Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 205 andmæla honum. Hann var mikill persónuleiki og vissi það vel. Eftir að hafa lesið ævisögu hans, skrifaða af honum sjálfum, finnst mér hann hafa verið Þjóðverjinn með stórum staf og greini, hann hafi haft til að bera alla kosti Þýskarans og líka alla gallana, og það er ekkert smámenni, sem rúmar það allt. Nokkru áður en ég tók til við framhaldsnám, færði ég það í tal við einn fremsta kírúrg landsins - Matthías Einarsson - sem var framfarasinnaður og fylgdist vel með, að ég hefði í huga að leggja stund á orþópedíu. "Finnst yður það ekki nokkuð þröngt?" svaraði hann, en nokkrum dögum seinna - í hófi í Höfða, en þá bjó Matthías þar - færði hann mér að gjöf úr safni sínu bók Haglunds, Prinzipien der Orthopádie, og var öndvegisverk á sínum tíma. Það kont í minn hlut að verða fyrsti læknirinn sem fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í orþópedíu. Sú viðurkenning var veitt þann 3. júní 1941 og hafði þá staðið í þrefi við landlækni í hálft ár. Fannst lionum að orþópedía hefði ekki næga burði til þess að standa ein, en mér fannst hún það viðamikil, að henni væri minnkun gerð með því að gera hana að fylgifiski annarrar greinar, en landlæknir bauð fram viðurkenningu í kírúrgíu með orþópedíu sem aukagrein. Stóð í þessu stappi fram á mitt sumar og fór þann veg að viðurkenning fékkst í orþópedíu einni saman og hún þar með viðurkennd sem fullgild sérgrein hér á landi. Þá þótti ofrausn að hafa einn orþóped, en nú 1994 hafa 39 læknar fengið viðurkenningu í greininni. Af þeim eru þrír látnir, þrír eru hættir störfum vegna aldurs og einn er horfinn að öðru starfi, nokkrir búa ytra, en um 20 eru starfandi hér á landi. Framan af áttuðu margir sig ekki á því hvað væri verksvið orþópeda, hvorki læknar né almenningur, og voru þó sumir læknar seinastir í þeirri lest. Læknir sendi mér stúlku sem hafði hryggbrotnað og lamast neðan mittis, var kreppt og krækluð og bjargarlaus. Sagði ég lækninum hvað ég teldi að þyrfti að gera til þess að hún gæti orðið sjálfbjarga, komist um innanhúss og farið í hjólastól. ’’Mér líst vel á það, ” sagði læknirinn, ”ég œtla að biðja hann Kristin Björnsson að gera það. ” Snorri Hallgrímsson. Annar sjúklingur var mér sendur með falskan lið á lærleggjarhálsi, eftir brot sem ekki hafði gróið og var ekki sjaldgæft þá. Ég taldi rétt að gera á honum beinskurð (osteotomia) eins og McMurray. Það var nokkuð góð aðgerð fyrir daga gerviliðanna. Það þótti lækninum snjallræði og sagði: "Eg ætla að biðja hann Guðmund Thoroddsen að gera það. ” Brautryðjandinn á einatt við torleiði að etja. Regluleg starfsemi orþópeda byrjaði hér á landi 1941 og hefir ekki fallið niður síðan. Það ár kom ég heim eftir dvöl á Þýskalandi og í Danmörku og byrjaði að stunda sjúklinga á Landakoti og hélt því áfram þar til í árslok 1979, að ég hætti fyrir aldurs sakir, þá orðinn sjötugur, og hafði þá verið yfirlæknir spítalans frá 1959. Var viðurkenndur sérfræðingur í orþópedíu 1941, og varð dr. med. við Háskóla íslands 1954. Árið 1943 kom Snorri Hallgrímsson heim frá Svíþjóð og tók til starfa á Landspítala og vann þar til dauðadags 1973, fyrst sem aðstoðarlæknir, en var yfirlæknir handlæknisdeildar og prófessor í kírúrgíu frá 1951. Hann hafði lagt stund á orþópedíu í Danmörku og Svíþjóð og var fullgildur orþóped, en sótti ekki um sérfræðingsviðurkenningu fyrr en 1948. Hann hafði alla tíð ætlað sér að starfa að handlækningum og fékk þá viðurkenningu í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.