Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 383-392
383
Atli Dagbjartsson1), Jóhann Heiðar Jóhannsson2), Anna Björg Halldórsdóttir3),
Guðmundur Bjarnason1), Gunnar Biering1)
ÞARMADREPSBÓLGA NÝBURA Á ÍSLANDI
ÁGRIP
Gerð var afturskyggn rannsókn á bráðri
þarmadrepsbólgu nýbura (neonatal necrotizing
enterocolitis) á íslandi árin 1976-1991.
Tilfellanna var leitað í sjúkdómaskrám
Barnaspítala Hringsins, Rannsóknastofu
Háskólans við Barónsstíg og barnadeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Á þann
hátt fundust sjúkraskrár 23 nýbura og voru
þær allar endurskoðaðar, en einnig allar
vefjasneiðar úr görnum og röntgenmyndir
af kviðarholi. Talið er að sjúkraskrár allra
nýbura, sem fengu þessa greiningu á umræddu
tímabili á Islandi, hafi verið athugaðar.
Sjúkdómurinn birtist sem fimm stök
tilfelli árin 1976-1985, en sem faraldur
18 tilfella árin 1987-1990. Þetta svarar til
nýgengisins 0,12% meðal nýbura á íslandi
fyrra tímabilið og 1% síðara tímabilið. í
erlendum rannsóknum, sem vitnað er til, er
nýgengi á bilinu 1-1,3%.
I íslenska sjúklingahópnum voru níu drengir
og 14 stúlkur. Þar af voru 16 fyrirburar
(70%), en tvö börn höfðu meðfæddan
vanskapnað. Afbrigði og sjúkdómar
á meðgöngutíma höfðu greinst hjá 19
mæðranna og sjúklegar breytingar fundust
í átta af þeim 10 fylgjum sem rannsakaðar
voru. Aldur barnanna við greiningu á
þarmadrepsbólgu var að meðaltali 8,7 dagar
og helstu sjúkdómsteikn voru blóð í hægðum,
ælur, þaninn kviður og bjúgur í kviðvegg.
Yfirlitsmyndir af kviðarholi sýndu þykkveggja
garnir, loftbólur í garnavegg, útvíkkaðar
garnalykkjur og vökva eða loft í kviðarholi.
Þrettán börn fengu lyfjameðferð. Bráð
skurðaðgerð vegna gamarofs var gerð hjá
sex bömum, en aðgerð vegna síðkominna
Frá Barnaspítala Hringsins1), Rannsóknastofu Háskólans
í meinafræði2), röntgendeild Landspítalans3). Upplýsingar
og bréfskipti: Atli Dagbjartsson, Barnaspítala Hringsins,
Landspítala, 101 Reykjavík.
garnaþrengsla var gerð hjá einu barni. Hjá
þremur börnum á fyrra tímabilinu greindist
sjúkdómurinn ekki fyrr en við krufningu.
Lifun var 60% fyrra tímabilið og 78%
síðara tímabilið. Höfundar telja að árangur
meðferðarinnar hér á landi sé viðunandi.
Könnun á hugsanlegum orsakaþáttum
sjúkdómsins leiddi í ljós tengsl við
meðgöngualdur styttri en 37 vikur (70%),
bráðan keisaraskurð (48%), súrefnisskort
við burðarmál (61%), andnauð eftir fæðingu
(43%), legg í naflastrengsæð (43%) og
næringu um munn (87%). Ekki virtist skipta
máli hvaða næring börnunum hafði verið
gefin. Höfundar telja að betur þurfi að kanna
áhrif mismunandi aðferða við fæðugjöf. í
faraldrinum 1987-1990 þótti það eftirtektarvert
að sjö af átján börnum veiktust meðan
þau lágu á deild með öðrum nýburum,
sem þegar höfðu fengið þarmadrepsbólgu.
Bakteríuræktanir gáfu hins vegar ekki til
kynna að um smitsjúkdóm væri að ræða.
Samspil þriggja orsakaþátta, fyrirburðar,
súrefnisskorts við burðarmál og næringar um
munn, virðist vera það sem mestu máli skiptir
í orsakafræði sjúkdómsins hér á landi.
INNGANGUR
Þarmadrepsbólga (necrotizing enterocolitis)
er vel þekktur, bráður iðrasjúkdómur hjá
nýburum, sem fyrst mun hafa verið lýst í
grein í þýsku meinafræðitímariti árið 1891
(1). Lýst var sjúkdómsferli nýbura, sem
fékk uppköst og þaninn kvið um það bil
sólarhrings gamall og lést innan tveggja
sólarhringa frá fæðingu. Við krufningu fannst
afmarkað bólgusvæði og rof í smáþarmi, nánar
tiltekið í dausgörn, en skýring á orsökum
veikindanna fékkst að öðru leyti ekki. Á næstu
áratugum birtust öðru hvoru læknisfræðilegar
greinar, sem lýstu sambærilegum veikindum
undir ýmsum heitum, svo sem "bösartige
enteritis”, "entérite nécrosante”, ”entérocolite
ulcero-nécrotique”, ”colitis ulcerativa grave”,