Læknablaðið - 15.05.1991, Qupperneq 32
194
LÆKNABLAÐIÐ
Þetta er hluti af stærra verkefni sem beinist að ýmsum
þáttum brjóstakrabbameins. Mikilvægur þáttur þess er
skerðibútagreining (RFLP analysis) á sýnum frá íslenskum
fjölskyldum þar sem brjóstakrabbamein er algengt.
VIRKNI DRÁPSFRUMNA
OG 0-EITILFRUMU STARFSEMI
f FJÖLSKYLDU MEÐ MAKRÓGLÓBÚLÍNEMÍU
Höfundar: Helga M. Ógmundsdóttir, Guðmundur M.
Jóhannesson, Steinunn Sveinsdóttir, Steinunn Einarsdóttir,
Anette Hegeman, Ólafur Jensson. Krabbameinsfélag
Islands, Landspítalinn, Bióðbankinn
Því hefur verið haldið fram að drápsfrumur (natural
killer-cells) eigi þátt í að koma í veg fyrir illkynja
æxlisvöxt. Ennfremur hefur því verið lýst að drápsfrumur
hafi hemil á starfsemi /3-eitilfrumna. Þess vegna mætti
búast við að léleg virkni drápsfrumna leiddi til aukinnar
tilhneigingar til illkynja æxlisvaxtar og ofstarfsemi /3-
eitilfrumna. Sjúklingar með krabbamein af beinmergs- eða
eitilvefsuppruna hafa oft lélega drápsfrumuvirkni, en erfitt
er að gera sér grein fyrir að hve miklu leyti það kann að
hafa verið undanfari sjúkdómsins eða átt þátt í tilurð hans.
Við höfum rannsakað íslenska fjölskyldu með háa tíðni
á afbrigðilegri /3-eitilfrumustarfsemi, sem birtist oftast
sem makróglóbúlínemía, einu sinni sem eitilfrumuæxli
(lymphoma) og einu sinni sem mergfrumuæxli (multiple
myeloma). Drápsfrumuvirkni reyndist ekki vera lág í
þessari fjölskyldu; af 39 sýndu sjö lág gildi en fjórir af 35
manna samanburðarhópi. Af þeim 39 fjölskyldumeðlimum
sem prófaðir voru er einn sjúklingur með mergfrumuæxli
og einn með góðkynja makróglóbúlínemíu. Sjúklingurinn
með mergfrumuæxli og systir hennar sem sýndi
verulega ofstarfsemi /3-eitilfrumna höfðu báðar eðlilega
drápsfrumuvirkni. Þegar /3-eitilfrumur voru athugaðar í
rækt kom í ljós að 13 af 39 í fjölskyldunni sýndu aukna,
og oft mikið aukna, framleiðslu á IgM, IgA og IgG eftir
væga örvun með mítogeni, en grunnframleiðsla var
oftast innan eðlilegra marka. Hjá sumurn kom einnig
fram óvenju mikil frumufjölgun eftir mítogenörvun,
en þó var ekki mjög ákveðin fylgni milli fjölgunar og
mótefnaframleiðslu. I þessari fjölskyldu virðist vera
arfgeng tilhneiging til ofstarfsemi /3-eitilfrumna, sem
oftast er góðkynja en stöku sinnum illkynja. Aftur á
móti er ekki að finna að virkni drápsfrumna sé lélegri en
eðlilegt er.
GIGTARÞÆTTIR, GIGTARKVARTANIR OG
HORFUR LIÐAGIGTARSJÚKLINGA
Höfundar: Þorbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Nikulás
Sigfússon, Arinbjöm Kolbeinsson, Ema Jónasdóttir,
Helgi Valdimarsson. Rannsóknstofur í ónæmisfræði
og sýklafræði, lyflækningadeild Landspítalans,
Rannsóknarstöð Hjartavemdar
Inngangur: Hækkun á gigtarþáttum (rheumatoid
factors/RF) finnst helst í liðagigt (RA) og skyldum
sjúkdómum. Hlutdeild RF í tilurð og framvindu liðagigtar
er hins vegar ekki ljós þrátt fyrir miklar rannsóknir í 50
ár.
