Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 34

Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 34
196 LÆKNABLAÐIÐ with the antibody at the DEJ. On IEM the antibody was shown to be deposited largely in the dermal aspect of the basal cells and to a lesser degree, on and below the lamina densa. The results show that deposition of PR4 occurs mainly in the basal cells of discoid LE skin lesions and therefore cannot be due to reaction with nuclear antigens in deposited immunoglobulin. The antibody may be detecting an epitope shared by the nuclear antigens and another molecule. ÁRANGUR MÓTEFNAMÆLINGA OG BÓLUSETNINGA 12 ÁRA STÚLKNA GEGN RAUÐUM HUNDUM ÁRIN 1982-1989 Höfundar: Birna Einarsdóttir, Brynja Jóhannesdóttir, Anna P. Vignisdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Margrét Guðnadóttir Bólusetning gegn rauðum hundum hófst hér á landi í janúar 1977. Á hverju hausti síðan hefur verið kannað ónæmi 12 ára telpna gegn rauðum hundum í nær öllum grunnskólum landsins (u.þ.b. 2000 stúlkur á ári). Mótefnalausum stúlkum er boðin bólusetning. Þær sem hafa fengið eðlilega sýkingu, eru taldar vel varðar. Á tímabilinu 1982-1989 hefur þátttaka í mótefnamælingum verið nálægt 95% þeirra 12 ára stúlkna, sem eru á þjóðskrá ár hvert. Vitað er, að sumar, sem vantar, eru ekki búsettar á landinu það árið, og nokkrar eru sjúklingar, sem geta ekki sótt skóla. Mótefnalausar á þessum árum voru fæstar, 20%, í árgangi fæddum 1971, en fiestar, 40%, í árgangi fæddum 1977. Langflestar þeirra mótefnalausu (90-95%) hafa verið bólusettar strax, og af þeim bólusettu hefur svipað hlutfall verið endurmælt til að meta árangur bólusetningarinnar. Mótefni eru mæld til að meta stöður mælinganna benda til þess, að árangur bólusetninganna seinni árin sé ekki eins góður og fyrstu árin. Hlutfall þeirra, sem mynda ekki nægjanleg mótefni, óx til dæmis úr 1.6% haustið 1983 (árg. f. ’71) í 9.6% haustið 1987 (árg. f. ’75). Meðalgildi mælinganna seig á sama tíma. Þegar lélegur árangur frumbólusetningar kemur í ljós, er stúlkan endurbólusett og endurmæld síðan. Þessar einstaklingsbundnu aðgerðir veita mæðrum framtíðarinnar meira öryggi en almenn bólusetning ungbama gegn rauðum hundum. GREININGAR VEIRUSJÚKDÓMA MEÐ RANNSÓKNUM Á SAURSÝNUM. YFIRLIT TVEGGJA SÍÐUSTU ÁRA Höfundar: Sigrún Guðnadóttir, Þorgerður Ámadóttir. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði Hluti af greiningum veirusjúkdóma á rannsóknastofu fer fram með rannsóknum á saursýnum. Þær veirur, sem fjölga sér í meltingarvegi valda ýmsum sjúkdómum þar (kveisu) eða annars staðar í líkamanum (miðtaugakerfi, húð, hjarta o.fl.). Helstu veirur, sem greinast úr saur eru rotaveirur, adenoveirur og enteroveirur. Flesta flokka enteroveira er hægt að rækta úr saursýnum í frumugróðri og/eða tilraunadýrum og er þetta enn aðalaðferðin við greiningar slíkra sýkinga. Ræktun er tíma- og vinnufrek aðferð. Enteroveirur valda allt frá einkennalausum upp í lífshættulegum sýkingum. Sameiginlegt einkenni kveisuveira (rota og ákv. stofna adenoveira) er, að erfitt er að rækta þær. Helstu aðferðir til greininga á þessum veirum er leit að veirum eða veiruhlutum með rafeindasmásjárskoðun, ónæmisfræðilegum aðferðum og kjamasýrutengingum. Ein helsta orsök kveisu í smábömum eru rotaveirur. Ýmsa flokka adenoveira er tiltölulega algengt að finna í saur, þvf böm skilja oft út veiruna langtímum saman. Á tímabilinu 1/7 1988 til 30/6 1990 bámst 556 saurýni, öll voru sett £ ræktun og reyndust um 95% þeirra nothæf. Veirur ræktuðust úr um 12% nothæfra sýna. Eitt hundrað og sjötfu sýni frá bömum fimm ára og yngri með kveisueinkenni vom prófuð fyrir rotaveiru, af þeim vom 32 jákvæð eða um 19%. SKIMUN BLÓÐGJAFA FYRIR PARVOVEIRU B19 Höfundar: B.J. Choen, A.M. Field, Sigrún Guðnadóttir, S. Beard, J.A.J. Barbara. Rannsóknastofa Háskólans f veirufræði, Ármúla la, Reykjavík, North London Blood Transfusion Service, Colindale, London (NLBTS), Vims Reference Laboratory, Central Public Health Laboratory, Colindale, London Parvoveiran B19, sem svo var kölluð fyrst 1980 hefur reynst valda erythema infectiosum (»fifth disease«) það er útbrotum, sem oft fylgja liðverkir um lengri eða skemmri tíma, auk þess að geta valdið fósturláti (hypdrops foetalis) og blóðskorti (aplastic crisis). Til að mæla megi mótefni gegn parvoveiru B19 þarf B19 antigen. Þar sem ekki hefur enn tekist að rækta veimna í frumugróðri, hefur verið notast við antigen sem unnið hefur verið úr mannasermi. Veiran er horfin úr sermi, þegar sjúkdómseinkenni koma fram, svo gripið var til þess ráðs að skima blóðgjafa í þeirri von að finna mætti antigen jákvæðan einstakling. Áætluð tíðni B19 viremiu meðal heilbrigðra einstaklinga var 1 af 10000 til 1 af 50000. Á tímabilinu janúar til maí 1990 voru skimaðir 24000 blóðgjafar frá NLBTS (sjá að ofan) á Vims Reference Laboratory f Colindale. Fannst einn antigen jákvæður. Fengust um 150 ml sermis, en meirihluti sermisins hafði þegar verið blandaður sermi 27 annarra blóðgjafa til frekari vinnslu. Með sýmaðskilnaði mátti endurvinna B19 antigenið úr »immunocomplexum« sem myndast höfðu í sermiblöndunni. Náðist þannig nægilegt antigen frá þessum eina einstaklingi til notkunar á rannsóknastofunni í Colindale næstu árin. NMDA VIÐTAKAHEMILL KEMUR í VEG FYRIR HEILASKEMMDIR AF VÖLDUM MISLINGAVEIRU Höfundar: Arthur Löve, Tommy Andersson, Krister Kristensson. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði, heilameinafræðideild Huddingesjúkrahúss, Karolinska Institutet, Svíþjóð N-methyl-D-asparate (NMDA) viðtakar eru mikilvægir örvandi amínósýmviðtakar í heilum spendýra. Hafa þeir verið tengdir frumudauða í nokkrum hrömunarsjúkdómum 1 heila. HNT (hamster neurotropic) stofn mislingaveim veldur heilasjúkdómi í músum án bólgubreytinga. Er þar að finna frumudauða í CAl og CA3 svæðum hippocampus. Meðferð með NMDA viðtakahemli (MK- 801) kom í veg fyrir þessar frumuskemmdir. Þetta bendir til þess að veiran geti valdið heilaskemmdum á óbeinan hátt með þvf að örva NMDA viðtaka.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.