því að mæla geislavirkni yfir hjarta tveimur og hálfri til þremur og hálfri klst. eftir inngjöf á 99mTc-DTPA og taka eitt blóðsýni tveimur og hálfri klst. eftir inngjöf. ÁHRIF SEX VIKNA ENDURHÆFINGAR Á LÍFSGÆÐI SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU Höfundar: Hjördís Jónsdóttir, Bjöm Magnússon. Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð Við lögðum spumingar um mæði, þreytu, andlega líðan og stjómun einkenna (Chronic Respiratory Disease Questionnaire Guyatt et al) fyrir 18 fullorðna (aldur 58 ± 7 ár) sjúklinga með langvinna lungnateppu (FEV1/FV<0.67) fyrir og eftir sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Endirhæfingin fimm daga vikunnar var stöðluð og samanstóð af fræðslu, öndunaræfingum, kennslu í orkuspamaði og vinnueinföldun auk þolþjálfunar. Allir sjúklingamir vora þolprófaðir við komu og brottför. Niðitrstöður: Mæði, þreyta og stjómun einkenna lagaðist verulega (P<0.01) auk þess sem andleg líðan batnaði (P<0.05) hjá hópnum sem heild. Athyglisvert var, að meiri bati á ofannefndum þáttum kom fram hjá þeim sjúklingum, sem bættu súrefnisupptöku (N=10) á þolprófum. Rannsókn okkar sýnir, að meðal LTS batnar mæði, þreyta og andleg líðan eftir endurhæfingu auk þess sem sjúklingamir ráða betur við einkenni sín. Þetta er sérstaklega áberandi meðal þeirra, sem jafnframt bæta þol (súrefnisupptöku). TAP Á ARFBLENDNI Á ÁKVEÐNUM SETUM Á LITNINGUM 13 OG 17 í BRJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM Höfundar: Steinunn Thorlacius, Oktavía Jónasdóttir, Jórann Erla Eyfjörð. Rannsóknastofa í sameinda- og framulíffræði, Kabbameinsfélagi íslands Á síðustu árum hefur áhugi manna í auknum mæli beinst að hlutverki svokallaðra bæligena (suppressor genes/anti- oncogenes) við myndun krabbameins. Fyrst var sýnt fram á mikilvægi þessara gena í tengslum við sjaldgæf krabbamein sem koma fram í bömum, retinoblastoma og Wilms æxli. Sýnt var fram á að það þyrfti breytingar á báðum samsætum viðkomandi gena til þess að þessi krabbamein mynduðust. Breytingar á Rb-1 geni á litningi 13ql4 valda retinoblastoma en breytingar á seti llpl3 eru taldar valda Wilms æxli. I brjóstakrabbameinsæxlum hefur nýlega verið lýst úrfellingum á svæðum þar sem talið er að bæligen sé að finna, svo sem 13q (Rb-1), 1 lp, 17p og 3p. Við höfum rannsakað DNA kjamasýrur úr brjóstakrabbameinsæxlum og eðlilegum hvítum blóðkomum frá 100 sjúklingum og leitað að úrfellingum eða tapi á arfblendni í retinoblastoma geni (Rb-1) og fleiri setum á litningi 13 og á báðum örmum litnings 17. Við höfum fundið tap á arfblendni eða úrfellingu á Rb-1 seti í um 40% æxla sem gefa marktækar upplýsingar. Við höfum einnig fundið 40% tap á arfblendni á 17p með þreifara pYNZ22 og tap með tilliti til annarra þreifara á litningi 17p og q í 18-30% æxla sem gefa marktækar upplýsingar. Fjölskyldusaga með tilliti til brjóstakrabbameins er athuguð fyrir alla sjúklinga sem rannsakaðir eru. Við höfum sérstaklega safnað sýnum frá foreldrum og öðrum 1. stigs ættingjum sjúklinga sem sýna tap í retinoblastoma geni. Tilgangurinn er meðal annars að finna í upprana Rb- 1 samsætunnar sem eftir er í æxlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.