Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 32
196
LÆKNABLAÐIÐ
þeirra meira en 20.000 km árlega en 10,1%
af samanburðarhópnum (p<0,0001).
Langvinnir sjúkdómar og lyfjanotkun: Við
tölfræðilegan samanburð á samanburðarhópi
og ökumönnum var ekki um marktækan mun
að ræða varðandi langvinnna sjúkdóma. I
samanburðarhópi höfðu alls sex einstaklingar
sögu unr sykursýki en þrír meðal ökumanna.
Fimm voru flogaveikir í samanburðarhópi en
fjórir meðal ökumanna. 1 samanburðarhópi
höfðu 49 sögu um hjarta- og æðasjúkdóma en
15 meðal ökumanna. Notkun svefn- og róandi
lyfja var sambærileg í báðum hópum.
Einkenni um syfjusjúkdóma: Algengara var
að ökumenn teldu sig ekki fá nægan svefn,
eða 31,0% á móti 22,0% (p=0,002) (tafla
III). Svarendur í eldri aldurshópum töldu sig
oftar fá nægan svefn, bæði í samanburðarhópi
(p=0,022) og meðal ökumanna (p=0,014)
(tafla IV) en svör voru ekki háð kyni. Hrotur
voru algengari í samanburðarhópi en 13,2%
hrutu að staðaldri og 22,5% stundum, en
sambærilegar tölur hjá ökumönnum voru
6,8% og 26,6% (p=0,01) (tafla III). Hrotur
að staðaldri voru mun algengari (p=0,0001)
meðal þeirra eldri, bæði hjá samanburðarhópi
og ökumönnum (tafla V) og einnig meira
en þrefalt algengari meðal karla en kvenna
(p=0,0001). Dagsyfja var algengari meðal
ökumanna en í samanburðarhópi (p=0,0005)
(tafla III). Dagsyfja að staðaldri var algengust
meðal þeirra sem voru undir 20 ára og yfir
50 ára í samanburðarhópi, en lang algengust
meðal ungra ökumanna (tafla V). Dagsyfjan
virðist heldur algengari meðal kvenna, en
munurinn var ekki marktækur. Það voru alls
133 (17,9%) einstaklingar í samanburðarhópi
sem lýstu bæði hrotum og dagsyfju en 65
(19,0%) meðal ökumanna.
Aðaleinkenni drómasýki auk dagsyfju eru
máttleysi við geðshræringu (cataplexy) og
lömun og ofskynjanir í svefnrofunum. Bæði
lömun og ofskynjanir í svefnrofunum voru
algengari í yngstu aldurshópunum í báðum
hópum, en jafn algeng rneðal karla og kvenna.
Máttleysi við geðshræringu var aftur á móti
nær þrefalt tíðara meðal kvenna en karla
í samanburðarhópi (30,3% á móti 11,3%,
p=0,0001). Máttleysi við geðshræringu
var algengara í samanburðarhópi (p<0,03)
en lömun í svefnrofunum (p<0,01) og
ofskynjanir í svefnrofunum voru algengari
(p<0,05) meðal ökumanna (tafla III). Alls
reyndust 5,6% ökumanna hafa þrjú eða fleiri
einkenni um drómasýki (samanber að ofan),
en 3,5% í samanburðarhópi (p=0,15).
Alls töldu 48 ökumenn (15,4%) að syfja hafi
stuðlað að umferðarslysi því er þeir lentu í
en 60 (19,1%) að þreyta væri þar valdandi.
Af þessum 108 ökumönnum nefndu 37
einstaklingar bæði syfju og þreytu. Meðal
ökumanna úr syfjuslysum eru einkenni um
kæfisvefn og drómasýki algeng, en munurinn
á þeim og öðrum ökumönnum er ekki
tölfræðilega marktækur (tafla III). Alls höfðu
fimm (10,4%) ökumanna úr syfjuslysum þrjú
eða fleiri einkenni um drómasýki samanborið
við 13 (4,9%) annarra ökumanna (p=0,24).
Ökumenn töldu sig oftar næstum sofnaða við
stýrið heldur en samanburðarhópur (p=0,003)
(tafla III) og þeir sem lent höfðu í syfjuslysi
voru einnig marktækt (p=0,03) oftar með slíka
sögu.
Áfengisneysla: Það voru fleiri í
samanburðarhópi sem ekki neyttu áfengis
(27,7%) heldur en meðal ökumanna (19,4%)
(p=0,0047). Þessi munur er þó ekki marktækur
ef eingöngu eru bornir saman þeir sem eru
undir 30 ára aldri (16,9% á móti 14,3%,
p=0,5) og hverfur alveg ef eingöngu eru
bornir saman karlar á ofangreindum aldri
(14,1% á móti 13,7%, p=0,9).
í heildina svöruðu ökumenn fleiri CAGE
spurningum jákvætt og svöruðu alls 14,3%
þeirra þremur eða fjórum CAGE spurningum
jákvætt miðað við 6,3% úr samanburðarhópi
(p=0,0001) (tafla III). Karlar svöruðu
oftar en konur (p<0,0001) þremur eða
fjórum CAGE spurningum jákvætt bæði í
samanburðarhópi (9,7% á móti 3,3%) og
meðal ökumanna (19,2% á móti 2,9%).
Þeir ökumenn sem töldu að syfja hefði
stuðlað að umferðarslysinu svöruðu þessum
spurningum nær helmingi oftar jákvætt en
aðrir ökumenn (p=0,OI4) (tafla III). Tafla VI
sýnir að áfengissýki er nær fimmfalt algengari
meðal ökumanna undir tvítugu en meðal sama
aldurshóps úr samanburðarhópi og einnig er
um verulegan mun að ræða hjá þeim eldri.
Þeir ökumenn sem svöruðu jákvætt þremur
eða fjórum CAGE spurningum og töldu sytju
hafa átt þátt í slysinu (n=12) (tafla III) voru
flestir á aldrinum 20-29 ára (tafla VI).
Logistísk aöhvarfsgreining: Frumbreytan var