Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
203
mótum yfirhúðar og leðurhúðar í öllum sýnum frá DS
sjúklingum, sex af níu AS sjúklingum og í fjórum af 13
úr SE hópnum. f stöku AS tilfelli lituðust æðar einnig.
Litun var óbreytt þegar notað var 4G8. Fab, sem er 4G8
klofið með ensýmum og mjög sérhæft mótefni.
Onæmislitun með 4G8 sást einnig í mörgum tilfellum í
svitakirtilsfrumum, en sú litun sást ekki þegar notað var
4G8. Fab. Reyndar var litunarmynstrið með 4G8 svipað
staðsetningu lipofuscins. Einnig var skoðuð hamsturshúð
sem sýndi litun í yfirhúð með mótefninu R-51, sem er
fjölstofna mótefni gegn beta-prótein hlutanum, amínósýra
1-40. Hins vegar var hamsturshúðin neikvæð þegar notað
var 4G8 eða R-57 sem er fjölstofna mótefni gegn amínó
enda forveri beta-próteinsins (B-precursor protein).
Verið er að athuga fleiri húðsýni frá AS sjúklingum og
eldri einstaklingum með tilliti til magns og útbreiðslu
efnisins í húð. Einnig stendur til að gera lífefnafræðilegar
athuganir á húðsýnum.
MYNDUN TAUGABRAUTA FRÁ HEILASTOFNI í
HÆNUFÓSTRUM
Höfundar: Guðrún Pétursdóttir, Joel C. Glover.
Rannsóknastofa H.l. í líffærafræði , lífeðlisfræði
læknadeildar Háskólans í Osló
Rétt tengsl milli einstakra frumna em undirstaðan fyrir
starfi taugakerfisins. Rannsóknir á því, hvemig þessi
tengsl mótast í hryggdýmm, hafa einkum verið gerðar
á sjóntauginni og á því hvemig hreyfitaugar tengjast
vöðvum. Sómatótópisk röðun er áberandi í þessum
kerfum, það er að landfræðileg skipan taugafmmubolanna
endurspeglast í skipan markfmmna þeirra. Staðsetning
frumubols ræður því miklu um hvert taugasíminn vex.
Leið taugasímans virðist þó einnig merkt, -rannsóknir
með einstofna mótefni benda til þess að ákveðnar
sameindir kunni að greina eina leið frá annarri.
Við höfum rannsakað fósturþroska taugabrauta í
heilastofni, einkum þær frumur í dreif sem tengjast mænu
(reticulospinal) og vestibular fmmur, sem annars vegar
tengjast mænu (vestibulospinal) og hins vegar liggja til
stjómstöðva fyrir hreyfingar augna (vestibulo-ocular). Við
höfum kortlagt taugafmmumar með því að lita þær með
efnum, sem berast eftir taugasímanum til fmmubolsins
og lita alla frumuna. Með því að nota heilastofninn in
vitro má ná fram nauðsynlegri nákvæmni við litunina og
takmarka hana við einstakar brautir. I 11 daga hænufóstri
eru þrjár skýrt afmarkaðar brautir frá heilastofni til mænu,
en tvær brautir frá heilastofni til stjómstöðva augnvöðva.
Hver þessara brauta er nýtt af vel afmörkuðum hópi eða
hópum fmmna. Hópamir em oft landfræðilega aðgreindir,
en þó em einnig til svæði, með blöndu af fmmum
sem senda síma sína eftir ólíkum brautum. Blönduðu
svæðin gætu bent til þess, að val á braut réðist ekki af
staðsetningu fmmubolsins (1,2). Til þess að fylgja þessu
eftir, höfum við litað taugafmmumar í yngri fóstmm, allt
frá því að fyrstu símar frá heilatofni ná mænu á þriðja
degi. I ljós kemur, að fmmumar velja rétta braut strax
í upphafi. Jafnframt er áberandi, að frumuhópar, sem
senda síma sína eftir ólíkum brautum, em landfræðilega
aðskildir snemma í fósturþroskanum. Það er ekki fyrr
en á seinni stigum, að þessir hópar blandast. Staðsetning
frumubolsins í heilastofni kann því að ráða nokkm um
það, hvaða braut síminn velur í upphafi.
