Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 24
368 LÆKNABLAÐIÐ létust sex. Ein kona gerði slíka tilraun og lifði af. Sjö karlar og ein kona létust af öðrum ástæðum en þegar eru taldar (tafla VI). Þegar sjúklingum var skipt í tvo hópa, eftir því hvort um höfuðáverka var að ræða eða ekki, kom í ljós að dánartíðni þeirra sem voru með einhver höfuðmeiðsli var 14,1% (44/312) (tafla V) og var höfuðáverki aðaláverki þeirra allra sem létust, en dánartíðni hinna án höfuðáverka 7,5% (11/146). Samanber töflu VII reyndist dánartíðnin hæst hjá sjúklingum með hreina höfuðáverka 22,9% (32 af 140 sjúklingum) en lægst hjá sjúklingum slösuðum á einu svæði (öðru en höfði) 5,6% (fjórir af 71 sjúklingi). Fjölsvæðaslasaðir voru alls 247 og voru 75 þeirra án höfuðáverka, dánartíðni þeirra var 9,3% (sjö af 75). Fjölsvæðaslasaðir einnig með höfuðáverka voru 172, dánartíðni þeirra var 7% (12 af 172 ). Hjá þeim sem létust var höfuðáverki eins og áður segir aðal áverki hjá 44 sjúklingum, brjóstholsáverki hjá fimm, kviðaráverki hjá fjórum, andlitsáverki hjá einum og einn sjúklingur var með útiimaáverka sem aðaláverka (tafla VIII). Til fylgikvilla mátti rekja dauða átta sjúklinga (14,5%), þeir létust allir þegar meira en vika var liðin frá komu (tafla VIII). Aðeins þrír sjúklingar dóu með ISS lægra en 20 (mynd 10), allir eftir útskrift af gjörgæslu og voru allir 76 ára eða eldri. Aðrir sem létust, 52 alls, höfðu ISS >25. Með ISS >25 voru alls 145 sjúklingar og var dánartíðni þeirra því 35,9%. Heildardánartíðni fyrir allan hópinn var 12,0% (55 af 458) eða 10,5% (48 af 458) ef rniðað var við dánartíðni á gjörgæslu. Meðal-ISS þeirra sem létust var 43,3. Meðal-ISS þeirra sjö sem létust á legudeild eftir útskrift af gjörgæslu var 20. Dánartíðni fór nokkuð jafnt hækkandi með aldri. Reyndist dánartíðni sjúklinga <45 ára vera 8%, en þeirra sem voru >45 ára 22,1%. Mynd 11 sýnir vel þennan mun hjá þessum tveimur aldurshópum eftir ISS hópum, en allir dóu sem voru með ISS 75. Á myndinni sést að áverkar sem höfðu 50% dánartíðni (LD 50) í för með sér hjá yngri hópnum mældust meiri, eða um ISS=50, en hjá eldra fólkinu um það bil ISS=30. Dánartíðni sjúklinga >65 ára var 26,8%, sjúklinga >70 ára 44,5% og þeirra sem voru >75 ára 64,7%. Á mynd 12 Morlality % E3 Unprotected □ Protected Fig. 9. Morlality in protected vs unprotected road users according to age. ICU trauma patients 1975-1979. Number -t>- N of deaths in ISS groups Fig. 10. Number of patients in different ISS groups and number of deaths in ISS groups. ICU trauma patients 1975-1979. Table VII. Showing type of trauma, number and percent of patients in each group, number of deaths and % mortality. ICU trauma patients 1975-1979. Type of trauma Patients n Injured Died (%) n Mortality (%) Isolated head/neck injury 140 (30.6) 32 (22.9) Multiple trauma including head/neck injury.... 172 (37.5)12 (7.0) Multiple trauma without head/neck injury.... 75 (16.4) 7 (9.3) Trauma in one region excluding head/neck injury.... 71 (15.5) 4 (5.6) Total material 458 (100.0)55 (12.0) sést hve stórt hlutfall sjúklinga útskrifaðist af spítalanum beint heim til sín, á aðra stofnun eða dó, flokkað eftir því hve alvarlega þeir voru slasaðir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.