Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
899
ar og afdráttarlausar. Þessi
áskilnaður setur því takmörk
hverju unnt er að stýra með
lagareglum og því þurfa laga-
reglur fulltingi siðareglna.
Lög og siðferði
En hvað er lagaregla? —
Hver er munur á lagareglu og
siðgæðisreglu.
Mikilvægt viðfangsefni lög-
fræðinnar er að skilgreina að-
ferðir til að leiða það í ljós. Og
svarið er í stuttu máli: Lagaregl-
ur eru þær sem styðjast við við-
urkenndar réttarheimildir. Hér
gæti fylgt löng útlistun, en þetta
verður að nægja.
Og þá er næsta álitaefni: Er
einhver munur á ásýnd þeirra
reglna sem eiga sér þennan
uppruna og kallast lagareglur
og hinna sem kenndar eru við
siðferði. Svarið er játandi og
þetta má meðal annars hafa til
marks:
Siðferðisreglur lúta flestar að
mjög mikilvægum gildum í sam-
skiptum manna. Þetta á einnig
við um lagareglur, en engan
veginn allar. Oft er málum svo
háttað að lagareglur eru einung-
is nánari útfærsla á tiltekinni
grunnreglu, oftast siðferðilegri
sem hvergi er orðuð. Þannig
stendur til dæmis hvergi berum
orðum í lögum að menn eigi rétt
til að lifa og njóta friðhelgi; hins
vegar er fjöldi reglna sem slá
skjaldborg um þetta gildi (8).
Siðareglur breytast alla jafna
ekki ört. Þar eiga þær samleið
með þeim sem kallaðar eru
meginreglur laga. Annað verð-
ur hins vegar uppi á teningnum
þegar kemur að nánari útfærslu
í löggjöfinni — þá eru reglur oft
síbreytilegar.
Brot á siðferðisreglu er bund-
ið við vilja manns. Óviljandi
brot hans á siðferðisreglu er af-
sakað — lagabrot hans er í
mesta lagi réttlætt. Afleiðingin
verður sú að siðferðisreglan
skírskotar til hugarfarsins,
en lagareglan til háttseminnar.
Aðhald siðareglu felst öðru
fremur í skírskotun til mikilvæg-
is hennar; aðhald lagareglunnar
til viðurlaganna. Þetta er til
marks um að lagareglunni er
framfylgt með skipulegu að-
haldi, sem birzt getur bæði beint
og einnig óbeint, iðulega með
valdbeitingu.
Nú eru siðareglur ekki einnar
gerðar.
Sumar leggja á menn mjög
ríkar skyldur svo sem þau boð-
orð að vega ekki mann, stela
ekki og bera ekki ljúgvætti,
virða friðhelgi manna og segja
satt. Þetta eru reglur sem hafa
ber í heiðri ef samfélag manna á
að haldast í viðunanlegu horfi.
Sá sem virðir þær ekki má kall-
ast illmenni svo að tæpitungu-
laust sé talað. En sá sem lætur
þetta nægja verður ekki kallað-
ur dyggðugur maður; hann
verður að gera meira; virða rétt-
mæta hagsmuni annarra, sýna
umhyggju og hjálpsemi.
Og svo er allvíðtækt svið
mannlífsins utan siðareglna.
Lagareglur veita taumhalds-
skyldum fulltingi þannig að á
þeim sviðum eiga laga- og sið-
ferðisreglur samleið. Hins veg-
ar veita þær verknaðarskyldum
takmarkaðri stuðning svo að
þar skilur. Stundum er reynt að
setja lög á slíkum sviðum, til
dæmis á sviði fjölskyldumála —
má þar nefna reglur um um-
gengnisrétt — en það er dæmt
til að mistakast þegar raunveru-
lega reynir á.
Þær reglur sem afmarka rétt-
indi og skyldur lækna lúta ein-
mitt að mikilvægum gildum og
skyldur sem á lækna eru lagðar
eru einkum verknaðarskyldur
sem lagareglur veita almennt
minna fulltingi. Þetta birtist
óvíða með gleggri hætti en í
þeim ákvæðum læknalaga sem
rakin hafa verið. Ástæðan er
augljós. Starf læknisins er þess
eðlis — þar á meðal samskipti
hans við sjúklinga — að því eru
veruleg takmörk sett að
ákvarða réttindi þeirra og
skyldur með lagareglum. Hér
verða siðareglur að koma til
viðbótar og til þeirra skírskota
mörg þeirra orða sem til var
vitnað úr læknalögum.
Lagareglur eru síðan einráð-
ar á því sviði þar sem engar siða-
reglur eru (9).
Stjórnsýsla og læknisstörf
En fleira veldur hér vanda en
þau takmörk sem eðli laga-
reglna setur stjórn á samskipt-
um manna. Stundum er málum
skipað þannig með lögum að
álitaefni rísa. Ýmislegt í lög-
bundnu skipulagi heilbrigðis-
mála kann að vekja spurningar
um réttindi og skyldur lækna.
Þannig kunna ýmsar spurningar
að vakna þegar stjórnsýslu-
nefndum er fengið íhlutunar-
vald um störf lækna.
Sem dæmi má nefna 28. gr.
laga nr. 25/1975 um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barn-
eignir og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Þar segir:
„Rísi ágreiningur um hvort
framkvœma skuli fóstureyð-
ingu eða ófrjósemisaðgerð,
skal málinu tafarlaust vísað
til landlæknis og skal hann
tafarlaust leggja málið undir
úrskurð nefndar, sem skipuð
skal í þeim tilgangi að hafa
eftirlit með framkvæmd lag-
anna. “
Nefnd þessi gegnir tvíþættu
hlutverki: annars vegar að úr-
skurða í ágreiningi um það
hvort eyða skuli fóstri, eða
framkvæma ófrjósemisaðgerðir
og hins vegar hafa eftirlit með
framkvæmd laganna.
Sá ágreiningur virðist einkum
geta risið ef synjað er um fóstur-
eyðingu þar sem reglur veita
svigrúm til að meta félagslegar
ástæður, sbr. 9. gr. d-lið lag-
anna.