Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 14
358 LÆKNABLAÐIÐ eftir útskrift. Skoðaðar voru krufningaskýrslur þeirra sem létust og voru krufnir. Eftirtalin greiningarskilmerki voru notuð við greiningu orsaka. Vökvi var talinn vera af völdum hjartabilunar ef um var að ræða aukinn vökva í lungnavef á röntgenmynd, stækkað hjarta og/eða vanstarfsemi á vinstri slegli við ómskoðun á hjarta. Einnig þurfti saga og skoðun að benda til hjartabilunar og vökvi að hverfa tiltölulega fljótt við meðferð með þvagræsilyfjum. Lungnarek eða lungnadrep var talið orsök ef saga og blóðflæðiskönnun af lungum bentu til þess. Illkynja orsakir voru greindar með frumurannsókn eða sýnistöku. Vökvi var talinn vera tengdur sýkingu ef um var að ræða íferð í lungum samhliða og saga og skoðun bentu til sýkingar. Heilkenni Dresslers var greint ef sjúklingur hafði nýlega gengist undir kransæðahjáveituaðgerð eða fengið hjartadrep og einkenni og skoðun bentu einnig til þessa. Vökvi í gollurshúsi þurfti einnig að vera fyrir hendi. Briskirtilsbólga var talin orsök ef saga og skoðun bentu til þessa og amylasi í blóði og/eða fleiðruholsvökva var hækkaður. Skurðaðgerð á kviðarholi var talin orsök ef nýleg saga var um slíkt og einnig ef um var að ræða samfall á neðri hluta lungna. Heilkenni Meigs var greint ef með bjúgvökva í fleiðruholi fór æxli í grindarholi og vökvinn hvarf með brottnámi æxlisins. Lifrarbólga var talin orsök ef hún var staðfest með mótefnamælingum í blóði og vökvi greindist einnig í kviðarholi. Ef sjúklingur uppfyllti greiningarskilmerki fyrir rauða úlfa eða iktsýki og ekki fannst önnur skýring var sú talin orsökin. NIÐURSTÖÐUR A því sjö mánaða tímabili sem rannsóknin náði yfir greindust 96 sjúklingar með fleiðruholsvökva á Borgarspítala. Um var að ræða 45 karla og 51 konu. Meðalaldur þeirra var 63,8 ár, sá elsti 92 ára og sá yngsti 16 ára og er aldursdreifingin sýnd á mynd. Skipting sjúklinga milli deilda og hlutfall sjúklinga með fleiðruvökva er sýnd í töflu I. Meðallegudagafjöldi voru 29,3 dagar. Sjötíu og átta sjúklingar útskrifuðust en 18 létust í legu. Niðurstöður röntgengreiningar má sjá í töflu II. Algengast var að sjá vökva í vinstra Number of patients Age in years Fig. Age distribution of patients with pleural effusion. Table I. Number of patients with pleural effusion and total number of admissions on different sen’ices during the study period. Number of patients Total Pleural admissions effusion Rate Internal medicine 1720 70 4.0/100 General surgery 803 21 2.6/100 Orthopedics and trauma 950 5 0.5/100 Total 3473 96 2.8/100 Table II. Radiographic patterns on tlie chest film of patients with pleural effusion. Pleural fluid Consolidation Atelectasis Right lung ............. 18 6 5 Left lung............... 45 12 12 Bilateral............... 33 5 5 Total 96 23 22 Table III. Results of pleural fiuid analysis and pleural biopsies e.xpressed as ratio of diagnostic or positive results against tlte total number of respective test. Exudate............................... 16/27 Transudate ............................ 7/27 Unknown................................. 4/27 Positive bacterial culture.................... 0/20 Positive TBC culture.......................... 0/17 Positive cytology .............................. 1/14 Positive pleural biopsy ...................... 0/3 Elevated amylase.............................. 2/9 pH lower than 7.30 ........................... 2/19 fleiðruholi. Tuttugu og þrír sjúklingar höfðu að auki íferð í lunga og 22 höfðu samfall á

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.