Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 40
204 LÆKNABLAÐIÐ að hauli, miðhlutaði maga, tók burt auga, og stundaði auk þess sjúklinga sem myndu heyra undir lyllækna nú. Þetta var ekki vegna þess að efnivið skorti, heldur skorti skilning á því, að þörf væri sérhæfingar og átti það bæði við um almenning og lækna. Hver læknir átti að geta læknað öll mannanna mein. Þó voru tvær undantekningar. Augnlæknir hafði starfað í Reykjavík síðan 1894 og háls- nef- og eyrnalæknir síðan 1910. Þessir læknar þurftu líka að stunda almennar lækningar auk sérgreinar sinnar. Tekið var til að veita sérfræðingsviðurkenningar 1923 og var það fyrst í höndum Læknafélagsins, en fluttist brátt til ráðherra þess sem fór með heilbrigðismál. Þegar Almannatryggingar tóku til starfa 1936 máttu heimilislæknar leita til sérfræðinga með sjúklinga sína ef þeim þótti nauðsyn til. Þó var sá hængur á að ef kostnaður við tilvísanir heimilislæknis varð meiri en 5% af fastagjaldi til hans varð hann sjálfur að greiða það sem fram yfir var. Þegar þessum takmörkunum var létt af, var það fyrir atbeina leikmanns í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Frá 1908 til 1924 stundaði Guðmundur Magnússon sex orþópedíska sjúklinga í Landakoti, en Matthías Einarsson sem tók við stjórn spítalans að Guðmundi látnum, hafði 25 slíka sjúklinga í spítalanum á árunum 1913 til 1940. Eru berklasjúklingar þeirra ekki taldir þar með. Eftir að Ólaf Gunnarsson leið munu ekki aðrir læknar hafa komið þar við sögu þar til 1941. Ekki mun hafa þótt þörf á því að búta niður kírúrgíuna. Kírúrg átti að vera jafnfær til alls, að leysa kind frá konu, taka magann úr sjúklingi eða búa um brotið bein. Kírúrgar litu það hornauga ef einhver dró í efa alveldi þeirra. Og á fjórða tug aldarinnar talaði Sauerbruch - þýski risinn í læknaheimi meginlandsins - um Vollchirurg. Hann leit smáum augum á þá menn, sem aðeins tókust á við hluta af þeirri stóru grein. E.A.V. Busch, upphafsmaður nevrókírúrgíu í Danmörku sagði svo frá, að hann hefði verið á læknaþingi á Þýskalandi rétt fyrir stríð. Þar var meðal annars til uinræðu heilaæxli og lagði hann frant árangur þeirra í Höfn frá því að taugaskurðdeild var stofnuð þar 1934. Höfðu þeir fengið 80% bata af aðgerðum sfnum, en árangur þýskra á almennum skurðdeildum hafði verið 20% og mælti hann með að láta nevrókírúrga fjalla um þessa kvilla. Sauerbruch tók til máls og taldi almenna kírúrga fullfæra að annast þessar aðgerðir. Hafði Busch eftir honum: ” Uber uns ist ein Schcitten gefallen, ein Schatten aus dem Norden, der Bindestrichchirurg. Wir Deutsche sind Vollchirurgen, keine Bindestrichchirurgen. ” Busch var frekar lágvaxinn, kvikur í hreyfingum og snaggaralegur. Hann spratt upp og sagði: "lch bin der Schatten aus dem Norden” og hélt síðan áfram á þýsku sem ekki var klassísk, en vel skiljanleg, og sagðist ætla að spyrja þingheim einnar spurningar. Hann sagðist ekki ætlast til að fundarmenn svöruðu henni nema hver fyrir sig. Ef einhver ykkar eða ykkur nákominn fengi slíkt æxli, hvort munduð þið þá leita til Vollchirurg með 20% árangur eða Bindestrichchirurg með 80% árangur. Hann settist niður en yfir dundi lófatak, sem hristi salinn. Hann hafði gefið Sauerbruch ráðningu, sent hann átti ekki að venjast, því þeir voru fáir á Þýskalandi og kannske víðar, sem dirfðust

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.