Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 30
194
LÆKNABLAÐIÐ
Tafla I. Aldurs- og kyndreifing ökumanna og sanumburðarhóps. Úrlak og svarendur.
Úrtak Svarendur
Karlar Konur Karlar Konur
Ökumenn N % N % N % N %
14-19 ára ....................... 59 (17,6) 39 (28,9) 44 (18,3) 32 (31,4)
20-24 ára ...................... 103 (30,6) 36 (26,7) 74 (30,8) 28 (27,4)
25-29 ára ....................... 34 (10,1) 18 (13,3) 25 (10,4) 9 (8,8)
30-34 ára ....................... 39 (11,6) 5 (3,7) 26 (10,8) 5 (4,9)
35-39 ára ....................... 18 (5,4) 9 (6,7) 12 (5,0) 5 (4,9)
40-49 ára ....................... 35 (10,4) 14 (10,4) 21 (8,8) 11 (10,8)
50-59 ára ....................... 24 (7,1) 9 (6,7) 18 (7,5) 7 (6,9)
60-69 ára ....................... 13 (3,9) 4 (2,9) 11 (4,6) 4 (3,9)
>70 ára ....................... 11 (3,3) 1 (0,7) 9 (3,8) 1 (1,0)
336 100,0 135 100,0 240 100,0 102 100,0
Úrtak Svarendur
Karlar Konur Karlar Konur
Samanburöarhópur N % N % N % N %
14-19 ára ........................ 30 (6,3) 33 (6,3) 22 (6,3) 26 (6,7)
20-24 ára ........................ 44 (9,2) 40 (7,7) 32 (9,1) 33 (8,4)
25-29 ára ........................ 57 (11,9) 62 (11,9) 38 (10,8) 52 (13,3)
30-34 ára ........................ 60 (12,5) 61 (11,7) 47 (13,4) 51 (13,0)
35-39 ára ........................ 49 (10,3) 53 (10,2) 36 (10,3) 41 (10,5)
40-49 ára ........................ 75 (15,7) 97 (18,6) 55 (15,7) 81 (20,7)
50-59 ára ........................ 62 (13,0) 43 (8,2) 47 (13,4) 34 (8,7)
60-69 ára ........................ 53 (11,1) 66 (12,7) 44 (12,5) 44 (11,3)
>70 ára ........................ 48 (10,0) 66 (12,7) 30 (6,5) 29 (7,4)
478 100,0 521 100,0 351 100,0 391 100,0
Guilleminault og félagar athygli á sambandi
kæfisvefns og umferðarslysa því að meðal 50
sjúklinga þeirra með kæfisvefn á háu stigi,
höfðu 27% sögu um umferðarslys þar sem
þeir höfðu sofnað við stýrið (9). I Manitoba
í Kanada höfðu 93% kæfisvefnssjúklinga
einhvern tímann (n=27) lent í umferðarslysi
samanborið við 54% almennings og
höfðu kæfisvefnssjúklingarnir einnig lent
í fleiri slysum (2,6 samanborið við 1,3)
(10). Svipaðar niðurstöður hafa birst frá
Virginíufylki í Bandaríkjunum þar sem tíðni
umferðarslysa var margfalt meiri meðal
kæfisvefnssjúklinga (11) og jókst eftir því sem
sjúkdómur þeirra var á hærra stigi (12).
Algengi umferðarslysa hefur nær eingöngu
verið kannað meðal sjúklinga með ákveðna
sjúkdóma svo sem fiogaveiki, sykursýki
og kæfisvefn. Lítið er vitað um heildarhlut
hvers einstaks sjúkdóms meðal þeirra sem
lent hafa í umferðarslysum og nær ekkert
um þátt syfju og áfengisneyslu. Eftirfarandi
rannsókn fór fram í samvinnu rannsóknarstofu
geðdeildar Landspítalans og Umferðarráðs en
markmið hennar var að leita upplýsinga hjá
hópi ökunianna er lent höfðu í umferðarslysi
og meta þær síðan heilsufarslega.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Rannsóknarhópitr: Að fengnu leyfi
Tölvunefndar leitaði Umferðarráð upplýsinga
úr lögregluskýrsluni um alla ökumenn er lent
höfðu í slysi þar sem aðeins eitt farartæki átti
hlut að máli og jafnframt hafði orðið slys á
fólki. Rannsóknin náði til áranna 1989-1991.
Samtals var uni að ræða 471 ökumann; 336
karla og 135 konur, meðalaldur var 30 ár
(tafla I).
Samanburðarhópur: Alls voru valdir
af handahófi úr Þjóðskrá (1.12.1991)
1000 einstaklingar, karlar og konur, 17
ára og eldri. Einn einstaklingur var síðar
tekinn af skrá, vegna þess að hann var
einnig í rannsóknarhópi og varð því
samanburðarhópurinn 999 einstaklingar
(tafla I).
Spurningalisti: Spurt var um helstu einkenni