Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1993, Page 23

Læknablaðið - 15.12.1993, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 395 sem leita þjónustu á tímabilinu frá kl. 8.00 til kl 16.00 á virkum dögum, þar sem göngudeild fyrir áfengissjúklinga er öllum opin á umræddu tímabili, engar tímapantanir viðhafðar og því ekki hægt að greina hvaða komur eru bráðakomur og hverjar ekki. Með almennri geðdeild er átt við legudeild fyrir aðra geðsjúklinga en áfengis- og vímuefnasjúklinga. Með áfengisdeild er átt við legudeild fyrir sjúklinga með áfengis- og vfmuefnasýki. Með gœsludeild er átt við deild fyrir geðsjúklinga, þar sem vistunartími er takmarkaður við einnar nætur dvöl. NIÐURSTÖÐUR A árinu 1989 leituðu alls 712 einstaklingar samtals í 1298 skipti til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans. Karlar voru 434 eða 61% og konur 278 eða 39% (tafla I). Samskipti karla voru 875 (67%) og kvenna 423 (33%). Hver karl kom þannig að meðaltali tvisvar sinnum og hver kona 1,5 sinnum. Mynd 2 sýnir aldursdreifingu sjúklinga. Flestir sjúklinganna voru á aldrinum 25-44 ára, eða um 60%. Yngsti sjúklingurinn var 15 ára og sá elsti 78 ára. Karlar voru fleiri í öllum aldurshópum nema í aldurhópnum 65-74 ára, þar voru konur fleiri. Innan við 9% af heildarfjölda voru yngri en 25 ára. Meðalaldur allra sjúklinga ±1 SD var 39,6 (12,8) ár, meðalaldur karla 38,7 (11,9 ) ár en kvenna 41,6 (14,2) ár og því ekki marktækur munur á aldri karla og kvenna. Tafla II sýnir flokkun sjúklinganna í áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðra geðsjúklinga eftir kynjum. Meðal áfengis- og vímuefnasjúklinga eru karlar áberandi fleiri eða 598 (75%) á móti 202 konum (25%). Nánast er jöfn dreifing á milli kynja í hópi annarra en áfengis- og vímuefnasjúklinga, þó eru karlar ívið fleiri eða 277 (56%) á móti 221 konu (44%). Aldursdreifing áfengis- og vímuefnasjúklinga sýnir að hlutfallslega eru flestir sjúklinganna á aldrinum 25-54 ára (mynd 3). Fjöldi karla og kvenna er hlutfallslega jafn í yngsta aldurshópnum 15-24 ára, karlar eru hlutfallslega fleiri í 25-44 ára aldurshópnum, Tafla I. Fjöldi samskipta og einstaklinga eftir kyni. Einstaklingar Samskipti Samskipti á N (%) N (%) einstakling Karlar .... . 434 (61,0) 875 (67,4) 2,0 Konur .... . 278 (39,0) 423 (32,6) 1,5 Samtals 712 (100,0) 1298 (100,0) 1,8 Tafla II. Flokkun á komum áfengis- og vímuefnasjúklinga og annarra geðsjúklinga eftir kyni. Áfengis- og Aðrir vímuefnasjúklingar geðsjúklingar Allir N (%) N (%) N Karlar .... . 598 (74,8) 277 (55,6) 875 Konur .... . 202 (25,2) 221 (44,4) 423 Samtals 800 (100,0) 498 (100,0) 1298 % □ Konur Mynd 4. Hlutfallsleg dreifing 498 samskipta annarra en áfengis- og vímuefnasjúklinga eflir kyni og aldri. en konur í 45-74 ára aldurshópnum. Aldursdreifing annarra geðsjúkra er sýnd á mynd 4. Mynd 5 sýnir fjölda samskipta á hvern einstakling. Tæpur helmingur samskiptanna fór fram um helgar eða 601 af 1298 (43%). Fjöldi samskipta er nokkuð jafn í öllum mánuðum, en-fæst í febrúar (85) og flest í desember (139). Tafla III sýnir að flestir leita án tilvísunar eða

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.