Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
171
kosti 10 beiðnir uni skjaldkirtilspróf til
rannsóknarstofunnar. Skipting lækna eftir
sérgreinum sést í töílu I. Ekki var marktækur
munur á starfsaldri læknahópanna. A töflu
11 er sýndur heildarfjöldi skjaldkirtilsprófa
eftir sérgreinum þeirra lækna sem sendu
sjúklingana, samtals 7674 skjaldkirtilspróf.
Þar sést einnig algengi skjaldkirtilsprófa
sem hundraðshluti allra beiðna hjá hverjum
hópi. Fimm heimilislæknum frá sörnu
heilsugæslustöðinni var sleppt í töflu
II, þar sem þeir nota að staðaldri aðra
rannsóknarstofu til nokkurra einfaldra og
algengra rannsókna. Innkirtlalæknar skera sig
úr með langhæst hlutfall skjaldkirtilsprófa, en
þrír af hverjum fjórum sjúklingum sem þeir
sendu til rannsóknarstofunnar höfðu farið í
skjaldkirtilspróf.
Mikill breytileiki var einnig á tíðni
skjaldkirtilsmælinga innan hvers hóps lækna
eða 5-46% hjá heimilislæknum og 7- 57% hjá
lyflæknum öðrum en innkirtlalæknum. Fjöldi
beiðna fyrir konur er um það bil fimmfalt
fleiri en fyrir karlmenn, mestur á aldrinum
30-39 ára, en fer svo minnkandi með aldri, þó
með undantekningu í hópi 60-69 ára. Prósenta
prófa eins eða fleiri hormónamælinga á sömu
beiðni, sem mældist utan viðmiðunarmarka
(jákvæð próf) vex hlutfallslega nteð aldri. Hjá
konum er hlutfallið lægst í hópi 10-19 ára
19,7%, en hæst í hópi 50-59 ára 32,9%. Hjá
körlunum voru jákvæð próf sjaldgæfust í hópi
10-19 ára 14,9%, en algengust í hópi 80 ára
og eldri 33,3%.
Innkirtlalæknar höfðu hæsta prósentu prófa
utan viðmiðunarmarka (41,5%), en hjá hinum
læknahópunum var þessi prósenta mun lægri
eða 21,6% fyrir heimilislækna, 21,5% fyrir
lyflækna og 19,9% fyrir aðra lækna.
Athugað var hvernig skjaldkirtilsprófin voru
samsett úr þeim fjórum mælingum sem voru
í boði, TSH, T4, T3 og FT4. í töflu III má
sjá hvernig mismunandi samsettar beiðnir
dreifðust milli læknahópa sem hundraðshlutar
af öllum sjúklingum hvers hóps. Algengast
var að beðið væri unt TSH, T4 og T3 saman
og meðal heimilislækna var sú samsetning
áberandi algengust eða á 56% beiðna. Beðið
var um allar fjórar mælingarnar saman hjá
30,4% sjúklinga í hópi annarra lækna en
heimilis- og lyflækna, eða mun oftar en í
hinum læknahópunum. TSH mæling ein og sér
var mun algengari hjá báðum hópum lyflækna
en hjá heimilislæknum og öðrum læknum.
Innkirtlalæknar báðu um TSH og FT4 saman
oftar en aðrir hópar lækna, en sjaldnar um T3
og T4 saman.
Á könnunartímabilinu komu 5876 sjúklingar
til skjaldkirtilsmælinga. Mynd 1 sýnir
skiptingu fyrstu prófa eftir niðurstöðum.
Jákvæð voru 1167 próf (20%) og af þeim
voru til endurteknar mælingar á 447
sjúklingum eða 38%. Við aðra mælingu voru
60% prófanna áfram jákvæð. Var nú athugað
hvaða breytingar urðu á samsetningu prófanna
frá fyrstu til annarrar mælingar hjá þeim 447
sjúklingum sem fóru í endurtekna mælingu
eftir jákvætt próf í fyrstu rannsókn. Obreyttar
reyndust 51% beiðnanna en hjá hinum 49%
sjúklinganna fjölgaði beiðnum sem höfðu FT4
og beiðnum þar sem beðið var um allar fjórar
mælingarnar.
Af þeim 1167 skjaldkirtilsrannsóknum sem
voru jákvæðar, utan viðmiðunarmarka við
Table III. Percenlages of llie various combinations of lesls requesleci by four groups of doctors.
Test General Endo- Other Other
combinations practitioners crinologists internists doctors
% % % %
TSH + T4 + T3 + FT4 ................... 5.6 4.8 6.8 30.4
TSH + T4 + T3 ..................... 56.0 36.0 40.0 44.1
TSH + T3 + FT4 ........................ 2.2 6.7 0.3 0.9
TSH + T4 .............................. 6.4 7.6 3.9 4.9
TSH + FT4................................ 5.0 15.1 4.4 2.9
TSH + T3 .............................. 2.9 6.8 1.2 0.5
T4 + T3 ................................. 9.1 2.6 15.2 10.6
TSH ..................................... 7.1 17.0 24.4 2.6
Annað ................................... 5.7 3.4 3.8 3.1
Total 100.0 100.0 100.0 100.0
N 3336 1169 1237 1017