Læknablaðið - 15.12.1995, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
887
Fréttatilkynning
Kæra „fóstureyðingarnefndar“
Undanfarna daga hafa verið
sagðar fréttir af kæru svo-
nefndrar fóstureyðingarnefnd-
ar á hendur landlækni. Opin-
berlega hefur ríkissaksóknari
skýrt frá því að hann hafi vísað
kæru nefndarinnar til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins.
Af þessu tilefni tekur land-
læknir fram:
1. Landlæknir hefur ekki
samkvæmt lögum neitt um það
að segja hvort framkvæma megi
fóstureyðingu sem um er beðið.
Hann hefur heldur aldrei skipt
sér af ákvörðun um slíkt efni.
Pað eru því furðuleg ummæli
formanns fóstureyðingarnefnd-
ar í fjölmiðli, að skera þurfi úr
ágreiningi um hver skuli hafa
endanlegt vald um fóstureyð-
ingu, nefndin eða landlæknir.
2. Samkvæmt gildandi lög-
um í landinu bera læknar
ábyrgð á læknisverkum sínum.
Þeir geta einnig orðið ábyrgir
fyrir að synja beiðni um læknis-
verk. Svo er að sjá sem fyrr-
greind nefnd telji að þessu sé
ekki svona háttað um fóstur-
eyðingu, sem kona óskar eftir
við starfandi lækni, ef nefndin
hefur áður staðfest synjun ann-
ars læknis til slíkrar aðgerðar.
Þá verði með öllu óheimilt að
framkvæma aðgerðina. í lögum
um fóstureyðingar er þetta frá-
vik frá almennum reglum um
ábyrgð lækna á læknisverkum
sínum hvergi nefnt. Þvert á móti
er málinu svo háttað, að í frum-
varpi að lögum á sínum tíma
(Alþingi 1974) var svofellt
ákvæði: „Hafi konu verið synj-
að um aðgerð á einu sjúkrahúsi,
er ekki heimilt að framkvœma
aðgerðina á öðru sjúkrahúsi
nema leyfi nefndarinnar komi
til“. Við meðferð frumvarpsins
á Alþingi var ákvæði þetta fellt
út. Löggjafinn hafnaði þannig
beinlínis bannreglu þeirri sem
nefndin telur nú felast í lögun-
um.
3. Það er sérkennileg
ákvörðun hjá opinberri nefnd
að senda kæru á hendur land-
lækni til ríkissaksóknara fyrir
þær sakir að hafa haft milli-
göngu um að kona, sem til hans
leitaði kæmist í samband við
starfandi lækni. Þá einu skýr-
ingu á þessari gjörð nefndarinn-
ar hefur formaður hennar gefið,
að nefndin vilji ekki lifa í óvissu
um réttaráhrif ákvarðana sinna.
Ekki verður séð, hvaða lög-
mæta hagsmuni nefndin hefur
af því að fá þessari óvissu aflétt
með þessum hætti. Það er svo
með öllu fráleitt að hér sé á
ferðinni réttlæting fyrir þeirri
aðför að landlækni sem felst í
opinberri kæru af þessu tilefni.
4. Svo sem að ofan greinir
hefur ríkissaksóknari skýrt frá
því í fjölmiðli, að hann hafi ósk-
að lögreglurannsóknar á tilefni
kærunnar. Æskilegt væri að
hann skýrði opinberlega mark-
mið þessarar rannsóknar og
hvernig þau tengist þeim hags-
munum sem honum er ætlað að
gæta samkvæmt lögum.
Ólafur Ólafsson, landlæknir
sjúkrahúsdvöl þeirra stendur.
Aðstaða til gistingar þarf að
vera fyrir foreldra og þeir hvatt-
ir til að gista með börnum sínum
á sjúkrahúsum.
Ýmiskonar fræðsluefni og
upplýsingabæklingar fyrir for-
eldra og börn þurfa að liggja
frammi á sjúkradeildum um
áhrif sjúkrahúsdvalar á börn og
einnig um hina ýmsu sjúkdóma
sem leiða til innlagnar og þá
meðferð sem börnum er veitt
við þeim.
NOBAB hefur unnið mark-
visst að því að staðlarnir séu
hafðir að leiðarljósi við allar
breytingar og úrbætur í málefn-
um veikra og fatlaðra barna.
Má til dæmis nefna hér á landi í
tenglum við flutning barna-
deildar Landakotsspítala á
Borgarspítala.
Ýmis brýn mál hafa verið
leyst á sviði norrænnar sam-
vinnu frá stofnun þessara sam-
taka, en af mörgu er að taka og
næg verkefni bíða enn úrlausn-
ar.
Talsvert upplýsinga- og
fræðsluefni hefur verið gefið út
á vegum samtakanna og lands-
deilda þess. Auk þess hefur
verið gefið út fræðsluefni fyrir
veik börn og foreldra þeirra sem
liggur frammi á barnadeildum
sjúkrahúsanna.
í tilefni af 15 ára afmæli
NOBAB var ákveðið að veita
viðurkenningu aðilum (félög-
um, stofnunum, einstaklingum)
sem sýnt hafa málefnum veikra
barna sérstakan skilning. Verð-
launin hlaut norska félagið um
þarfir sjúkra barna fyrir að hafa
verið fyrsta aðildarfélagið á
Norðurlöndum til að halda
NOBAB þing og taka NOBAB
staðal í notkun á sjúkrahúsum.
Helga Hannesdóttir