Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.11.1992, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 389-94 389 HLUTVERK HEIMILIS- OG HEILSUGÆSLULÆKNA INNAN HEILBRIGÐISPJÓNUSTUNNAR. Yfirlýsing WONCA (The World Organisation of National Colleges, Academies and Academic Associations of General Practitioners / Family Physicians) frá 1991 SAMANTEKT Til þess að unnt sé að veita hágæðaþjónustu í heilsugæslu þurfa heilsugæsluteymi í hverju sveitarfélagi að eiga greiðan aðgang að vel þjálfuðunr heimilis- eða heilsugæslulæknum. Til að svo megi verða þurfa heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að móta stefnu sem leiðir til fjölgunar lækna með þjálfun og sérmenntun í heimilislækningum. Slík stefnumótun myndi leiða til aukinnar áherslu á heimilislækningar í læknadeildum og læknaskólum, betri möguleika á framhaldsmenntun, rannsókna f heimilislækningum og meiri hvatningar til læknastúdenta að kjósa sér starfsvettvang í heimilislækningum. Læknaskólar og læknadeildir ættu að gefa kennslu í heimilislækningum verðugan sess í menntun læknanema og stofna til eða styrkja framhaldsmenntun í heimilislækningum. Þessu skjali er ætlað að hvetja til fjölgunar í heimilislæknastétt. í því er lýst hlutverki heimilislækna innan heilbrigðiskerfisins, svo og þeirri þekkingu, fæmi og viðhorfum, sem til þarf. SKILGREINING HUGTAKSINS HEIMILISLÆKNIR Heimilislæknir er sá læknir sem tekur að sér að veita víðtæka heilbrigðisþjónustu hverjum þeim, sem leitar sér læknishjálpar og sér um að aðrir heilbrigðisstarfsmenn veiti þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni. Á síöasta ári kom út bæklingur á vegum Alheimssambands heimilislæknafélaganna (WONCA) sem ber nafnið The Role of The General Practitioner/Family Physician in Health Care Systems, WONCA 1991. Stjórn FÍH baö Eyjólf Þ. Haraldsson aö þýöa bæklinginn og birtist þýöingin hér i Læknablaöinu Þýöandi þakkar Erni Bjarnasyni ritstjóra ómetanlega aðstoö. Heimilislæknir er tilbúinn að veita alhliða þjónustu hverjum þeim, sem til hans leitar. Aftur á móti takmarka aðrir aðilar heilbrigðiskerfisins þjónustu sína á grundvelli aldurs, kyns og/eða sjúkdómsgreiningar. Heimilislæknir annast hvern einstakling með tilliti til fjölskyldu hans og hverja fjölskyldu með tilliti til samfélagsins, en án tillits til kynþáttar, trúarbragða, menningar eða þjóðfélagsstöðu. Hann er nægilega hæfur í klínísku starfi til þess að sinna meginþorra þeirra heilsufarsatriða, sem upp koma, að teknu tilliti til menningarlegra, efnahagslegra og sálrænna aðstæðna sjúklingsins. Hann tekur þar að auki á sig ábyrgð á því að veita skjólstæðingum sínum víðtæka og samfellda þjónustu. Heimilislæknir gegnir hlutverki sínu ýmist í eigin persónu eða með því að virkja aðrar heilbrigðisstéttir, allt eftir því hvert eðli heilsuvandans er hverju sinni. Eftirfarandi skuldbindingar lýsa þeim meginreglum, sem heimilislæknar beita í daglegu starfi, ýmist einir eða í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. SKULDBINDINGAR SEM HEIMILISLÆKNAR TAKA Á SIG 1. Gagnvart samfélaginu: A. MeginmarkmiÖ. - Læknirinn þarf að kunna skil á faraldsfræði viðkomandi samfélags. - Læknirinn þarf að hafa sem mest áhrif á hvers kyns heilsuvanda í því samfélagi. B. Aðferðir. - Læknirinn þarf að gera sér grein fyrir, hverjir mynda samfélagið og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.