Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 843 milli hvort þeir eigi að setja nýinnlagða 77 ára gamla konu á blóðþynningarmeðferð. Konan er með gáttaflökt og væga hjartabilun. Þessu klíníska vandamáli er breytt í spurningar sem líklegt er að vísindin hafi glímt við, svo sem hvort blóðþynningarmeðferð minnki áhættu á blóðtappa, hver sé heildar- og hlutfallsleg áhætta við að veita blóðþynningarmeðferð og hvort áhættan við meðferð sé meiri en áhættan við heilablæðingu eða aðra fylgikvilla með- ferðar? Afla bestu mögulegra rannsókna um þetta viðfangsefni. Hér er einkum ætlast til að lækn- ar geti nýtt sér úrval rannsókna eða gagna- grunna svo sem Cochrane Database of System- ic Reviews (7), Scientific American Medicine á geisladisk og ACP Journal Club (fylgirit við Annals of Internal Medicine). í þessum gagna- bönkum hefur efninu verið þjappað saman í yfirlitsgreinar og það tekur því skemmri tíma að nota þá en til dæmis MEDLINE. Meta heimildir á gagnrýninn hátt með tilliti til þess hversu hagnýtarþœr eru varðandi viðkom- andi spurningu. Leiðbeiningar um þessi atriði hafa nýlega verið birtar í röð greina í JAMA undir aðalfyrirsögninni „Users’ Guide to the Medical Literature” (8,9) Nota niðurstöðurnar við úrlausn á þessu til- tekna klíníska vandamáli og ef til vill semja vinnureglur eða staðla fyrir sitt fag um svipuð klínísk vandamál. Meta árangurinn. Þessi vinnuaðferð er því liður í því að veita bestu mögulegu meðferðina og jafnframt hagnýtustu símenntunina. Enda þótt ofannefnt vinnuferli virðist vera einfalt og að sumu leyti sjálfsagt hefur tekið ótrúlega langan tíma að vinna því framgang. Eins og fram kom hér að framan hafa margir gert sér grein fyrir gjánni á milli þeirrar þekk- ingar sem er til staðar og vinnulags í klínískri vinnu. Canadian Task Force hópurinn (10) var einna fyrstur til að vinna heimavinnuna á þessu sviði upp úr 1970. David Sackett og félagar hans við McMaster háskólann í Kanada þró- uðu vinnuaðferðirnar enn frekar og um 1980 byrjuðu þeir að nota hugtakið evidence based medicine (3). Sackett var einn af frumkvöðlum að stofnun ACP Journal Club (1). Hann er nú fluttur til Oxford þar sem hann ásamt sam- starfsmönnum í Kanada og víðar vinna ötul- lega að því að koma þessum nauðsynlegu vinnuaðferðum á framfæri, meðal annars í hinu nýja tímariti sínu, Evidence-Based Medi- cine. Upp úr 1980 þegar ungir læknar komu heim til Islands eftir framhaldsnám erlendis, meðal annars frá McMaster í Kanada, höfðu þeir og ýmsir aðrir tileinkað sér þennan hugsunarhátt og vinnulag. Það var því sjálfsagt að þeir vektu athygli á ýmsum úreltum eða vafasömum vinnuaðferðum sem voru við lýði hér á landi á þeim tíma. Umræður um gagnsemi kembileitar hjá frískum einstaklingum urðu fyrir valinu, meðal annars um gagnsemi þvagrannsókna hjá skólabörnum, glákuleitar, röntgenrannsókna og töku hjartarita hjá fullorðnum, þar eð þessi viðfangsefni höfðu flest verið tekin til ítarlegr- ar umfjöllunar af Canadian Task Force hópn- um. Því miður snerust umræðurnar hér á landi fljótt um það að hér væri um árásir á kollega eða starfsemi einstakra stofnana að ræða (11) fremur en upprunalegu hugmyndina. Umræð- an var því slegin út af laginu eins og reyndar víða annars staðar, þar eð oft getur verið um hreina hagsmunaárekstra að ræða. Umræðunni um að bæta gæði þjónustunnar með því að koma þekkingunni til skila við lækningar í dagsins önn með þeim aðferðum sem að ofan greinir óx þó fylgi jafnt og þétt eins og glöggt má sjá í virtustu læknablöðum heims á síðustu árum (3-9,12,13). Nýlega birtist viðtal við prófessor David Sackett, sem nefnist Goodbye to the dinosaurs (14). Þar rekur hann þróunina um þessi mál á síðustu árum og bend- ir á að straumhvörf hafi orðið í viðhorfum lækna til ofannefndrar nálgunar og að dínó- saurarnir séu sem óðast að hverfa af sjónar- sviðinu. Hér á hann ekki endilega við einstaka menn heldur þá staðreynd að hagsmunir eða tregða í kerfinu séu óðum að víkja fyrir þekk- ingarþörfinni. Það er von mín að svo sé einnig hér á landi og að læknum takist að taka á þessum málum með faglegum hætti í nánustu framtíð. Jóhann Ág. Sigurðsson HEIMILDIR 1. Sackett, DL, Haynes RB. On the need for evidence- based medicine. Evidence-Based Medicine 1995; 1: 5-6. 2. Growley P, Chalmers I. Keirse MJ. The effects of corti- costeroid administration before pre-term delivery; an overview on the evidence from controlled trials. Br J Obset Gynaecol 1990; 97: 11-25. 3. Rosenberg W, Donald A. Evidence based medicine: an approach to clinical problem-solving. BMJ 1995; 310: 1122-6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.