Læknablaðið - 15.05.1991, Síða 48
206
LÆKNABLAÐIÐ
Na+-flulningi í »lágsöltuðum« fuglum. Samt hefur gengið
erfiðlega að fá fram full áhrif aldosteróns þegar það er
gefið inn í hænsnfugla, sem eru aðlagaðir að meðal-
eða hárri saltinntöku. Helst tekst það þegar aldosterón
er gefið inn fyrstu dagana eftir að lágsaltaðir fuglar eru
settir yfir á mikla saltinntöku. Inngjöf á fimmta degi
framkallaði lágsalt-munstrið í colon en ekki coprodeum.
Stöðug inngjöf í fimm daga viðhélt frekar háum amiloríð-
næmum Na+-flutningi í colon sem og í coprodeum, en
sá amínósýruháði kom jafnframt fram að hluta í colon.
Blóðstyrkur corticosterón féll fyrsta daginn eftir inngjöf
en var orðinn eðlilegur á þriðja degi. Inngjafimar höfðu
ekki áhrif á blóðstyrk prólaktíns, sem jókst töluvert við
aukna saltinntöku.
AÐLÖGUN AÐ RÖKKRI VELDURSTÖÐUGRI
HÖMLUN MILLI AUGNA í TVÍSÆISSKYNI
Höfundar: Þór Eysteinson, N. Denny, T.E. Frumkes.
Ransóknastofa f lífeðlisfræði, Dept. of Psychology,
Queens College, City University of N.Y.
Tvísæisskynjun er talin byggjast meðal annars á
samlagningu skynboða frá báðum augum í sjónberki
heilans. Ymis skynfræðileg (psychophysical) og
raflífeðlisfræðileg gögn (t.d. Fechner, 1860; Trick et
al, 1982) benda til þess að samlagning ein nægi ekki
sem skýring á tvísæisskyni. I þessari athugun voru
skynfræðilegar aðferðir og sjónrænt vakið heilarafsvar
(VEP) notuð til að kanna hugsanlegan þátt hömlunar
(suppression) hvors auga á hitt augað í tvísæisskyni. Slík
hömlun ætti að ráðast af stigi aðlögunar hvors auga um
sig að myrkri. Mælt var næmi fyrir ljósáreitum þar sem
dreifing ljóss í rúmi er stjómað (meðan birtumagn er
óbreytt).
Skákborðsmynstur og strípur (gratings) vom notuð sem
áreiti, á þann hátt að dreilingu ljóss f þeim var breytt með
fastri tíðni (þ.e. svartir fletir verða hvítir og gagnkvæmt,
1 Hz), jafnframt því sem VEP var mælt frá occipitalis,
miðlægt. Fyrst var annað augað ert með slíku áreiti
eftir að hitt augað hafði aðlagast að rökkri í minnst 30
mínútur. Var síðan tilraunin endurtekin, nema að hitt
augað var aðlagað að einsleitu ljósi. VEP eftir aðlögun
að ljósi voru um helmingi hærri að spennu en VEP
eftir aðlögun að myrkri, og var það svipuð svömn og
ef bæði augu vom ert með sama áreiti. Mest aukning
fékkst ef notað var áreiti þar sem dreifing ljóss í rúmi var
um 12cpd, og ef hitt augað var aðlagað með bláu ljósi.
Samskonar áhrif og með aðlögun að ljósi er einnig hægt
að ná með þrýstingi á augað og þannig valda skammtíma
blindu. Þessar niðurstöður benda til að tvísæisskyn sé ekki
næmara einsæisskyni vegna samlagningar, heldur vegna
þess að hömlun annars augans á hinu er fjarlægð.
SELTUÞOL BLEIKJU: SAMANBURÐUR Á
SJÓBLEIKJU OG VATNABLEIKJU
Höfundar: Björgvin Richards, Sigurður Jóhannsson,
Sigurður Snorrason, Logi Jónsson. Rannsóknastofa í
lífeðlisfræði, Líffræðistofnun H.í.
Bleikja (Salvelinus Alpinus (L.)) getur lifað allt sitt líf
í vötnum, svokalluð vatnableikja, en eins getur hún
farið í sjó yfir sumartímann og er þá kölluð sjóbleikja.
