Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 39

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 199 CÝKLÓDEXTRÍN OG ÁHRIF PEIRRA Á LYF Höfundar: Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson. Lyfjafræði lyfsala Háskóla Islands Cýklódextrín eru hringlaga fásykrungar sem myndaðir eru úr 6 (a-cýklódextrín), 7 (/3-cýklódextrín) eða 8 (7- cýklódextrín) glúkósaeiningum tengdum saman með a-(l,4) tengjum. Hið ytra er sameindin vatnssækin, og leysist því vel upp í vatni en hið innra, í opinu, í miðju sameindarinnar er hún fitusækin. Hægt er að auka vatnsleysanleika margra fitusækinna lyfja með því að koma þeim fyrir í þessu opi. Slfkir komplexar leiða oft til breytinga á eðlisfræðilegum og líffræðilegum eiginleikum lyfjanna svo sem stöðugleika, leysanleika og aðgengi. Stöðugleiki komplexanna ræðst meðal annars af stærð opsins í miðju cýklódextrínsameindarinnar, það er hversu vel lyfjasameindimar passa inn í opið. Mörg lyf mynda stöðuga komplexa með /3-cýklódcxtríni. Þetta afbrigði cýklódextríns hefur mjög takmarkaðan leysanleika í vatni og oft minnkar leysanleiki þess við komplexmyndun. Hægt er að auka leysanleikann með alkýleringu OH- hópanna. Fjölmargar afleiður hafa verið samtengdar, þeirra þekktust er 2-hýdroxýprópýl-/3-cýklódextrín (2-HP- /3-CD), en hún myndast við hvarf própýlenoxíðs við /3- cýklódextrín. 2-HP-/3-CD er auðleysanleg í vatni og unnt hefur verið að stórauka vatnsleysanleika ýmissa lyfja með myndun komplexa með því. Sýnd verða dæmi um áhrif 2- HP-/3-CD á leysanleika, stöðugleika og upplausnarhraða. SLÁTTUR Á TÖFLUM ÚR MÍKRÓHÚÐUÐUM LYFJUM Höfundar: Þórdís Kristmundsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Stefán Jökull Sveinsson. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands Með míkróhúðun er átt við það að setja tiltölulega þunna húð pólýmerefnis utan um litlar agnir af föstum efnum eða dropa af vökva. Með míkróhúðun er hægt að stjóma leysni efna, breyta fljótandi efnum í föst eða vemda efni frá umhverfinu. Míkróhúðun er unnt að nota sem leið til að draga úr leysnihraða lyfja við hönnun og samsetningu á forðalyfjaformum - meðal annars töflum og hylkjum. Þegar töflur em slegnar úr míkróhylkjum má búast við að lyfið losni mun hægar en úr fríum míkróhylkjum. Tvö lyf, naproxen og íbúprófen, vom míkróhúðuð með tveimur mismunandi aðferðum. Lyfin vom míkróhúðuð í nokkmm kjama:vegg hlutföllum (1:1, 1:2 og 1:4). Töflur vom slegnar úr míkróhúðuðum lyfjunum og áhrif aðtæðna við töflusláttinn og notkun hjálparefna á losun lyfjanna könnuð. Notuð vom algeng hjálparefni við töflugerð, fylli- og sundmnarefnið Avicel, sundmnarefnið natríum karboxýmetýlcellulósa og renniefnið magnesíum stearat. Þegar töflumar vom slegnar án hjálparefna sundmðust þær ekki, leysnihraði lyfjanna var háður framleiðsluaðferð míkróhylkjanna og kjama:vegg hlutfalli. Beinn sláttur án hjálparefna á naproxen míkróhylkjum gaf mjög hæga losun á lyfinu en notkun sundmnarefnis jók leysnihraða lyfsins nokkuð. Leysnihraði íbúprófens jókst mikið ef Avicel var notað í töflur slegnar úr míkróhylkjum sem höfðu kjama:vegg hlutfall 1:1 og 1:2. Magnesíum stearat olli mikilli aukningu á leysnihraða lyfsins vegna mikilla áhrifa á sundmnarhraða töflunnar. Fram kom að með vali á kjama:vegg hlutfalli mikróhylkjanna, framleiðsluaðstæðum og hjálparefnum við töfluframleiðsluna var unnt að ná góðri stjóm á leysnihraða lyfsins úr töflunni. LOSUN AGNA ÚR INNRENNSLISSETTUM Höfundar: Eydt's Sigvaldadóttir, Öm Guðmundsson, Þórdís Kristmundsdóttir. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla Islands, Lyfjaverslun ríkisins Mikillar aðgæslu er krafist við framleiðslu og meðhöndlun innrennslislyfja. Strangar kröfur em gerðar til innrennslislyfja hvað snertir hámarksstærð og fjölda agna í lausnunum. Þetta á ekki einungis við um innrennslislyfið þegar það fer frá framleiðanda, heldur einnig að agnir myndist ekki við flutning, geymslu eða komist í lausnina við gjöf. Kannað var hvort agnir losnuðu úr innrennslissettum við gjöf innrennslislyfja. 0.9% NaCl innrennslislausn í pólýprópýlenpokum (1000 ml) var notuð til að athuga losun agna úr þremur gerðum af innrennslissettum. Flæðihraðinn var stilltur á 10 ml/mín. og 100 ml safnað í senn og agnir 1' lausninni taldar. Valdar innrennslislausnir vom síaðar um himnusíur og síumar síðan skoðaðar í smásjá. Sýnatakan fór fram með Climet CI-1010 sampler og agnatalning var gerð í Climet CL-1000 particle analyzer en þessi agnateljari mælir ljósdreifingu agnanna. Mun meira losnaði af ögnum úr innrennslissettum en fyrir vom 1' innrennslislyfjunum. Agnalosun var mismunandi úr innrennslissettunum bæði milli framleiðenda og innan sömu framleiðslulota. Mjög fáar agnir mældust stærri en 15 iim. Fjöldi agna sem losnuðu úr hverju setti í athuguninni vom langt undir þeim kröfum um fjölda agna sem breska lyfjaskráin gerir til innrennslislyfja. SAMANBURÐUR Á UMBÚÐUM UNDIR INNRENNSLISLYF Höfundar: Þórdís Kristmundsdóttir, Eydís Sigvaldadóttir, Öm Guðmundsson. Lyfjafræði lyfsala Háskóla Islands, Lyfjaverslun ríkisins Könnuð var losun agna úr mismunandi tegundum umbúða fyrir innrennslislyf. Líkt var eftir áhrifum viðbótarefna sem stundum er blandað við innrennslislyf rétt fyrir notkun en þau geta meðal annars haft áhrif á sýmstig og fituleysanleika innihaldsins. I þessari rannsókn vom athuguð áhrif sýmstigs, etanólstyrks og flutnings á losun agna úr gler-, pólýprópýlen- og pólývínýlklóríð umbúðum (1000 ml) undir innrennslislyf. Notað var 0.9% NaCl innrennslislyf. Sýmstig innrennslislyfsins var stillt á pH 4, 6, 8, og 10 og agnatalning framkvæmd 24 klst. eftir blöndun, einnig vom taldar agnir í lausnum með pH 4 og 10 eftir 48 klst. Styrkur etanóls var stilltur á 5, 10, 40 og 70% og áhrif á agnafjölda mæld eftir 24 klst. Flestar agnir 1' ómeðhöndluðu umbúðunum reyndust vera í þeim lausnum sem vom í glemmbúðum. Breytingar á sýmstigi höfðu lítil áhrif á agnafjölda í lausnunum. Við pH 4 (eftir 24 klst.) losnuðu flestar agnir úr glerumbúðunum og við pH 10 (eftir 24 klst.) voru flestar agnir í pólývínýlklóríðpokunum. Breytingar á sýmstigi höfðu lítil áhrif á losun agna úr pólýprópýlenpokunum. Allar umbúðimar vom viðkvæmar fyrir etanóli. Lausnir sem innihéldu 5 og 10% etanól í glemmbúðum, 10%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.