Aðferðir: Rannsóknin náði til 493 einstaklinga (f. ’07-
’35), sem mættu í hóprannsóknir Hjartavemdar á árabilinu
1974-83. Þrjú hundmð tuttugu og níu þeirra mættu í
nýja rannsókn árið 1987. Þá var lagður fyrir þátttakendur
spumingalisti, liðir voru skoðaðir með tilliti til liðagigtar
og blóðsýni tekin til RF mælinga.
Niðurstöður: Kvartanir frá liðamótum vom nteiri hjá
þeim sem höfðu RF hækkun, sérstaklega ef hækkunin
náði bæði til IgM RF og IgA RF. Aukin tíðni liðkvartana
hélst í hendur við vaxandi magn af RF. Alls fundust 33
einstaklingar með RA. Af þeim höfðu 80% RF hækkun,
oftast á bæði IgM RF og IgA RF. Einstaklingar með RA
og beinúrátur mældust með hærri IgA RF en þeir sem
ekki höfðu úrátur. Einstaklingar sem höfðu hækkun á IgA
RF eða IgG RF og vom einkennalausir þegar upphaflegt
blóðsýni var tekið reyndust marktækt líklegri til að fá RA
en þeir sem þá voru RF neikvæðir.
Umrœða: Niðurstöðumar benda til þess að hækkun á RF
geti verið undanfari liðagigtar og að Iiðagigtarsjúklingar
með IgA RF hafi verri horfur.
SAMANBURÐUR Á AÐFERÐUM TIL AÐ GREINA
KJARNAMÓTEFNI
Höfundar: Olöf Guðmundsdóttir, Anna Guðrún
Viðarsdóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa
Háskólans í ónæmisfræði, Landspítalanum
Inngangur: Flest sjálfsofnæmismótefni tengjast
sameindum eða epitópum, sem virðast lítið hafa breyst
við þróun tegunda. Þess vegna er til dæmis unnt að
nota vefi úr nagdýrum til að greina mörg sjálfsmótefni
í mönnum. Mótefni gegn kjamaþáttum (ANA) finnast
í sjúklingum með lupus og skylda sjúkdóma. Þessir
kjamaþættir eru til staðar í fmmum allra spendýra.
Undantekning frá þessu er SSA þátturinn sem finnst
fyrst og fremst í fmmum manna. Á rannsóknastofu
í ónæmisfræði hafa rottulíffæri (magi, lifur og
nýra) verið notuð til að greina ANA og ýmis önnur
sjálfsofnæmismótefni með óbeinni flúrskinsaðferð.
Ákveðið var að bera þessa aðferð saman við tvær aðrar
hliðstæðar aðferðir þar sem notaðar em frumulínur úr
mönnum (Hep-2 og KB).
Niðurstöður: Af 106 innsendum sýnum bar niðurstöðum
saman í 81 tilviki (76%). í 12 tilvikum (11.3%) var ANA
dæmt jákvætt þegar rottuvefur var notaður en neikvætt
á báðum frumulínunum. Tíu sýni (9.4%) voru jákvæð á
KB frumum og sjö sýni (6.6%) vom jákvæð á Hep-2, en
neikvæð á rottulíffærum.
Alyktun: Rottulíffærin virðast gefa ívið meira næmi tii
ANA greiningar heldur en frumulínumar. Því er ekki talin
ástæða til að breyta um skimaaðferð til að greina mótefni
gegn kjamaþáttum. Hins vegar er Hep-2 frumulínan notuð
þegar klínísk einkenni gefa tilefni til að leita að SSA
mótefnum.
MÆLING Á IgG UNDIRFLOKKUM
Höfundar: Olöf Guðmundsdóttir, Jófríður Valgarðsdóttir,
Ingileif Jónsdóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa
Háskólans í ónæmisfræði, Landspítalanum
Inngangur: Skortur á ákveðnum undirflokkum IgG
hefur verið tengdur tíðum sýkingum, en sjúklingar með
Sjögren’s einkenni virðast hins vegar mynda óeðlilega
mikið af IgGl. Unnið hefur verið að því á rannsóknastofu
í ónæmisfræði að þróa próf til að mæla IgG undirflokka í
sermi.
Aðferðir og niðurstöður: ELISA pakkapróf (kits) frá
tveimur framleiðendum reyndust ónothæf. Reynt var að