Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.1994, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 187 Fjöldi Mynd 1. Dreifing á niðurstöðutölum mœlinga á koloxíðmettun blóðrauða í 36 einstaklingum sem fórust í eldsvoða á tímabilinu 1971-1990. Koloxíðeitrun telst banvœn ef koloxíðmettun blóðrauða er > um 50%. Fjöldi Mynd 2. Dreifing á niðurstöðutölum mœlinga á etanóli í blóði 24 einstaklinga, sem fórust í eldsvoða og voru með etanól í mœlanlegu magni í blóðinu við andlátið. UMRÆÐA Talið er að flest dauðsföll af völdum eldsvoða megi rekja til eitrunar af völdum koloxíðs og/eða áverka af völdum bruna (2-4). Lengi var raunar álitið að koloxíð væri eini eitrunarvaldurinn við eldsvoða. A síðari árum hefur athygli manna þó jafnframt beinst að öðrum eitruðum lofttegundum sem geta myndast við bruna, svo sem blásýru, koltvíoxíði og klórvetni (10). Eríitt er að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þessar lofttegundir kunni að hafa, enda verða sumar þeirra ekki greindar við rannsóknir post mortem. Mælingar á blásýru í blóði fólks sem farist hefur í eldsvoða, benda hins vegar til þess að vægi hennar sé mun minna en koloxíðs og sjaldgæft sé að hún finnist í banvænu magni í blóði (11,12). Engu að síður nrá gera ráð fyrir því að þessar lofttegundir geti, ásamt súrefnisskorti, aukið á eiturhrif koloxíðs. Ætti það að koma fram í minni koloxíðmettun blóðrauða við eldsvoða en við aðrar koloxíðeitranir. Gögn úr eldri rannsóknum bentu til þess að slíkur mismunur kynni að vera fyrir hendi (1,2). 1 safni okkar eru 14 dauðsföll sem talin voru stafa af koloxíð- eða reykeitrun eingöngu. Koloxíðmettun blóðrauða var í þessurn tilvikum talsvert minni en við aðrar koloxíðeitranir sem við höfum rannsakað (samanburðarhópur I). Ellefu þessara 14 einstaklinga voru með etanól í blóðinu og sumir mjög mikið. Enda þótt engar heimildir hafi fundist um að etanól auki á eiturhrif koloxíðs og geti þannig skýrt minni koloxíðmettun blóðrauða í þessum tilvikum, þótti samt rétt að athuga þann möguleika sérstaklega. Leiddi athugunin í ljós, að ekkert samband var á milli etanólþéttni í blóði og koloxíðmettunar blóðrauða, hvorki í þessum 14 einstaklingum né öllu safninu. Styðja því niðurstöður okkar í heild þá ályktun, að aðrar eitraðar lofttegundir kunni oft að vera samverkandi við koloxíð í dauðsföllum af völdum eldsvoða. Súrefnisskortur gæti þó skipt hér einhverju máli. Tilraunir á rottum og kanínum benda samt til þess að vægi súrefnisskorts við dauðsföll af völdum eldsvoða sé lítið (13). Þrátt fyrir samverkandi áhrif annarra loftegunda er koloxíð engu að síður veigamesti eitrunarvaldurinn. Sést það best á því, að í safni okkar voru tveir þriðju hlutar (66,7%) hinna látnu með koloxíðmettun blóðrauða yfir banvænum mörkum. Er það nokkru hærra hlutfall en fundist hefur við rannsóknir á dauðsföllum af völdum eldsvoða í grannlöndum okkar (50-63%; Noregur, Skotland, Danmörk) (2-4).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.