Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
199
við úrtakshóp. Svarhlutfallið er viðunandi
í báðum hópunum, nema meðal þeirra
elstu í samanburðarhópi (tafia 1). Erfiðara
reyndist að hafa upp á slysaökumönnunum
en einstaklingum úr samanburðarhópi (tafla I).
Við eftirgrennslan voru þó flestir ökumanna
(tafla II) í raun reiðubúnir til þátttöku og
teljum við að svarhópurinn endurspegli vel
markhópinn.
Hinn dæmigerði slysaökumaður er ungur
karl með sögu um ofneyslu áfengis og að
hafa nærri sofnað við stýrið. Langvinnir
sjúkdómar svo sent flogaveiki, sykursýki og
hjartasjúkdómar eru í heild fátíðir í slysahópi
og virðast ekki vera mikilvægir slysavaldar.
Könnun sem þessi lýsir þó ekki áhættu hvers
einstaklings með ákveðinn sjúkdóm á að lenda
í slysi, því að í heildina er aðeins unnt að
rekja mjög fá slys til ofangreindra sjúkdóma.
Það voru alls 48 ökumenn (15,4%) sent
töldu að syfja hefði stuðlað að slysinu og
hefur þessi hópur fremur háa tíðni einkenna
unt syfjusjúkdóma, þó að aðeins sé uin
marktækan mun að ræða varðandi syfju við
akstur og áfengisneyslu. Þessi aukning á
líkum syfjuslysa meðal þeirra sem hafa sögu
um að sofna við stýrið og við einkenni um
áfengissýki sést vel í töflu VIII.
Spurningunni um hvað valdið hafi syfju
þeirra 48 sem telja að syfja hafi stuðlað að
slysinu verður ekki svarað á grundvelli þeirra
upplýsinga sem hér liggja fyrir. Flestir í
hópnum eru ungir (tafla IV), kvarta yfir syfju
(töflur III og V), en hrotur eru ekki áberandi
(tafla V). Fyrirhugað er að kanna betur þennan
hóp ökumanna, hvort þar leynast einstaklingar
nteð syfjusjúkdóma eða hvort syfjan stafi
af lífsstíl með ónógum nætursvefni og/eða
áfengisvandamáli.
I íslenskri rannsókn á algengi áfengissýki
meðal einstaklinga 20-59 ára á tímabilinu
1974-1985 var algengi áfengismisnotkunar
meðal karla 12,1% en meðal kvenna var það
2,8% (20). Okkar niðurstöður um algengi
áfengissýki eru ntjög sambærilegar, en þær
byggjast á CAGE spurningunum. Areiðanleiki
þessara fjögurra spurninga var kynntur 1974
(14) og gildi þeirra í venjulegri læknisvinnu
og við rannsóknir hefur verið lýst (15).
Þessi aðferð er jafnvel talin næmari en
meinafræðilegar rannsóknir til þess að finna
sjúklinga grunaða unt áfengissýki (16).
Það eru þó nokkur atriði sem skipta miklu
máli frá sjónarmiði forvarna. Afengissýki er
um þrefalt algengari meðal karla en kvenna
í samanburðarhópi en meðal ökumanna er
áfengissýki nteira en sexfalt algengari hjá
karlkyns en kvenkyns slysaökumönnum.
Meðal kornungra ökumanna er áfengissýki
fimmfalt algengari en meðal jafnaldra. Þetta
leiðir hugann að því, að þegar keppt er að
fækkun umferðarslysa tengdum áfengi, eigi að
beina athyglinni fyrst og fremst að ungum
ökumönnum sem misnota áfengi, körlum
frekar en konum og þeim sem misnota áfengi
og hafa einhvern tímann fundið fyrir syfju
við stýrið. Miðað við hlutfall áfengissjúkra
meðal kornungra ökumanna mætti varpa fram
þeirri spurningu hvort 17-20 ára ungmenni
með sögu um áfengismisnotkun ættu að hafa
ökuréttindi.
Nýlega hefur í leiðurum bæði British
Medical Journal og Chest verið ijallað um
syfju kæfisvefnssjúklinga og umferðarslys
(17,18). Bent var á að vissulega ykist
slysatíðni, samhliða mikilli áfengisneyslu,
við sykursýki og við hjartasjúkdóma (18).
Meðferð þessara sjúkdóma væri þó oft
erfið en kæfisvefn mætti aftur á móti greina
auðveldlega og tryggja þessum sjúklingum
skjóta og árangursríka meðferð (17,18).
Vegna frásagna af alvarlegum umferðarslysum
kæfisvefnssjúklinga hefur læknum verið
ráðlagt að spyrja sem flesta um helstu
einkenni kæfisvefns (19).
Þessi rannsókn sýnir að sé þremur spurningum
af fjórum er lúta að áfengisneyslu svarað
játandi, stóraukast líkurnar á því að vera
slysaökumaður. Einnig saga um að sofna við
stýrið. Þessar niðurstöður vekja spurningar
um hvernig ”væntanlegir slysaökumenn”
verða helst fundnir í tíma og fengnir til að
gera viðeigandi ráðstafanir. Hvetja verður
heilbrigðisyfirvöld, umferðaryfirvöld og
tryggingarfélög til þess að vinna með fræðslu
og öðrunt aðgerðum að forvörnum á þessu
sviði.
SUMMARY
Objective: To estimate medical risk factors
among drivers in single car accidents with special
reference to sleepiness and alcohol abuse.
Design: Multiple-choice questionnaires were
mailed to drivers and a random control group.