Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 10
174 LÆKNABLAÐIÐ þurfa að biðja um T3, T4 og TSH öll saman ef klínískur grunur er ekki mjög sterkur og val prófa beinist einkum að því að útiloka sjúkdóma í skjaldkirtli. Ef verið er að leita að skjaldkirtilssjúkdómi án ákveðins gruns um of- eða vanstarfsemi í kirtlinum, hefur verið mælt með næmu TSH prófi og FT4(12). Þá hafa aðrar kannanir einnig bent til þess að ekki sé ráðlegt að nota TSH mælinguna eina sér þar eð lítil reynsla sé ennþá komin á nýjustu mælingaraðferðir auk þess sem lyf og sjúkdómar ótengdir skjaldkirtli gætu haft áhrif á hana (8,9,11,13). Athyglisverð er dreifing á styrk T4 og T3 í sermi eftir því hvort TSH styrkur er ofan, innan eða neðan viðmiðunarmarka fyrir TSH í sermi og virðist benda til að mun nánara samband sé á milli T4 og TSH en T3 og TSH og að afturverkun (feed-back) sé ef til vill fyrst og fremst á milli T4 og TSH. Þessar niðurstöður koma vel heim og saman við könnun á þessu efni sem gerð var í stórum gagnabanka í Japan (23) þar sem breytingar á FT4 í sermi sýndi bestu fylgni við TSH gildi og mun betri en FT3. Þetta gæti ef til vill bent til lítillar þarfar fyrir T3 eða FT3 mælingar eftir að T4 og TSH hafa mælst utan marka og geta þá breytingar á T3 í sermi einar og sér speglað eitthvað annað en skjaldkirtilsstarfsemi, eins og til dæmis föstu eða sjúkdóma (24). Bæði T4 og T3 styrkir í sermi hafa áhrif til lækkunar á TSH seiti (negative feed-back) og bæði þessi skjaldkirtilshormón hafa áhrif sín á að minnsta kosti tvo þætti; minnka TRH (thyrotropin releasing hormone) framleiðslu í heiladyngjubotni (hypothalamus) og minnka TSH framleiðslu og seiti í heiladingli. Hvort þeir minnka áhrif TRH á heiladingulsvef sérstaklega er ekki vitað. T4 virðist hafa meiri áhrif í þessa veru en T3 og kann það að tengjast hvarfi á T4 yfir í T3 á þeim stöðum, þar sem verkun þeirra er þekkt og nefndir voru hér að ofan (25). SUMMARY The relatively high prevalence of thyroid disorders with their protean symptoms has put thyroid tests in high demand. Due to ever improving thyroid tests, doctors must continually reassess their use of them in diagnosis and treatment. In the present paper we have studied the use of serum thyroid tests among lcelandic doctors and compared it to that of their colleagues in other countries. We studied 7674 thyroid tests performed in a general laboratory during 1987-1990. Referrals came from 31 general practitioners, 4 endocrinologists, 20 internists and 22 other doctors of different specialities. Endocrinologists requested thyroid tests in about 75% of their referrals, general practitioners in about 9% and others in 10-17% of referrals. There was a considerable variation between ittdividual doctors. About 40% of tests from endocrinologists were outside the reference range while 20% of the tests from other doctors were outside that range. Less than 15% of the patients were referred more than once by doctors other than the endocrinologists who referred 26% of the patients ntore than once. The most common combination of tests was TSH+T4+T3, especially among the general practitioners where it occurred in 56% of requests, but there was a considerable individual variation. The inverse relationship between serunt values of T4 and TSH was found to be ntuch stronger than that of T3 and TSH indicating less negative feedback connection between T3 and the pituitary and therefore perhaps less weight as diagnostic test. Results seem to indicate that thyroid tests are used in a similar fashion by Icelandic doctors as by their colleagues in the Scandinavian countries. The search for thyroid diseases seems to be actively conducted by the general practitioners and various physicians who could perhaps use thyroid tests more efficiently if they had the latest information on them more readily available. HEIMILDIR 1. Haraldsson A. Rannsókn á nýgengi ofstarfsemi skjaldkirtils á íslandi 1980 til 1982. Læknablaðið 1984; 70: 39-44. 2. Mogensen EF, Green A. Thyreotoxicosens epideniiologi i Danmark. Ugeskr læger 1980; 142: 1077-80. 3. Tunbridgc WMG, Evered DE, Hall R, et al. The spectrum of thyroid disease in a community: The Wickhain survey. Clin Endocrinol 1977; 7: 481-93. 4. Liewendahl K. Assessment of thyroid status by laboratory methods: developments and perspectives. Scand J Clin Lab Invest 1990; 50/Suppl 201: 83-92. 5. Nicoloff JT, Spencer CA. The use and misuse of thc sensitive thyrotropin assays. J Clin Endocrinol Metab 1990; 71: 553-8. 6. Spencer C, Eigen A, Shen D. et al. Specificity of sensitive assays of thyrolropin (TSH) used to screen for thyroid diseases in hospitalized patients. Clin Chem 1987; 33: 1391-6. 7. Keiding NR, Jensen SE, Weeke J, Mabeck CE. The role of the thyroid tests in handling of patients in general practice. A phenomenologic study. Scand J Clin Lab Invest 1990; 50 /Suppl 200: 6-9. 8. Nyström E, Lindstedt G, Lundberg P-A. The new generation of thyrotropin assays - their place in thyrodiagnostic strategy. Scand J Clin Lab Invest 1986: 46: 197-9. 9. Ericsson U-B, Fernlund P, Thorell JI. Evalualion of the usefulness of a sensitive immunoradiometric assay

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.