Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 6
350 LÆKNABLAÐIÐ miltisáverka í ómun eftir klíníska skoðun og byrjunarmeðferð á slysamóttöku. Omskoðun var talin jákvæð ef: 1) Augljósir áverkar sáust á milta, 2) frír vökvi sást í kviði og óregluleg ómgerð milta, 3) frír vökvi sást r kviði og klínískt var sterkur grunur um miltisáverka. Væri ómskoðun eðlileg í byrjun var hún oft endurtekin nokkrum tímum síðar. Með ómskoðun greindust þannig 29 af þeim 44 miltisáverkum sem hér um ræðir (67%). Fyrir daga ómskoðunar byggðist greiningin fyrst og fremst á klínískri skoðun og síðan aðgerð (tafla I). í einu tilviki, þar sem nokkrir dagar voru liðnir frá slysinu, var greiningin staðfest með æðamyndatöku og í þremur svipuðum tilfellum með miltisskönnun. Þessum aðferðum var annars sáralítið beitt. Þó að sneiðmyndatæki hafi verið við Borgarspítalann frá 1981 var það heldur ekki mikið notað til byrjunargreiningar á miltisáverka á tímabilinu þar sem rannsóknin þótti oftast of seinvirk miðað við ástand sjúklings. Einungis í tveimur tilvikum byggðist upphafsgreiningin fyrst og fremst á sneiðmyndatöku. Hjá þeim sjúklingum sem ákveðið var að meðhöndla án uppskurðar hvíldi upphafsgreiningin í öllum tilvikum á ómun. Endurteknar ómanir og ekki síst sneiðmyndatökur voru síðan notaðar til að fylgjast með hugsanlegum breytingum á milta og vökvasöfnun í kviði. Metið var hversu alvarlega slasaðir sjúklingamir voru með því að reikna út heildaráverkastig (injury severity score eða ISS). Þessi tala er þannig fundin, að hverju líffærakerfi eru gefin stig frá 0-5 eftir því hve áverkinn er alvarlegur. Vægur áverki fær 1 stig, miðlungs 2, alvarlegur en þó ekki lífshættulegur 3, lífshættulegur en þó yfirleitt læknanlegur 4, lífshættulegur og óvíst um afdrif 5. Stig þeirra þriggja líffærakerfa a b c sem flest stig fá eru síðan sett inn í jöfnuna a2 + b2 + c2 = ISS. Sjúklingur sem er í hjarta- og öndunarstoppi við komu fær þó alltaf hæsta skor burtséð frá áverka, þ.e. 75 stig. Sjúklingur sem er með miltisáverka eingöngu fær yfirleitt 16 stig (42) en sé hann í slæmu losti fær hann 25 stig (52). Heildaráverkastigið (ISS) þannig reiknað, er í næstum beinu hlutfalli við dánartíðni en aldurinn skiptir einnig miklu máli. Ef heildaráverkastigið nær 40 má reikna með að helmingur sjúklinga á aldrinum 0-49 ára lifi Table I. The diagnostic methods. Diagnosis obtained by n Ultrasonography........................ 29 Explorative laparatomy Previous peritoneal tap in 2 patients ................... 9 Scintigraphy ........................... 3 CT of abdomen........................... 2 Angiography............................. 1 Total 44 patients Table II. Age (years) distrihution of patients studied. Median Range Mean All patients n=44 ........... 20 1-78 29 Operated patients n=30 .... 20.5 1-78 32 Observed patients n=14 .... 13 3-68 22 slysið af en sé sjúklingurinn yfir sjötugt eru lífslíkur nær engar (5). A umræddu tímabili lögðust 44 sjúklingar inn á skurðlækningadeild Borgarspítalans vegna lokaðs áverka á milta. Kynskiptingin var næstum jöfn, 23 karlar og 21 kona. NIÐURSTÖÐUR Orsakir slysanna voru langoftast umferðarslys eða í 29 tilvikum af 44. Aðrar orsakir voru fall (9), íþróttaslys (3) og ýmislegt annað (3). Helmingur umferðarslysanna átti sér stað á vorin eða snemmsumars, þ.e. 1. aprfl-1. ágúst. Fyrstu fimm árin greindust aðeins 11 sjúklingar (25%) með lokaðan miltisáverka en 33 greindust seinni hluta rannsóknartímans. Aldursdreifing kemur fram í töflu II, en 65% hópsins voru yngri en 25 ára. Nítján sjúklingar höfðu lágan blóðþrýsting eða hraðan hjartslátt við komu sem ekki lagaðist við 1000 ml af saltlausn í æð, sem líta verður á sem merki um alvarlega blæðingu. Kviðskoðun var eðlileg við koinu hjá aðeins fjórum sjúklingum. Sjö höfðu staðbundin eymsli yfir vinstra efra fjórðungi, dreifð eymsli höfðu átta og tuttugu og einn sjúklingur hafði einkenni um ertingu á lífhimnu svo sem vöðvavöm, sleppieymsli eða verk upp í öxl. Hjá fjórum sjúklingum var ekki hægt að meta ástand kviðar við komu vegna meðvitundarleysis. Einungis 15 sjúklingar (34%) höfðu miltisáverka eingöngu. Hinir 29 (66%) höfðu allir viðbótaárverka, annað hvort utan

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.