Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 169-175
169
Hans Jakob Beck1*, Ari Jóhannesson2), Matthías Kjeld31
SKJALDKIRTILSRANNSÓKNIR: NOTKUN OG
NIÐURSTÖÐUR HORMÓNAMÆLINGA
ÁGRIP
Tiltölulega há tíðni skjaldkirtilssjúkdóma
og margslungin einkenni þeirra skapa
þörf fyrir markvísar og áreiðanlegar
mælingar á starfsemi kirtilsins. Nýjar
og betri mælingaraðferðir síðustu árin
hafa smám saman verið að breyta vali
lækna á skjaldkirtilsprófum. Til að fá
hugmynd um hvernig íslenskir læknar nota
hormónamælingar TSH, T4, FT4, T3 í
sermi við rannsókn á skjaldkirtli, höfum við
kannað 7674 beiðnir um skjaldkirtilspróf og
niðurstöður þeirra sem gerð voru á árunum
1987-1990 á almennri rannsóknarstofu
fyrir læknisþjónustu utan sjúkrahúsanna.
Algengasta samsetning prófa á beiðnum var
TSH+T4+T3, sérstaklega frá heimilislæknum
(56%), en breytileiki var mikill. Sérfræðingar
í innkirtlafræðum báðu um skjaldkirtilspróf
á yfir 70% beiðna, en heimilislæknar á
tæpum 9% og aðrir á 10-20% beiðna.
Innan við 15% sjúklinga var vísað aftur til
skjaldkirtilsmælinga af læknum öðrum en
innkirtlalæknum sem vísuðu 26% sjúklinga
oftar en einu sinni til mælinga á tímabilinu.
Mun nánara samband var á milli sermisstyrks
T4 og TSH en T3 og TSH.
INNGANGUR
Algengi skjaldkirtilssjúkdóma og
óljós einkenni þeirra oft á tíðum hafa
leitt til tiltölulega mikillar notkunar á
skjaldkirtilsprófum. Graves- sjúkdómur
hefur um 2-3% algengi víðast hvar og nýleg
rannsókn bendir til að árlega finnist á Islandi
50-60 ný tilfelli með ofstarfandi skjaldkirtil
af ýmsum toga, sem er svipuð tíðni og í
nágrannalöndunum (1-3). Ný og næmari próf
breyta notkunarmunstri lækna í sífellu (4),
Frá aRannsóknarstofunni i Domus Medica,
2|lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness, 3>rannsókn 6,
rannsóknastofu Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti:
Matthías Kjeld, rannsóknastofu Landspítalans, 101
Reykjavík.
sérstaklega má nefna próf sem mæla frítt
thýroxín (FT4) og mjög næm TSH próf sem
hafa verið nefnd annarrar kynslóðar próf þar
sem notuð eru tvö eða fleiri einstofna mótefni
(5). Þessi próf geta skynjað og mælt minni
TSH styrk í sermi en finnst hjá þeim sem hafa
eðlilega starfsemi skjaldkirtilsins og greina
þess vegna á milli þeirra og hinna sem hafa
ofstarfsemi í kirtlinum með lækkuðu TSH.
Nýlega hafa verið tekin í notkun svonefnd
þriðju kynslóðar TSH próf (5) sem mæla
niður í 0,005 mU/l og munu þau greina enn
betur á milli eðlilega starfandi og ofstarfandi
kirtla. Þá hefur mæling á fríu T3 (FT3) í
sermi hafist og á hún eftir að sanna ágæti sitt.
TSH próf af annarri kynslóð hafa ekki reynst
nægjanlega góð ein sér við nýgreiningu á of-
eða vanstarfsemi skjaldkirtils við mismunandi
kringumstæður (6-9) né heldur til að fylgjast
með T4 meðferð (10,11). Skjaldkirtilssamband
Norður Ameríku (American Thyroid
Association) hefur mælt með FT4 og
næmu (annarrar kynslóðar) TSH prófi sem
aðalrannsóknum við skjaldkirtilssjúkdóma
(12), en bæði þessi próf hafa samt sem áður
sína annmarka við mismunandi aðstæður
(13,14) og eru ennþá að þróast.
Nokkrar alþjóðlegar kannanir hafa nýlega
verið gerðar (15-17) á notkun innkirtlalækna
á mismunandi prófum til greiningar á
Graves-sjúkdómi og reyndist verulegur
munur á hlutfallslegri notkun prófa til
greiningar svo og vali meðferðar. Notkun
skjaldkirtilsrannsókna utan spítala er ekki
mikið þekkt og hefur einkum verið rannsökuð
með tilliti til þess að reyna að gera hana
markvissari og draga þannig úr kostnaði
(18). Lítið er vitað hvernig íslenskir læknar
nota skjaldkirtilspróf sem eru tiltölulega
algeng hér eins og annars staðar (19). Við
gerðum afturskyggna (retrospective) rannsókn
á notkun skjaldkirtilsprófa hjá íslenskum
læknum í starfi utan spítala.