Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1993, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.12.1993, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 409-414 409 Þóröur Harðarson NÝMÆLI í LYFLÆKNISMEÐFERÐ Það er ekki auðvelt verkefni að tilgreina og lýsa helstu meðferðarnýjungum í svo stórri grein sem lyflæknisfræði. Fræðasjór lyflæknisfræðinnar er sívaxandi að umfangi og dýpt og enginn kann á honum full skil. í hugleiðingum mínum hef ég að sjálfsögðu stuðst við ýmsa samstarfsmenn og félaga um kennileiti og kann ég þeim þakkir fyrir. Eg mun einskorða mig við nokkrar helstu nýjungar á sviði læknismeðferðar, sem hafa jafnframt gildi utan lyflæknisfræðinnar og leyfi mér fyrst að víkja að því líkamskerfi sem gömlum mönnum er hugleiknast: maga og meltingu. MAGI OG MELTING í aprfl 1982 tókst í fyrsta skipti að rækta Helicobacter pylorí úr magaslímhúð á Royal Perth sjúkrahúsinu í Ástralíu. Ræktunartími er langur, vöxtur kom fram í æti vegna þess að ræktunarskálar gleymdust í páskafríi. Þetta var upphafið að þróun sem leiddi til aukins skilnings á tilurð sára í inaga og skeifugörn og hefur valdið byltingu í meðferð þessara sjúkdóma. Hinar hefðbundnu hugmyndir unt tilurð sára eru að vísu enn í gildi, þ.e. að um er að ræða misvægi milli árásar- og varnarþátta og sömuleiðis hin gantla regla: engin sýra, engin sár. Helicobacter pylori virðist hins vegar hafa áhrif báðum megin jöfnunnar á mjög flókinn hátt og hafa nú komið fram skýringar á mörgu því sem áður var óljóst í meingerð sára. Faraldsfræði H. pylori sýkingar er nú allvel þekkt. I flestum löndum vex sýkingartíðni nteð aldri og um fimmtugsaldur er um 40-50% fólks með sýkingu sem virðist vera ævilöng, nema meðferð komi til. Ýntsir áhættu- eða fylgiþættir sýkingar eru þekktir. Meðal þeirra má nefna lágtekjustig, Erindi flutt á vísindaþingi Læknafélags íslands 15. september 1993 sem haldið var í tengslum við 75 ára afmæli LÍ. magakrabba og sár í meltingarfærum auk aldurs. Smitleið er hins vegar ekki jafnvel þekkt. Sýkillinn heldur sig nær eingöngu í magaslíminu og íferð í slímhimnuna sjálfa er óveruleg. Þetta er sennilega ein ástæðan fyrir því að ónæmiskerfi líkamans nær ekki að uppræta sýkilinn. Þó er athyglisvert að endursýkingartíðni hjá þeirn sem hafa losnað við sýkilinn við meðferð er mjög lítil eða minna en 1 % sem bendir til þess að áunnið ónæmissvar komi að gagni við að hindra endursýkingu. Allir sem hafa H. pylori sýkingu hafa jafnframt bólgu í magaports- slímhúð magans sem einkennist af íferð eitilfrumna. Aðeins lítill hópur sýktra fær sár í meltingarfæri og rannsóknir beinast nú mjög að því að finna hverju það sætir. Hlutverk H. pylori í meingerð meltingarsára kemur best frain í því sem gerist þegar sýkillinn er upprættur hjá sjúklingum með þessa sjúkdómsmynd. Það er nánast óumdeilt að allt að 100% sjúklinga með sígeng skeifugarnarsár hafi H. pylori sýkingu og þegar sýklinum er eytt virðist sjúkdómurinn læknaður varanlega f að minnsta kosti 95% tilvika. Enn sem komið er eru ekki til rannsóknir sein ná yfir mjög langan tíma, en allar rannsóknir seni enn hafa birst eru samhljóða um þetta og þau fáu sár sem aftur koma í þessurn hópi stafa annað hvort af endursýkingu eða af töku gigtarlyfja. Hér er um mjög mikilvægan áfanga að ræða því að þessi hópur hefur þurft nær stöðuga lyfjameðferð árum saman og átt á hættu lífshættulega fylgikvilla, svo sem blæðingar og holsár, en nú er fram komin lækning á þessum sjúkdómi, 10-14 daga fúkkalyfjakúr. Það blasir jafnvel við í náinni framtíð að hægt verði að uppræta þennan sjúkdóm að verulegu leyti. Það gildir svipað um magasárin, en þar er um að ræða mun færri rannsóknir og línur eru ekki alveg eins skýrar. Þannig virðist H. pylori vera meginorsök í um 75% magasára og læknast þau eins og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.