Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 41

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78; 385-7 385 Eyvindur Kjelsvik, Brynjólfur Mogensen HEILKENNI RISTARGANGA: Yfirlit yfir árangur aögeröa á Borgarspítala ÁGRIP TTS (Tarsal Tunnel Syndrome) aðgerðir voru gerðar á 14 sjúklingum (18 fótum) á Borgarspítala á 10 ára tímabili og var sjúklingum fylgt eftir aðgerð að meðaltali 3,5 ár. Allir sjúklingar voru með verk í fæti og 13 fætur voru með dofa fyrir aðgerð. Árangurinn virðist góður þar sem verkur hvarf eða minnkaði verulega í 15 af 18 fótum. Tveir sjúklingar höfðu engan bata af aðgerð. Við teljum skurðaðgerð árangursríka meðferð við heilkenni ristarganga. INNGANGUR Heilkenni ristarganga (Tarsal Tunnel Syndrome, TTS) (1,2) orsakast af þrýstingi á aftari sköflungstaug (N. tibialis posterior) þar sem hún liggur aftan og neðan við miðlæga ökkla (malleolus medialis) innan beygjendahafts fótar (retinaculum Mm. flexorum). Veggir ganganna eru að mestu óeftirgefanlegir. Fyrirferð eða þrengsli þar veldur því fljótt þrýstingseinkennum á taugar. Aftari sköflungstaug skiptist í N. plantaris medialis og lateralis. Yfirleitt gerist það neðan við beygjendahaft, en stundum klofnar taugin í göngunum og er það talið skýra mismunandi einkenni heilkennis. TTS er talið vera hliðstætt heilkenni miðtaugarþvingunar (Carpal Tunnel Syndrome), en er mun sjaldgæfara (3). Dæmigerð einkenni eru verkur, dofi og skynbreytingar undir ilinni, fram í tær og stundum í hælnum. Við skoðun finnst oft minnkað snertiskyn undir fæti, sem svarar til upptökusvæðis N. tib. post. eða greinar hennar. Oft geta einkenni framkallast með áslætti á beygjendahaft, svokallað Tinel’s sign. Taugaleiðnimælingar geta staðfest greininguna, en eðlileg leiðni útilokar ekki TTS (4). Orsök TTS getur verið staðbundin, Frá slysa- og bæklunarlækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Bryrijölfur Mogensen. til dæmis áverkar, æxli og örmyndun (5,6), eða sjúkdómar eins og sykursýki og gigtarsjúkdómar (7). Oft finnst þó engin orsök (8). Óalgengt er að sjúklingar hafi TTS á báðum fótum (9). Meðferð við TTS er fólgin í skurðaðgerð þar sem losað er um taugina. Lækning fæst í 80- 90% tilfella (10). Aðgerðir af þessu tagi hófust á Borgarspítala (BSP) 1984. I þessari grein er árangur allra aðgerða við TTS til og með 1989 metinn með tilliti til ánægju sjúklinganna. EFNIVIÐUR Athugunin nær til allra sjúklinga sem fóru í aðgerð vegna TTS á árunum 1980-1989 á Borgarspítalanum og ekki hafði verið gerð á aðgerð áður vegna þessa sjúkdóms á sama útlimi. Upplýsingar eru fengnar úr sjúkraskýrslum, aðgerðarlýsingum, taugaleiðnimælingum og viðtölum við sjúklinga. Athuguð voru einkenni fyrir aðgerð, hugsanlegar undirliggjandi orsakir, skýringar sem sáust í aðgerð og einkenni eftir aðgerð. Haft var samband við sjúklinga í síma og þeir beðnir að meta árangur aðgerðar sem; a) mjög góðan (einkennalaus), b) góðan (óveruleg einkenni), c) sæmilegan (nokkur einkenni) eða d) engan (óbreytt eða meiri einkenni). Sumir voru skomir upp báðum megin; þá er hvor fótur athugaður fyrir sig. Framkvæmdar voru 18 aðgerðir á 14 sjúklingum, 10 konum og fjórum körlum, á aldrinum 22-67 ára (meðalaldur 41 ár). Haft var samband við sjúklingana að meðaltali 3,5 árum eftir aðgerð (tveimur til sex árum). NIÐURSTÖÐUR Verkur og dofi voru algengustu einkennin og kvörtuðu allir sjúklingamir um verk í il, hæl eða ökkla. Þrettán sjúklingar voru einnig með dofa í fæti. Taugarit var gert á sjö sjúklingum og samsvaraði TTS hjá öllum. Hugsanlegir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.