Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 15

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 359 Table IV. Etiology of pleural effusions. Number of patients in each diagnostic category and the number of thoracentesis performed in each group. Number Thoracentesis Congestive heart failure ... .. 34 3 Parapneumonic .. 15 8 Postoperative .. 8 1 Posttraumatic 5 3 Pulmonary embolism .. 3 1 Pancreatitis .. 3 1 Dresslers syndrome .. 3 1 Tumor 2 2 Abdominal abscess 2 1 SLE .. 2 0 Meigs syndrome .. 1 1 Rheumatoid arthritis 1 0 Hepatitis 1 0 Unknown .. 16 5 Total 96 27 hluta lunga. Tuttugu og þrír sjúklingar höfðu fleiðruholsvökva en eðlilega röntgenmynd af lungum að öðru leyti. Blóðflæðiskönnun af lungum var framkvæmd hjá 15 sjúklingum og gaf til kynna lungnarek í þremur tilvikum. Fleiðruholsástunga var gerð hjá 27 sjúklingum (28%) og eru niðurstöður sýndar í töflu III. Hjá tveimur sjúklingum náðist vökvi eingöngu til ræktunar og tveir sjúklingar höfðu blóðbrjóst. Bakteríuræktun var reynd hjá 20 sjúklingum en var alltaf neikvæð. Berklaræktun var gerð hjá 17 sjúklingum og var einnig neikvæð. Sýnistaka frá brjósthimnu var gerð í þremur tilvikum og sýndi í öllum tilfellum bólgusvörun en ekki illkynja breytingar né merki um berkla. Tveir sjúklingar reyndust hafa mikla hækkun á amylasa og var annar þeirra með briskirtilsbólgu og hinn með ígerð í kviði vegna rofs á meltingarvegi. 1 13 tilvikum voru gerðar mótefnamælingar vegna veirusjúkdóma en þær voru allar neikvæðar. Orsakir brjóstholsvökva í þessari rannsókn eru sýndar í töflu IV. Þar kemur fram að hjartabilun var langalgengasta ástæðan en næst kom vökvi tengdur sýkingu í lunga. Alls eru taldar upp 13 orsakir fyrir 80 tilfellum en í 16 tilvikum var orsök óþekkt. Þá er í töflunni einnig sýnt hjá hve mörgum sjúklingum í hverjum hópi var gerð brjóstholsástunga. UMRÆÐA í þessari rannsókn kemur fram að fleiðruholsvökvi er algengt vandamál á Borgarspítala, sérstaklega á lyflækningadeild þar sem einn af hverjum 25 sjúklingum á rannsóknartímabilinu var með fleiðruholsvökva. En þessir sjúklingar gátu einnig verið á skurðlækningadeild eða slysa- og bæklunarlækningadeild. Þá kemur einnig fram að fleiðruholsvökvi getur komið fram hjá öllum aldurshópum, þótt oftast sé um eldra fólk að ræða og speglar þetta aldursdreifingu sjúklinga á Borgarspítala. Vökvinn reyndist vera algengastur í vinstra fleiðruholi og ef um íferð eða samfall á hluta lunga reyndist vera að ræða var það einnig algengara í vinstra lunga. Tólf þeirra 16 sjúklinga með fleiðruholsvökva af óþekktri orsök höfðu ekki aðrar breytingar á röntgenmynd af lungum en fleiðruholsvökva. Margir sjúklinganna voru grunaðir um lungnarek því gerð var blóðflæðiskönnun af lungum hjá 15 sjúklingum en gaf aðeins greiningu í þremur tilfellum. Fleiðruholsástunga var ekki gerð nema hjá rúmum fjórðungi sjúklinganna. Vilsa reyndist algengari en bjúgvökvi. Eftirtektarvert er að hvorki berklabakteríur né aðrar bakterfur ræktuðust nokkru sinni úr vökvanum. Þá greindust æxlisfrumur aðeins í einu tilviki af 14 við frumurannsókn. Vefjasýni var aðeins tekið í þremur tilvikum og verður það að teljast lág tala miðað við hversu mikilvæg sú rannsókn er talin við greiningu fleiðruholsvökva, ef grunur er um æxli eða berkla sem orsök (10). Mótefnamælingar vegna veirusjúkdóma voru alltaf neikvæðar enda þótt sterkur grunur væri um veiruorsök í sex tilfellum. Coxsackie-veirur eru taldar algengasta veiruorsök brjósthimnubólgu (11). I rannsókn okkar var hjartabilun algengasta orsök fleiðruvökva og er það í samræmi við niðurstöður annarra höfunda (1). Astunga var aðeins gerð hjá þremur af þessum sjúklingum enda er hún almennt talin óþörf ef sjúklingar svara vel hjartabilunarmeðferð, nema ef vera skyldi í mismunagreiningarskyni eins og um var að ræða hér (12). Næstalgengastur var vökvi tengdur sýkingu í lunga. Astunga var gerð hjá rúmlega helmingi þessa hóps og ræktuðust aldrei bakteríur úr vökvanum. Flestir höfundar leggja mikla áherslu á að tekið sé sýni úr vökva til ræktunar ef hann er fyrir hendi við lungnabólgu þar sem meðferð er

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.