Læknablaðið - 15.10.1993, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ
329
var sprautaður niður og fór mótþróalaust.
Síðan var hann fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur og lagður inn á geðdeild. Itarleg
skoðun leiddi ekkert athugavert í ljós og var
stefnandi útskrifaður daginn eftir.
Stefnandi fór í skaðabótamál á hendur ríkinu
sem vinnuveitanda heilsugæslulæknisins vegna
ólögmætrar frelsissviptingar. I niðurstöðu
héraðsdóms segir:
»Stefnandi var með rænu og talaði við
lœkninn og þá sem komu til að sœkja hann
í allt að þrjár klukkustundir áður en hann
var beittur valdi. Allan þennan tíma mótmœlti
hann því að fara til lœknisskoðunar. Enda
þótt í Ijós sé leitt með áliti lœknaráðs að
stefnandi geti á þesswn tíma hafa verið
haldinn alvarlegum geðsjúkdómi, sem gœti
hafa reynst hcettulegur honum, þá réði hann
því sjálfur hvort hann þœgi þá lœknismeðferð
og rannsóknir sem boðið var upp á, svo
framarlega sem hann var með ráði og rœnu
og gat tekið slíka ákvörðun. Ekkert er komið
fram um að stefndi (vakthafandi lœknir) hafi
athugað hvort stefnandi var reiðubúinn að
lýsa því yfir skrifiega að hann hafnaði því
alfarið að fara undir lœknishendur og að
hann gerði það með fullu ráði. Þegar á þetta
er litið, svo og til þess sem í Ijós er leitt um
hátterni stefnanda þanui um morguninn og
þá sérstaklega þess að hann hringdi að B
(nœsti bær) um kl. 9.30 og bað húsráðendur
fyrir fénað sinn meðan hann yrði fjarverandi
og sagði fyrir um fóðurgjöf verður ekki
talið nægilega leitt í Ijós af stefndu hálfu að
stefnandi hafi ekki vitað hvað hann var að
gera og að hann hafi ekki getað gert sér grein
fyrir því hverju hann var að neita, en sönnun
um þetta hvílir á stefndu.«
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
hefur ákveðið að áfrýja þessum dómi til
Hæstaréttar. Athyglisvert er að dómurinn telur
að læknir hefði átt að fá skriflega yfirlýsingu
frá sjúklingi um að hann vildi ekki þiggja
læknishjálp. Hér vakna spurningar um mat á
sjúkdómsástandi og alvarleika þess. Einnig
er fróðlegt að velta fyrir sér hver viðbrögðin
hefðu orðið ef læknirinn hefði valið þá leið að
skilja sjúklinginn eftir og eitthvað hefði komið
fyrir sjúklinginn í framhaldi þess.
í sérstökum tilfellum er bráðabirgðavistun
manns á sjúkrahúsi heimil án samþykkis
hans. Hér er átt við þau tilvik að viðkomandi
þurfi á meðferð að halda vegna geðveiki
eða ofnautnar áfengis, ávana- eða fíkniefna.
I þessum tilvikum heimila lögræðislögin
bráðabirgðavistun sjúklinga sem þetta
sjúkdómsástand á við um. í öllum tilvikum
verður læknir að meta sjúkdóminn og
sjúkdómsástandið verður að vera svo alvarlegt
að vistun sé óhjákvæmileg að mati læknisins.
Fyrrnefndur dómur kom inn á þetta mat
að hluta og sýnir að kröfurnar sem gerðar
eru varðandi alvarleika ástandsins eru mjög
miklar.
Víða erlendis eru sérstök lög um vistun
manna á sjúkrahúsi án þeirra samþykkis.
Geðlæknafélag Islands hefur eindregið lagst
gegn slflcum sérlögum, sem í flestum tilvikum
ná fyrst og fremst til geðveikra manna. Því
hafa ákvæði um bráðabirgðavistun af þessu
tagi verið í lögræðislögunum.
í einstökum sérlögum er að finna frekari
undanþágur frá þessari mepinreglu um að
samþykki sé nauðsynlegt. I þessu sambandi
má nefna ákvæði berklavarnalaga frá 1939,
ákvæði laga um varnir gegn kynsjúkdómum
frá 1978, ákvæði í sóttvarnalögum frá 1954
og farsóttalögum frá 1958. I öllum tilvikum
er vikið er til hliðar hinurn einstaklingsbundna
rétti í þágu heildarinnar - minni hagsmunir
víkja fyrir meiri.
Áður en við hverfum frá reglum um samþykki
er rétt að geta ákvæða í nýjum lögum um
brottnám líjfœra og krufningu (nr. 16/1991).
Þar getur hver sá sem orðinn er 18 ára
gefið samþykki sitt til brottnáms líffæris eða
lífrænna efna úr eigin líkama til nota við
læknismeðferð annars einstaklings. Hér er
miðað við 18 ára aldur þó meginreglan sé
talin sjálfræðisaldurinn. Lækni er skylt að
veita væntanlegum líffæragjafa upplýsingar
um eðli aðgerðar og hugsanlegar afleiðingar
hennar og skal læknirinn sérstaklega ganga
úr skugga um að væntanlegur líffæragjafi
skilji upplýsingarnar. Hafi einstaklingur gefið
samþykki má nema á brott líffæri úr honum
að honum látnum. Liggi samþykki hans ekki
fyrir má engu að síður nema líffæri á brott ef
nánasti vandamaður samþykkir og slíkt ekki
talið brjóta í bága við vilja hins látna.
E. Ymis réttindi samkvæmt læknalögum.
Ymis réttindi sjúklinga byggja á ákvæðum
læknalaga. Þar má nefna upplýsingaskylduna,