Læknablaðið - 15.11.1992, Page 50
394
LÆKNABLAÐIÐ
og sjúklings, svo og áhrif og virkni
læknismeðferðar.
Skipulagning: Þörf er þekkingar á
heilbrigðisvandamálum, félagslegum
vandamálum og meðferðarferli, svo að þeir
sem annast skipulagningu heilbrigðis- og
félagsþjónustu geti sem best nýtt sér öll tiltæk
úrræði til forvarnar gegn sjúkdómum og
slysum, svo og til eflingar heilbrigði.
Gœðatrygging: Koma þarf aðferðum
til sjálfsgagnrýni og gæðatryggingar
inn í klíníska vinnu. Til samanburðar er
gagnlegt að skoða aðferðir iðnfyrirtækja við
gæðatryggingu, en sambærilegar aðferðir er nú
rétt byrjað að nota í heilbrigðisþjónustu. Hið
sívaxandi gagnafióð um læknisfræðileg efni
gerir öllum læknum nauðsynlegt að þjálfa sig
í að leggja gagnrýnið mat á læknisfræðilegar
upplýsingar.
Flokkunarnefnd Alheimssambands
heimilislœknafélaga (WONCA):
Vinnuframlag þessarar nefndar, sem að
hluta til er unnið í samvinnu við Alþjóða
heilbrigðismálastofnunina, hefur leitt til þess,
að nú er fyrir hendi skilgreindur, alþjóðlegur
grunnur til að byggja á vísindalegar
rannsóknir í heilsugæslu. Þegar hafa verið
gefin út flokkunarkerfi fyrir atriði eins og
ástæður samskipta, heilbrigðisvandamál
og sjúkdóma, meðferðarferli, skilmerki
sjúkdómsgreininga og skilgreiningar heita
(íðorða).
Rannsóknaraðferðir: Vera má að taka þurfi
upp vísindalegar rannsóknaraðferðir annarra
vísindagreina svo sem líffræði, félagsvísinda
og hugvísinda og aðlaga þær rannsóknum í
heilsugæslu. Tölfræðilegar vinnuaðferðir munu
gegna vaxandi hlutverki í slíkum rannsóknum.
FRAMTÍÐIN
Til að ná þeim markmiðum sem að framan
er getið er lágmarksskilyrði, að læknaskólar
séu vel búnir og bjóði upp á skipulegt nám
í heimilislækningum. Heimilislæknar um
víða veröld verða til kvaddir að annast
kennslu og vísindalegar rannsóknir. Gera
þarf heimilislækningar að undirstöðunámi í
læknisfræði, sem aðrar greinar læknavísinda
tengjast síðan við. Á þann veg má koma upp
samvirku, víðfeðmu teymi sem gagnast mun
einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu
öllu.
Þýðandi:
Eyjólfur Þ. Haraldsson.
HEIMILDIR
1. World Federation for Medical Education. The
Edinburgh Declaration. Medical Education 1988; 22:
481.
2. Lamberts H, Wood M , eds. Intemational
Classification of Primary Care. London: Oxford
University Press, 1987.
3. WONCA. Intemational Classification of Process
in Primary Care. IC-Process-PC. London: Oxford
University Press, 1986.
4. WONCA Classification Committtee. Functional Status
Measurement in Primary Care. Frontiers of Primary
Care. Berlin: Springer-Verlag, 1990.
5. WONCAAVHO. Intemational Classification of Health
Problems in Primary Care. ICHPPC-2-Defined.
London: Oxford University, Press, 1983.