Sjóbleikjan heldur þó hæfileikanum til að stjóma blóðseltu
í sjó (seltuþolinu) einungis í tiltölulega skamman tíma
eða í sex til átta vikur. Vatnableikja og sjóbleikja er sama
tegund og eiga sömu forvera og því er fróðlegt að sjá
hvort vatnableikja, eins og bleikjan í Þingvallavatni, hefur
viðhaldið einhverju af hæfileikanum til að ganga í sjó
þrátt fyrir 10.000 ára innilokun í fersku vatni.
Á um það bil þriggja vikna fresti frá maí og fram
í ágúst 1990 voru bleikjur veiddar í net í Hvítá í
Borgarfirði og Þingvallavatni. Þær voru fluttar til
Reykjavíkur, látnar jafna sig í fjóra daga og síðan settar
í seltuþolspróf. Þá vom tekin úr þeim blóðsýni og
jónastyrkur blóðvökva (Na+ og Cl“) borinn saman við
gildi úr viðmiðunarhópnum.
I ljós kemur að bleikjan í Þingvallavatni hefur tapað
hæfileikanum til að fara í sjó en bleikjan í Hvítá virðist
hafa allgóða seltustjómun að vori en tapar smátt og smátt
hæfileikanum þegar líður á sumarið.
Verkefni þetta er styrkt af rannsóknasjóði H.í.
ÁHRIF TÍÐNI SÝNATÖKU VIÐ MAT Á
STARFSEMI EGGJASTOKKA
Höfundur: Jón Eldon. Tilraunastöð Háskóla Islands í
meinafræði að Keldum
Með mælingum á hormóninu prógesterón, sem er
myndað í gulbúi eggjastokka má kanna ýmsa starfsemi
þeirra. Fylgst er með breytingum á þéttni prógesteróns
í blóði eða í mjólk við hinar margvíslegustu rannsóknir
á starfsemi í æxlunarkerfa dýra og manna. Nefna má
rannsóknir á lengd fengitíma, gangmála, tíðahrings og
meðgöngu, athuganir á samspili hormónanna LHRH,
LH, FSH, oestradiois, oxytósíns og prógesteróns ásamt
prostaglandínum í stjóm á starfsemi eggjastokka og legs.
Til að kanna náið breytingar á þéttni prógesteróns var
mjólkursýnum safnað daglega í hundrað daga frá burði
úr 20 mjólkurkúm. Mælingar í mjólk gefa rétta mynd
af breytingum í blóði. Niðurstöður sýndu breytilegt,
einstaklingsbundið mynstur á prógesterónmynd. Lengd
»tíðahrings« (ovarian cycle) var átta til 26 dagar, lengd
gangmála, frá því að gulbú eyðist og þar til nýtt myndast,
voru tveir til átta dagar og tími gulbús var frá sex til 19
daga. Sumar kýr sýndu mjög reglulega prógesterónmynd
en aðrar óreglulega. Sjúkdómar eins og blöðrur á
eggjastokkum og legbólga höfðu áhrif á starfsemi gulbús
sem breytti prógesterónmyndinni. Niðurstöður sýna að
við rannsóknir á starfsemi æxlunarkerfa er tíð sýnataka
nauðsynleg til að rétt mynd fáist og hægt sé að draga
áreiðanlegar álykanir.
RIDUTENGDIR ÞRÆÐIR OG PRÓTEASAÞOLIN
PRÓTÍN FINNAST í HEILA Á MEÐGÖNGUTÍMA
RIÐU í SAUÐFÉ
Höfundar: Rósa Jóhannsdóttir, Sigurður Skarphéðinsson,
Sigurður Sigurðarson, Guðmundur Georgsson.
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði,
sauðfjárveikivamir Keldum, Reykjavík
Riða í sauðfé hefur verið landlæg hérlendis í rúma öld.
Mikilvægt er að hægt sé að greina smit snemma og af
nákvæmni. Smásjárskoðun er að því leyti ófullnægjandi
að misræmi getur verið milli vefjaskemmda og
sjúkdómseinkenna. Þar eð smit er tengt próteasaþolnum
próteinum (protease resistant proteins - PrP) og
riðutengdum þráðum (Scrapie associated fibrils - SAF)
beittum við rafeindasmásjárskoðun til að leita að SAF