1. Glover & Pétursdóttir. Joumal of Comparative
Neurology 1988; 270: 25-38
2. Pétursdóttir. Joumal of Comparative Neurology 1990;
283-97
LÍKAMSSVEIFLUR OG NÁKVÆMNI Á
ÞUNGAFLUTNINGI í STANDANDI STÖÐU
Höfundar: Ella Kolbrún Kristinsdóttir, María
Ragnarsdóttir. Rannsóknastofa í hreyfingafræði,
Vatnsmýrarvegi 16 4. hæð
Mældar em líkamssveiflur og nákvæmni á þungaflutningi
í standandi stöðu hjá heilbrigðum einstaklingum og bomar
saman við viðmiðunargildi heilbrigðra einstaklinga í
Bandaríkjunum. Þessi viðmiðunargildi em síðan notuð
til að meta tmflanir á líkamssveiflum og þungaflutningi
hjá sjúklingum.
Viðföng standa á þrýstiplötu sem tekur við upplýsingum
um staðsetningu og hreyfingu þyngdarpunkts innan
undirstöðuflatar. Tölva tekur við þessum upplýsingum og
reiknar út og sýnir tilfærslu þyngdarpunktsins í kyrrstöðu
og við þungaflutning.
Niðurstöður em kynntar á veggspjaldi.
ÝKT BLÓÐÞRÝSTINGSVIÐBRÖGÐ VIÐ
ÁREYNSLU ERU VÍSIBREYTA UM AUKNA
STÆRÐ OG MASSA VINSTRI GÁTTAR OG
SLEGILS
Höfundar: Barbara Naimark, Stefán B. Sigurðsson,
Newman L. Stephens, Jóhann Axelsson . Rannsóknastofa
í lífeðlisfræði, Háskóla Islands, Reykjavfk, Department
of Physiology, University of Manitoba, Winnipeg, Mb,
Canada
Rannsókn þessi er þáttur í umfangsmikilli
samanburðarrannsókn á áhættuþáttum æðasjúkdóma meðal
Islendinga og Vestur-íslendinga (sjá aðra útdrætti í þessu
hefti).
Við höfum áður sýnt fram á að nokkur hópur einstaklinga
sem vom undir háþrýstimörkum í hvfld svömðu léttri
áreynslu (50-100 wött) með mikilli blóðþrýstingshækkun
(> 200 mm Hg í systólu). Við töldum að ýkt
blóðrásarviðbrögð eins og þar var lýst kynnu að hafa
forspárgildi um háþrýsting og fylgikvilla hans (1). Við
höfum prófað þá tilgátu með því að mæla fylgni ýktra
viðbragða við áreynslu við stækkun vinstri gáttar (LADI>
2 cm/m2) og aukinn massa vinstri slegils (LVMI > 125
g/m2). Fylgni þessara breytistærða reyndist marktæk og
jákvæð, óháð aldri, þyngdarstuðlum og blóðþrýstingi
í hvfld. Ómskoðunin náði til 273 karla og kvenna á
aldrinum 25-63 ára. Þeim var skipt í tvo hópa, þá sem
höfðu hvfldarþrýsting < 140/90 og hina sem höfðu gildi
á bilinu 140/90 til 160/95 það er að segja á mörkum
háþrýstings. Vestur-íslenska úrtakið var fengið úr hópi
þeirra íbúa Interlakehéraðs sem em eingöngu af íslensku
bergi brotnir. Islenska úrtakið var úr hópi Ámesinga sem
taka þátt í Monica-rannsókn Hjartavemdar.
Algengi ýktra viðbragða við áreynslu var meira meðal
Vestur-Islendinga en Ámesinga. Sama var uppi á
teningnum hvað varðar stækkun vinstri gáttar hjá báðum
kynjum og aukinn massa vinstri slegils hjá körlum.
Styrkt af Paul H.T. Thorlakson Research Foundation og
Alþingi