Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 13

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 357-61 357 Gunnar Guðmundsson, Magni S. Jónsson FLEIÐRUHOLSVÖKVI: Rannsókn á níutíu og sex sjúklingum á Borgarspítala INNGANGUR Vökvasöfnun í fleiðruhol er algengt vandamál hjá sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. Vökvasöfnunin getur átt sér margar orsakir og vekur oft upp ýmsar spumingar í sambandi við greiningu og meðferð (1). Við eðlilegar kringumstæður eru um það bil 7-15 millilítrar af vökva í fleiðruholinu og kemur hann frá veggfleiðru og er einnig tekinn þar upp aftur (2). Vökvinn eykst þegar ójafnvægi verður milli myndunar og brottnáms hans. Oftast er orsökina að finna í lungum eða brjósthimnu en getur einnig verið að finna í hjarta eða kviðarholi. Þá getur vökvasöfnun í fleiðruhol verið hluti af fjölkerfa sjúkdómum, til dæmis rauðum úlfum eða iktsýki og jafnvel verið fyrsta einkenni þessara sjúkdóma. Vökvasöfnun getur einnig verið afleiðing af læknisaðgerðuin, svo sem skurðaðgerðum á kviðarholi og brjóstholi eða lyfja- og vökvagjöf (1). Vökvinn fer að koma fram á röntgenmynd af lungum þegar hann er orðinn um 250 ml (3). Oft getur verið erfitt að komast að orsök og getur það kostað miklar rannsóknir, en talið er að oftast sé hægt að komast að orsökum um það bil 73-79% alls fleiðruholsvökva (4-8). Hér á eftir verður sagt frá rannsókn á Borgarspítala á fleiðruholsvökva þar sem tilgangurinn var að athuga nánar þá sjúklinga sent greinast með fleiðruholsvökva á spítalanum. Rannsóknin beindist að eftirfarandi þáttum: Hverjar eru helstu orsakir fleiðruholsvökva, hversu algengt vandamál er hann, hver eru afdrif þessara sjúklinga, hvemig er staðið að rannsóknum á orsökum hans. Niðurstöður eru bomar saman við erlendar rannsóknir. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var framsæ þar sem fylgst Frá lyflaskningadeild Borgarspítala, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Magni S. Jónsson. var með öllum innlögðum sjúklingum á Borgarspítala sem greindust með fleiðruvökva á sjö mánaða tímabili frá janúar til júlí 1990. Rannsóknin var samþykkt af starfs- og siðanefnd Borgarspítala. Greiningin var gerð með röntgenmynd af lungum og ef vafi lék á að um frítt fljótandi vökva væri að ræða var einnig tekin hliðarlegumynd. Reynt var að láta rannsóknina ekki hafa áhrif á uppvinnslu og meðferð þessara sjúklinga, þar sem áætlað var að athuga einnig þær greiningaraðferðir sem notaðar eru á spítalanum. Allar ákvarðanir um val á rannsóknum og nauðsyn brjóstholsástungu voru teknar af sjúkrahúslækni viðkomandi sjúklings en ekki höfundum þessarar greinar nema álits þeirra væri sérstaklega óskað. Við greiningu á fleiðruholsvökva voru notaðar rannsóknir sem hægt er að fá gerðar daglega á Borgarspítala. Það eru rannsóknir á eggjahvítu, hvítum blóðkomum með deilitalningu, rauðum blóðkomum, sykri, laktat, laktat dehydrogenasa (LDH), C-reaktíftu prótíni (CRP), pH og eðlisþyngd. í völdum tilfellum var mældur amylasi í vökvanum. Til að greina milli vilsu (exudats) og bjúgvökva (transudats) voru notuð skilmerki Light og fleiri frá 1972, þ.e. að um vilsu væri að ræða ef hlutfall prótína í fleiðruholsvökva á móti sermi væri hærra en 0,5 eða LDH í fleiðruholsvökva hærra en 200 IU eða hlutfall LDH í fleiðruholsvökva á móti sermi hærra en 0,6 (9). Allir sjúklingar í rannsókninni voru skoðaðir og metnir af öðrum hvorum þeirra sem að henni stóðu. Einnig voru skoðaðar sjúkraskýrslur þessara sjúklinga og göngudeildamótur til að fylgja þeim eftir. Öllum sjúklingum, þar sem orsök var óþekkt, var fylgt eftir í að minnsta kosti sex mánuði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.